Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.06.2009, Side 6

Víkurfréttir - 18.06.2009, Side 6
6 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 25. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR Auglýsingasíminn er 421 0000 Verktakar eru byrjaðir að breyta byggingu 910 við Grænásbraut á Ásbrú. Þar var síðast framhalds- skóli Varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli en nú verður innréttuð aðstaða fyrir rannsóknasetur í orkuvísindum. Síðustu daga hefur ýmsu gömlu og ónothæfu verið mokað út, rafvirkjar eru að endurnýja raflagnir og þess verður ekki langt að bíða að mál- arar mæti í hús og máli það í ferskari litum en þekktust hjá Varnarliðinu. Það eru Háskóli Íslands, Keilir, Þróunarfélag Keflavíkurflug- vallar, Nýsköpunarmiðstöð Ís- lands, HS Veitur og HS Orka hf. sem á vormánuðum undir- rituðu samstarfssamning um uppbyggingu rannsóknaseturs í orkuvísindum. Samstarfið felur í sér að byggja upp á Ás- brú aðstöðu til þess að stunda rannsóknir á sviði orkuvísinda, sérstaklega á sviði jarðvarma og annarrar endurnýjanlegrar orku og innlendrar orkufram- leiðslu. Rannsóknasetrið verður nýtt sem kennsluaðstaða í orku- vísindum við Keili, Háskóla Ís- lands og aðra innlenda skóla og kennslustofnanir. Jafnframt við rannsóknir á vegum stofnaðila sem og annarra aðila. Rannsóknasetrið í orkuvís- indum mun stórbæta alla að- stöðu til verklegrar kennslu og rannsókna í orkuvísindum á Ís- landi. Markmið samningsins er fjórþætt. Í fyrsta lagi að stórefla aðstöðu á Íslandi til verklegrar kennslu og þjálfunar í verk- og tæknigreinum. Í öðru lagi að koma upp öflugri aðstöðu fyrir verklegar rannsóknir í orkuvís- indum. Í þriðja lagi að efla sam- starf akademíunnar og atvinnu- lífsins. Í fjórða lagi að ná fram sparnaði vegna samlegðar sem fæst með því að færa ákveðnar rannsóknir samningsaðila undir eitt þak. Starfssvið rannsóknasetursins verða rannsóknir á beislun og nýtingu orku sem hægt er að virkja á Íslandi. Megináhersla verður lögð á þróun á búnaði og aðferðum til nýtingar jarðvarma (há hita- og lág hita varma). Rannsóknasetrinu verður skipt upp í fjórar sérhæfðar rann- sóknastofur sem munu vinna náið saman. Starfssvið stofanna er: varma- og straumfræði, efnis- fræði, mekatróník og efnafræði. Rannsóknasetrið verður, eins og áður segir, staðsett í húsnæði Keilis, Grænásbraut 910. Innrétta rannsóknasetur í orkuvísindum á Ásbrú Ófáum bílhlössum af gömlum innréttingum, amerískum raflögnum og öðru er ekið á haugana. Þó er reynt að nýta allt eins og hægt er við breytingarnar.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.