Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.02.2009, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 26.02.2009, Blaðsíða 12
12 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 9. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR Nafn: Helena Rós Þórólfsdóttir Ald ur: 18 ára Fjöl skyldu hag ir: Mamma Ólrikka Sveinsdóttir, pabbi Þórólfur Þorsteinsson og ein eldri systir, Marína Ósk Þórólfsdóttir. Staða: Á lausu 20svör fyrir forvitna 1. Hver er uppáhalds kennarinn þinn? Harpa Kristín. 2. Hvenær vaknaði áhugi á söng? Hef alltaf elskað að syngja, frá því ég man eftir mér. 3. Afdrifaríkasta ákvörðun lífs þíns? Engin ennþá ! 4. Besta ráð sem þú hefur fengið? Ekki ein- blína alltaf á neikvæðu hlutina. 5. Hvað er besta árið í þínu lífi til þessa? Árið 2005. 6. Áttu þér draum? Að komast í landsliðið í fótbolta held ég... annars langar manni svo margt ! 7. Hefurðu gert eitthvað verulega kjána- legt? (hvað?) Bara svona klaufahluti held ég, labba á hurðar, flækja mig í neti og detta og eitthvað svoleiðis.. 8. Uppáhaldskvikmyndir? Hummm…10 Things I Hate About You, Police Academy og margar margar fleiri. 9. Uppáhaldstónlist? Sálin hans Jóns míns, Gavin DeGraw, Fall Out Boy t.d.... flest allt nema þungarokk. 10. Hefurðu fylgst með sápuóperu? Já, Bold’n The Beautiful. 11. Hefurðu grátið við að horfa á bíómynd (þá hvaða mynd)? Haha já mörgum, eins og Notebook og A Walk To Remember bara sem dæmi ! 12. Hvernig tölvupóst myndir þú vilja fá í dag? Annað hvort fyndinn eða að ég hafi unnið eitthvað skemmtilegt. 13. Ef þú fengir eina ósk, hver væri hún? World Pease held ég bara. 14. Hvað myndir þú gera ef þú feng- ir alræðisvald sem bæjarstjóri í einn dag? Fækka þessum hraðahindrunum á Hafnargötunni og láta laga grasið á knattspyrnusvæðinu á Iðavöllum ! 15. Hvers gætir þú ekki verið án? Fjölskyldunnar, vinanna og súkkulaðis ! 16. Uppáhaldsmatur og drykkur? Lambahryggur, brúnaðar kartöflur, brún sósa, síðan er það vatnið. 17. Hvað vildir þú verða þegar þú yrðir fullorðin? Ætlaði alltaf að verða lögfræð- ingur og atvinnumaður í fótbolta þegar ég var yngri, en það breyttist. 18. Ertu með síðu á Facebook? (Hvað áttu marga vini þar?) Já, ég á 272 vini. 19. Hvert á að fara í sumarfríinu? Bara ekki neitt held ég, bara vinna og fótbolti. 20. Hvað fékkstu í fermingargjöf? Skart, pening, sjónvarp og eitthvað fleira. „Ég tók þátt í Hljóðnemanum í fyrra og fannst svo gaman þá að ég ákvað að taka bara aftur þátt,“ segir Helena Rós Þórólfsdóttir sem sigraði í Hljóðnemanum 2009. „Ég valdi lagið Everytime af því að mér finnst það flott og fallegt lag og það passaði líka vel við röddina mína. Systir mín Marína Ósk spilaði undir hjá mér á gítar og söng bakraddir, hún er að verða 22ja í ár og er frábær tónlistarmaður. Hún spilar á mörg hljóðfæri og syngur og hún er bara æði ! Við höfum þó nokkrum sinnum spilað og sungið saman, hún var líka með mér í fyrra í Hljóðnemanum“.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.