Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.04.2009, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 08.04.2009, Blaðsíða 6
6 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 15. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR Samkaup breytist í Nettó: Nýr valkostur í verslun á Suðurnesjum Nettó opnar í dag nýja og glæsilega verslun sem leysir af hólmi verslun Sam- kaupa í Njarðvík. Með þessum breytingum verða ýmsar áherslubreytingar sem miða aðallega að því að bjóða hnitmiðað vöruúrval og lægra verð en Nettó er lágvöruverðsverslun eins og flestir vita. Í tilefni af opnuninni verða mörg glæsileg tilboð í gangi á næstunni, eins og sjá má í blaðauka sem fylgir Víkurfréttum í dag. Svar við breyttu neyslumynstri „Meg in breyt ingin verð ur fólgin í meira hnitmiðuðu vöruúrvali með fókus á lægstu verð sem við getum boðið upp á. Við teljum að sú hug- myndafræði sem er að baki Nettó henti mjög vel í því ár- ferði sem við erum að upp- lifa núna. Þetta er okkar svar við breyttu neyslu mynstri á Suðurnesjum en það er al- veg ljóst að fólk sækir meira í lágvöruverðsverslanir en áður. Við erum með þessu að horfa til framtíðar með því að aðgreina okkur í sam- keppninni,“ segir Sturla Eð- varðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa. Hnitmiðað vöruúrval í Nettó hefur í för með sér minni breidd í þeim efnum enda gengur rekstur lágvöruverðs- verslana út á meiri veltuhraða en í hefðbundinni verslun. Neytendur eiga engu að síður að geta fundið allt sem vantar til heimilisins á einum stað í Nettó, að sögn Sturlu. Eftir sem áður verður boðið upp á mikið vöruúrval, einnig í sér- vöru. Boðið upp á raunverulegan sparnað „Við ætlum áfram að bjóða upp á góðar vörur, gæðavöru og ferskleika bæði í grænmeti og kjöti. Þrátt fyrir ákvörðun um að loka kjötborðinu í nú- verandi mynd þá verður boðið upp á mikið úrval í kjöti. Við verður áfram með kjötiðnaðar- mann og fólk sem sinnir þeim þætti þannig að við komum til með að fylgjast grannt með þörfum viðskiptavina hverju sinni og reynum að bregðast við því,“ segir Sturla. Þess má geta að áfram verður boðið upp á eldaðan kjúkling sem notið hefur mikilla vinsælda á meðal viðskiptavina Sam- kaupa. Auk þekktr ar merkja vöru stendur Samkaup fyrir eigin inn- flutningi á sambærilegri vöru til að bjóða viðskiptavinum ódýr- ari valkost undir vörumerkjum eins og Coop og Extra sem er enn ódýrari. Með því er höfðað til breiðari hóps viðskiptavina. „Þessar vörur er að finna í öllum okkar verslunum enda hefur það verið keppikefli okkar að bjóða fólki upp á val þar sem það getur raunverulega sparað,“ segir Sturla. Aðspurður segir hann að lág- vöruverðsverslunin Kaskó við Iðavelli verði áfram rekin í þeirri mynd sem verið hefur. Þrátt fyrir að hún sé lítil sé mikið verslað þar enda hafi staðsetning hennar góðar teng- ingar í allar áttir. „Við viljum áfram vera öflugur þátttakandi í samkeppni hér á svæðinu og veitir ekki af. Það er okkar von að Suðurnesjamenn kunni að meta þessar breytingar og haldi áfram að styðja öflugt fyrirtæki í heimabyggð,“ segir Sturla. Sturla Eðvarðsson, fram- kvæmdastjóri Samkaupa. Undanfarið hefur verið unnið hörðum höndum að breytingunum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.