Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.02.2009, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 26.02.2009, Blaðsíða 6
6 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 9. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR Á Nesvöllum er hafin þróun- arvinna sem miðar að því að hanna kennsluefni fyrir fólk 50 ára og eldra, svo það geti eflt færni sína á stafrænum miðlum eins og tölvum og fjarskipta- og upplýsinga- kerfum. Leiðbeinendur eru þeir Andri Ottósson og Benedikt Bryn- leifsson hjá Tæknibrú ehf, sem stendur að verkefninu. Mark- mið þess er m.a. að brúa þá stafrænu gjá eða þekkingarbil sem myndast hefur milli kyn- slóða en stór hópur eldra fólks hefur einangrast frá samfélagi hinna sem búa yfir færni og þekkingu á þessu sviði. Myndin er tekin í byrjun vik- unnar þegar námskeiðin hóf- ust á Nesvöllum. VFmynd/elg. Samkvæmt upplýsingum frá Flugþjónustunni á Keflavík- urflugvelli ehf. (IGS) liggur verkefnastaða fyrirtækisins sumarið 2009 ekki endan- lega fyrir en flugáætlanir flugfélaganna koma þó til með að taka á sig lokamynd næstu vikurnar. Ljóst er að samdráttur verður í starf- semi IGS frá síðastliðnum sumrum en engu að síður verður mikil og öflug at- vinnustarfsemi í gangi innan veggja fyrirtækisins. IGS hefur verið einn stærsti at- vinnurekandi á Suðurnesjum undanfarin ár og í vetur eru starfandi um 320 starfsmenn hjá fyrirtækinu. Samkvæmt upplýsingum frá Svölu Guð- jónsdóttur, forstöðumanns starfs manna sviðs, er gert ráð fyrir því að IGS ráði allt að 150 starfs menn inn til fyrirtækisins frá lok apríl til byrjun október. Til að byrja með verða þessi tímabundnu störf eingöngu auglýst á Suð- urnesjum og vonast fyrirtækið til að geta lagt sitt lóð á vogar- skálarnar í því erfiða atvinnu- ástandi sem Suðurnesjamenn standa frammi fyrir. Hinn árlegi forvarnardagur ungra öku manna verð ur haldinn dagana 3. og 4. mars nk. og eru þátttakendur nem- endur á fyrsta ári í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Markmiðið með verkefninu er að vekja ungmennin til um- hugsunar um þá ábyrgð sem fylgir því að fá bílpróf, fækka umferðarslysum og auka ör- yggi í umferðinni. Nemendur fá fræðslu um af- leiðingar umferðarlagabrota, sektir, tjónaskyldu og brot gegn 3ja aðila auk þess að upplifa að fara í veltibíl, belta- sleða og prófa ölvunargler- augu. Sviðsett er umferðarslys á planinu við 88 Húsið og fá nemendur að sjá hvernig lög- regla og sjúkraflutningamenn athafna sig þegar slys verður. Dagskránni lýkur með grill- veislu fyrir hópinn. Að venju er forvarnardagur ungra ökumanna samstarfs- verkefni Reykjanesbæjar, Lög- reglunnar á Suðurnesjum, Brunavarna Suðurnesja, Fjöl- brautaskóla Suðurnesja og Tryggingamiðstöðvarinnar. Tekið á tæknihræðslunni Forvarnardagur ungra ökumanna 3. og 4. mars IGS hugar að ráðning- um í tímabundin störf

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.