Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.04.2009, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 08.04.2009, Blaðsíða 15
VÍKURFRÉTTIR I MIÐVIKUDAGURINN 8. APRÍL 2009 15STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Hafnargata 6a, Keflavík Lítið vinalegt einbýli í hjarta Reykjanesbæjar. Tvö svefnherbergi. Leiga krónur 80.000 per mánuð Heiðarhvammur 8, Keflavík Tveggja herbergja íbúð nálægt Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Leiga 75.000 per mánuð Laus strax Kirkjuvegur 12, Keflavík Þriggja herbergja íbúð á góðum stað í Reykjanesbæ. Leiga 85.000 per mánuð. Íbúðin er laus strax Vatnsholt 10, Keflavík Um er að ræða 3ja herbergja nýlegt parhús í Reykjanesbæ, bílskúrinn losnar eftir ca 1 mánuð. Leiguverð 120.000 per mánuð Svölutjörn 12, Njarðvík Um er að ræða 4 herbergja nýlegt endaraðhús, vandaðar innréttingar. Verð 135.00 per mánuð. Húsið getur verið laust fljótlega. TIL LEIGU TIL LEIGU TIL LEIGU TIL LEIGU TIL LEIGU Viðskiptavinur okkar er að leita að ca 50 til 100 m2 iðnaðarhúsnæði í Grindavík. Upplýsingar á julli@es.is Ertu að leita að eign til leigu eða vantar þig að leigja eignina þína út. Hafðu samband á julli@es.is Löggiltur fasteignasali: Sigurður Ragnarsson - Sölumenn: Júlíus Steinþórsson, löggiltur leigumiðlari og Sævar Pétursson julli@es.is - s. 899 0555 Hringbraut 59, Keflavík Mikið endurnýjuð 3ja herbergja íbúð í fjölbýli í Reykjanesbæ. Íbúðin getur verði laus fljótlega. Leiga krónur 80.000 per mánuð Brekkustígur 5, Sandgerði e.h. í eldra tvíbýli í Sandgerði 4 svefnherbergi. Leiga krónur 75.000 per mánuð Fitjabraut 30, Njarðvík Um er að ræða ca 170m2 iðnaðar- húsnæði í Reykjanesbæ góð inn- keyrsluhurð. Upplýsingar á skrifstofu Fitjabraut 3, Njarðvík Til leigu eða sölu stórt iðnaðarhúsnæði á góðum stað í Njarðvík Reykjanesbæ. Tveir öflugir hlaupakettir í húsinu, stór lóð. Hafnargata 50, Keflavík Tveggja, þriggja og fjögurra herbergja íbúðir í miðbæ Reykjanesbæjar. 2ja herb. 83.000 per mánuð, 3ja herb. 97.500 per mánuð. 4ja herb. 112.500 per mánuð TIL LEIGU TIL LEIGU TIL LEIGU TIL LEIGU/SÖLU TIL LEIGU Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindvíkinga segir sína menn komna í rétta gírinn í úrslitakeppninni í Iceland Express deildinni í körfu og ætli sér titilinn: Frikki fékk gæsahúð „Þetta var hugarfarslegur sigur. Andlega hliðin er helming– urinn af þessu þegar maður er kominn á þetta stig,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindvíkinga eftir sigur á KR- ingum í öðrum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfu í Grindavík í fyrrakvöld. Friðrik segir sína menn hafa mætt með drápseðlið eftir linkind í fyrsta leiknum. Það hafi virkað vel og sigurinn í raun aldrei verið í hættu. „Við réðumst á þá og ætluðum okkur aldrei neitt ann- að en sigur og spiluðum á fullu allan tímann. Þetta er í annað sinn sem við vinnum þá í vetur og það kemur okkur ekki á óvart. Við erum með jafn gott lið og þeir og sýndum það í þessum leik með okkar hugarfari að við getum unnið þá. Þetta var nátt- úrulega gríðarlega mikilvægt að vinna þennan leik og það hjálp- ar okkur líka fyrir leikinn á fimmtudaginn í DHL höllinni. Við ætlum okkur að taka þann leik og klára dæmið í Grindavík á laugardaginn. Gerum allt vit- laust í Grindavík um páskana“. Eru allir þínir menn heilir? „Helgi Jónas tognaði aftan á læri en við vonum að hann verði orðinn góður. Hann er gríðarlega mikilvægur og hefur sýnt það í síðustu tveimur leikjum að hann er einn besti leikmaður landsins.“ Hvað með Pál Axel? „Hann er orðinn góður af meiðsl- unum og er smám saman að komast aftur í alvöru gír“. Þetta var geggjuð stemmning í Röstinni? „Ég hef bara ekki upplifað aðra eins stemmningu og stuð. Ég fékk gæsahúð. Þetta skiptir gríðarlegu máli fyrir okkur og við vonum að við fáum stuðning á fimmtudaginn.“ Heldurðu að þetta hafi komið KR-ingum á óvart, frammi- staða ykkar í fyrrakvöld? „Nei, ég held ekki. Þeir vita hvað við getum þó svo það hafi verið látið meira með KR liðið í vetur. Nú fylgjum við þessu bara eftir og kýlum þá kalda á fimmtudag“.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.