Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.06.2009, Side 12

Víkurfréttir - 11.06.2009, Side 12
12 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 24. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR Grindvíkingar eru höfðingjar heim að sækja eins og ljósmyndari Víkurfrétta komst að á ferð sinni um Grindavík á hátíðinni Sjóarinn síkáti. Við Glæsivelli í Grindavík beið rauður dregill eftir ljósmyndaranum og síðan var boðið upp á hvítlauksristaðan humar, hnallþórur og viðeigandi drykki. Síðar sama dag var ljósmyndarinn kallaður að húsi við Vesturhóp þar sem tveir lambaskrokkar voru á grillinu og bjórinn Kaldi eins og fólk gat í sig látið. Myndband úr grillveislunni í boði Kalda er í Vefsjónvarpi Víkurfrétta á vf.is Kátína í veltibílnum. Humar og hvítvín eða kaffi og kökur við Glæsivelli. Myndarleg börn á sjómannahátíð. Grindjánar buðu upp á hjólaferðir. Hátíðahöldin voru fjölmenn og góð þátttaka í öllum dagskrárliðum. Koddaslagur er ómissandi liður á sjómannadaginn. Það var mikið keppnisskap í mönnum. Um 15.000 manns sóttu sjómannahátíðina Sjóarann síkáta sem haldin var í Grindavík um liðna helgi. Veðrið lék við Grindvíkinga og gesti en hátíðin stóð frá fimmtudegi og fram á sunnudagskvöld. Dagskráin var fjölbreytt og sniðin að þörfum sem flestra. Skreytingar voru áberandi í bænum en hverfin höfðu hvert sinn lit og var mikil samkeppni í bænum um að gera sem glæsilegastar skreytingar. Þá voru garðveislur um allan bæ og Grindvíkingar voru höfðingjar heim að sækja. Grillað sjávarfang og stórsteikur voru á borðum fyrir gesti og gangandi. Landsins besta humarsúpa var afgreidd í tunnuvís og svo mætti lengi telja. Aðstandendur hátíðarinnar eru í skýjunum með hvað framkvæmdin tókst vel og ánægðir með hversu margir létu sjá sig á hátíðinni sem nú var haldin í 11. sinn. 15.000 síkátir! VIDEO FRÁ HÁTÍÐINNI Á VF.IS

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.