Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.02.2009, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 26.02.2009, Blaðsíða 21
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 26. FEBRÚAR 2009 21STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM ����������� ������� ������ �� �������� ������ ������� ������������� ���� �������������������������������������������������� �������������� ������� ���� ���� ���������������� ����������� ��� ����������� ������������ ���� ������ �������������������� �� ���������������������������������������������������� ��������������������������������������������������������������������������������� ������ ��� ���� ���� ��������������� ��� ������ ����� ���������������� ����������� ��������������� �������������������������� Auglýsingasíminn er 421 0000 14.900.000,- 11.700.000,- Heiðarholt 8, Reykjanesbæ Þriggja herbergja enda íbúð. Eldhús flísalagt, hví- lökkuð innrétting, plastparket á svefnherbergjum, hol flísalagt, baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Laus við kaupsamning. Faxabraut 34-b, Reykjanesbæ 71m2. íbúð á neðri hæð í Íbúðin skiptist í stofu, hol, 2 svefnherbergi, bð og þvottahús. Búið er að endurnýja íbúðina að hluta m. a. nýjar ofnalagnir, nýtt eldhús og fl. Íbúðin er vel staðsett, stutt er í alla þjónustu, skóla og íþróttasvæði. 20.000.000,- Hátún 23, Reykjanesbæ 4 herbergja mikið endurnýjuð efri hæð. Nýjar vatns, hita,- og frárennslislagnir. Nýjar raflagnir og tafla. Ný eldhúsinnrétting með nýjum tækjum sem fylgja með. Nýsprautaðar hurðar, baðherbergi flísalagt, og nýtt gólfefni. 20 m2 klætt geymsluloft. Löggiltur fasteignasali: Sigurður Ragnarsson - Sölumenn: Júlíus Steinþórsson og Sævar Pétursson Skoðið alla kostina á www.es.is Aftengjum verðbólgu í Reykjanesbæ Leigðu, lifðu, eigðu... ATH skip ti á s tærr i eig n Undanfar in ár hefur for- eldrum á Suðurnesjum staðið til boða að sækja námskeiðið „SOS! Hjálp fyrir foreldra“ sér að kostn að ar lausu. Á námskeiðinu er kennt mikil- vægi þess að grípa barnið gott með því að láta það vita af því þegar það hegðar sér vel. Því miður gerist það of oft að fullorðnir hafi ein- göngu afskipti af börnum og unglingum þegar þau brjóta reglur og væntingar fullorðna fólksins, en eru látin afskipta- laus þar á milli. Rannsóknir hafa sýnt, þegar til langs tíma er litið, að refsingar skila sér ekki í jákvæðum breytingum á hegðun. Einnig sýna rann- sóknir að refsingar auka líkur á agabrotum sem svo aftur eykur agabrot og upphefst refsihringur sem erfitt er að vinna sig úr. Með því að grípa nemandann góðan aukast líkur á því að nemandi sýni sömu jákvæðu hegðun í fram- tíðinni og um leið dregið úr líkum á óæskilegri hegðun. Hér í Reykjanesbæ hafa nokkrir skólar s.s. Njarðvíkur-, Holta- og Myllubakkaskóli, ákveðið að taka upp kerfi sem kallast „PBS, Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun“ og eru þeir komnir mislangt í innleið- ingu þess. Þetta er rökrétt fram- hald af SOS-námskeiðunum í að samþætta skóla og heimili með það að leiðarljósi að stuðla að já kvæðri hegð un barna okkar. Með heildstæðu kerfi er átt við að allt starfsfólk er samstíga í því hvernig hrósa beri nemanda og fyrir hvað. Einnig er þeim kennt að leið- rétta óæskilega hegðun. Til að gera þetta kerfi enn skilvirkara er stuðst við skráningar á aga- brotum til að hægt sé að gera átak í að auka jákvæða hegðun á vissum svæðum innan skól- ans. Markmið PBS er að stuðla að bættum starfsháttum í skólunum með því að kenna starfs fólki að vinna út frá ákveðnum aðferðum. Þessar aðferðir byggja á sömu lög- málum og námskeiðið „SOS! Hjálp fyr ir for eldra“ þ.e. grípum barnið gott. Fylgi nemendur ekki þeim reglum sem gilda er starfsfólki kennt að leiðrétta hegðun nemand- ans og kenna þeim reglurnar sem gilda á því svæði sem um ræðir í stað þess að notast við skammir. Þessar aðferðir auka samhæfni og árangur í skólunum, auk þess að bæta bekkjarstjórnun, stuðningsúr- ræði fyrir einstaka nemendur og samvinnu við foreldra allra barna. Hugtakið samfélags- leg ábyrgð hefur mikið verið notað að undanförnu sökum bankahrunsins. Ég tel aftur á móti að hugtakið eigi hvergi betur við en einmitt í sameig- inlegu átaki skóla og heimila í uppeldi næstu kynslóðar. Ég vona að foreldrar taki vel á móti þessu kerfi og stuðli þannig að því að auka líkur á æskilegri hegðun, jákvæðum samskiptum og betra vinnu- umhverfi, bæði fyrir nem- endur og kennara. Sigurður Þ. Þorsteinsson sálfræðingur Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar Barnið þitt nær árangri með samvinnu heimilis og skóla

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.