Víkurfréttir - 26.02.2009, Síða 13
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 26. FEBRÚAR 2009 13STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
HEYRNARÞJÓNUSTA
Suðurnesjamenn
verðum við á Nesvöllum
þjónustumiðstöð
Reykjanesbæ
Heyrn, Hlíðasmára 11, 201 Kópavogur 534 9600 heyrn@heyrn.is
Tímapantanir - 534 9600
Föstudaginn 6. mars
Nánari upplýsingar
www.heyrn.isTækið sem enginn veitir eftirtekt
20
„Þetta var sérstakt ástand en ég auglýsti í
White Falcon, blaði varnarliðsmanna og
fékk 3-5 konur varnarliðsmanna í vinnu
í nokkrar vikur,“ segir Júlíus Rafnsson,
þáverandi framkvæmdastjóri frystihúss R. A.
Péturssonar h/f í Njarðvík en árið 1987 fékk
hann ekki mannskap í fiskvinnslu. Íslenskar
konur fengust ekki í þessi störf á þeim tíma.
Frétt þessa efnis var á forsíðu Víkurfrétta
1. okt. 1987 eða fyrir rúmu 21 ári síðan. R.
A. Pétursson h/f hafði lengið verið vinsæll
vinnustaður í Njarðvík og reksturinn
gengið vel. Þegar hér var komið við sögu
var nýbúið að tæknivæða vinnsluna og
í fréttinni segir að þetta hafi verið eitt
vélvæddasta frystihús landsins. „Ef ég fæ ekki ákveðinn fjölda starfsmanna
getur starfsemin ekki haldið áfram,“ sagði Júlíus í viðtalinu. Það kom
reyndar á daginn því starfsemin hætti nokkrum mánuðum síðar.
Júlíus hóf að pakka fiskinum í smærri neytendapakkningar og honum
var lofað miklu hærra verði en þá fékkst fyrir hefðbundna framleiðslu.
Það gekk ekki eftir. Afköst voru heldur ekki nógu mikil vegna skorts
á mannskap þó svo að launin væru ekki verri en annars staðar.
Þessi frétt er lítið dæmi um hvernig atvinnumálin eru misjöfn í okkar
landi. Þarna sárvantaði fólk til að halda starfsemi gangandi. Í dag er
annað uppi á teningnum. Nú vantar starfsemi en ekki starfsfólkið.
Gamalt og gott úr Víkurfréttum:
Varn ar liðs kon ur
komu í fisk inn
Helena Rós Þórólfsdóttir fór með sigur af hólmi í
söngvakeppninni Hljóðnemanum sem fór fram í
Andrew's Theater á Vallarheiði í síðustu viku. Helena
Rós söng lagið Everytime sem Britney nokkur Spears
söng á sínum tíma.
Í öðru sæti varð Ólína Ýr Björnsdóttir með lag
hljómsveitarinnar Goo Goo Dolls, Iris. Hljómsveitin
Reason To Believe tók síðan þriðja sætið með laginu
Everytime I Look For You með pönk-rokksveitinni
Blink 182.
SJÓNVARP
VÍKURFRÉTTA
Á VF.IS