Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.03.2009, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 05.03.2009, Blaðsíða 9
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 5. MARS 2009 9STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Tími árshátíða Nú í upphafi Góu er tími árshátíða. Þannig gerðu starfsmenn Reykjanesbæjar sér glaðan dag í Officera- klúbbnum á Vallarheiði um sl. helgi. Það gerðu einnig Lionessur úr Lionessuklúbbi Keflavíkur sem héldu sína árlegu Góugleði í golfskálanum í Leiru. Þar sem plássið í blaðinu okkar er af skornum skammti, þá hefur myndum frá þessum tveimur hátíðum verið komið inn á vef Víkurfrétta, vf.is undir ljósmyndasafn. Háskólasamfélag, pólitík, menning og íþróttir verða meðal málefna í sérstök- um sjónvarpsþætti sem Víkurfréttir hafa unnið að síðustu daga og verður sýndur á sjónvarpsstöðinni ÍNN í kvöld kl. 21.30. Þá verður hann sýndur á Kapalsjónvarpi VF. Að sögn Páls Ketilssonar, ritstjóra VF verða tveir prufuþættir á dagskrá ÍNN, í kvöld og næsta fimmtudagskvöld 12. mars og báðir kl. 21.30. Ástæðan fyrir þessari tilraun er sú staðreynd að stóru sjónvarpsstöðvarnar hafa þurft að skera niður kaup á sjónvarpsefni frá VF í kreppunni en Víkurfréttir hafa m.a. sinnt fréttaþjónustu fyrir Stöð 2 frá 1993. Í ljósi þessa ástands kom upp hugmynd að fá pláss hjá ÍNN sem er opin stöð og aðgengi- leg á Digital Ísland og Breiðbandi Símans. Í þættinum í kvöld verður rætt við Runólf Ágústsson, fram- kvæmdastjóra háskólafélagins Keilis um gang mála í gömlu herstöðinni. Einnig verður rætt við Skúla Thoroddsen, en hann býður sig fram í 1. sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar um helgina. Litið er á æfingu hjá Taikwando deild Keflavíkur og spjallað við fjölskyldu sem æfir og keppir í sportinu. Þá er lit- ið inn á æfingu hjá leikfélagi Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja en það frumsýnir Sódómu um helgina. Stutt fréttayfirlit er einnig í þættinum þannig að búast má við fjölbreytni og skemmtilegheitum í þessum fyrsta Suðurnesjaþætti sem hefur fengið nafnið „Suðurnesja- magasín“. -30 MÍNÚTNA SUÐURNESJA- ÞÁTTUR VÍKURFRÉTTA KL. 21.30 SUÐURNESJA-MAGASÍN Á ÍNN Í KVÖLD

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.