Víkurfréttir - 11.06.2009, Síða 19
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 11. JÚNÍ 2009 19STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Geymið
auglýsinguna
Listamannaleiðsögn:
Brennið þið, vitar!
Listahátíð í vitum
umhverfis Ísland
Verið velkomin á sýningu
Gjörningaklúbbsins, Vitaskuld,
auðvitað, í Garðskagavita
Á sama tíma sýna:
Unnar Arnar, Staðarskálann, í Dalatangavita á Austfjörðum
Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Assan yrkir, í Kópaskersvita við Öxarfjörð
Brennið þið, vitar! verður opin til 3. ágúst 2009
Opnunartímar í sumar: fimmtudaga – sunnudaga, kl. 14-18
www.listahatid.is
Sunnudaginn 14. júní kl. 14.00 verður Olga Bergmann með leið-
sögn um sýningu sína, Í húsi sársaukans, í Listasal Duushúsa.
Olga hefur farið fremur óhefðbundnar leiðir í listsköpun sinni en
nýtur virðingar fyrir áleitin og vönduð verk. Á sýningunni, sem
er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík, er stefnt saman myndbands-
verkum, skúlptúrum og fundnum hlutum. Reynt er að skyggnast á
bak við þær hugrenningar og tilfinningar sem skapast við missi,
áföll eða umbyltingu aðstæðna og leitast við að leiða í ljós hvað
sú togstreita sem af slíku hlýst hefur í för með sér svo sem stöðnun
eða nýtt upphaf.
Sýningarsalur Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum er opinn
virka daga frá kl. 11.00 til kl. 17.00 og um helgar frá kl. 13.00-
17.00. Sýningin stendur til 17. ágúst og aðgangur er ókeypis.
Olga Bergmann í Lista-
safni Reykjanesbæjar
Conference room
Nokkur munur er á skóla-
sókn 16 ára ungmenna eftir
landshlutum. Hlutfallslega
flestir 16 ára unglingar sækja
skóla á Austurlandi en þar er
skólasókn 96%. Hins vegar
sækja hlutfallslega fæstir
skóla á Suðurnesjum en þar
eru 88% 16 ára ungmenna
skráð í skóla. Munurinn á
milli þessara landshluta er
því 8 prósentustig sem er
umtalsverður munur. Þetta
kemur fram í gögnum Hag-
stofu Íslands.
Í 17 ára aldursflokknum er
svipaða sögu að segja. Þar er
skólasókn langminnst á Suður-
nesjum eða 74%. Hún er næst-
minnst á Suðurlandi eða 84%.
Á Norðurlandi er hún mest
eða 94%.
Erling og Stafnes
aflahæstir í maí
Tveir netabátar á Suðurnesjum
eru efstir á lista Gísla Reyn-
issonar á vefsíðunni www.
aflafrettir.com yfir aflahæstu
netabátana í maí. Erling KE
trónir efstur með tæplega 290
tonn í 19 sjóferðum. Stafnes
KE kemur þar á eftir með rúm
225 tonn í aðeins 6 sjóferðum
og fékk mest 55 tonn í einum
róðri. Meginuppistaðan í afla
skipsins undanfarið hefur
verið ufsi. Þá er Ósk KE í sjö-
unda sæti listans með 77 tonn
en alls eru 30 netabátar á list-
anum.
22 kaupsamn-
ingar í maí
Alls var 22 fasteignakaupsamn-
ingum þinglýst í Reykjanesbæ
í maí síðastliðnum. Þar af voru
9 samningar um eignir í fjöl-
býli, 10 samningar um eignir í
sérbýli og 3 samningar um ann-
ars konar eignir. Heildarveltan
var 445 milljónir króna og
meðalupphæð á samning 20,2
milljónir króna, skv. gögnum
Fasteignaskrá ríkisins.
Á sama tíma var 8 samningum
þinglýst á Akranesi, 14 á Ár-
borgarsvæðinu og 33 á Akur-
eyri. Alls var 37 samningum
þinglýst í Reykjanesbæ í maí
2008.
Minnsta skólasókn-
in á Suðurnesjum