Víkurfréttir - 01.10.2009, Síða 2
2 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 39. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR
Láttu ekki veturinn
koma þér á óvart!
· Eru dekkin í lagi?
· Eru perurnar í lagi?
· Eru rúðuþurrkurnar í lagi?
· Er rafgeymirinn í lagi?
· Er búið að smyrja?
SÍMI 440 1372
WWW.N1.IS Meira í leiðinni
N1 HJÓLBARÐA- OG SMURÞJÓNUSTA,
GRÆNÁSBRAUT, 235 REYKJANESBÆ
Renndu við á N1, hjólbarða- og smurþjónustu,
Grænásbraut. Þú færð góðar móttökur alla
virka daga frá 8 til 18.
Gott úrval af hjólbörðum og felgum
Láttu okkur
geyma dekkin
fyrir þig á
dekkjahóteli
N1
Kona sem var hand-tekin á sunnudag fyrir
að stinga fimm ára stúlku
í brjóstið í heimahúsi í
Keflavík hefur viðurkennt
verknaðinn í yfirheyrslu
hjá lögreglunni. Lögreglu-
stjórinn á Suðurnesjum
krafðist gæsluvarðhalds yfir
konunni fyrir Héraðsdómi
Reykjaness á mánudag og
var hún úrskurðuð í viku
gæsluvarðhald. Jafnframt
var úrskurðað að kröfu lög-
reglustjóra að hún skyldi
sæta geðrannsókn.
Lögreglan á Suðurnesjum var
kölluð á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja kl. 12:01 á sunnu-
dag eftir að 5 ára gömul telpa
hafði verið flutt þangað til að-
hlynningar vegna hnífstungu
í brjóstið.
Ti ldrög hnífstungunnar
munu hafa verið þau að
telpan fór til dyra á heimili
sínu þegar bankað var á úti-
hurðina. Þegar hún opnaði
dyrnar mun hafa verið lagt
til hennar með hnífi þannig
að hún hlaut eitt stungusár
á brjóst. Foreldrar telpunnar
voru heima og fluttu hana
þegar á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja.
Fljótlega beindist grunur að
22 ára gamalli konu og var
hún handtekin á heimili sínu
skömmu síðar og gekkst hún
við verknaðinum við yfir-
heyrslur hjá lögreglu.
Hnífur sem talið er að konan
hafi notað við verknaðinn
fannst í sorptunnu við heimili
hennar.
Eftir læknisaðgerð á Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja
var telpan flutt á Landspítal-
ann í Reykjavík til eftirlits og
mun henni heilsast vel eftir
atvikum.
Tillaga stjórnar Eignar-haldsfélags Suðurnesja
að ráðstafa 150 milljónum
króna til atvinnumála á
Suðurnesjum var samþykkt
á aðalfundi félagsins í vik-
unni. Næsta verk stjórnar
Eignarhaldsfélags Suður-
nesja verður að móta sér
reglur sem hafðar verða til
viðmiðunar við útlutun til
verkefna. Þegar regluverkið
liggur fyrir verður ráðist í
að auglýsa eftir verkefnum
til að lána til, styrkja eða til
hlutafjárkaupa.
Eignarhaldsfélag Suðurnesja er
í 70% eigu ríkisins og Byggða-
stofnunar, 20% í eigu sveitar-
félaganna á Suðurnesjum og
10% í eigu Lífeyrissjóðsins
Festu og annarra fagfjárfesta.
Þriggja bíla árekstur
Þriggja bíla
árekstur varð
á gatnamótum
Hafnargötu
og Ránargötu
í Grindavík á
mánudagsmorgun. Einn
ökumaður var fluttur
til skoðunar á sjúkrahús
með sjúkrabíl. Töluverðar
skemmdir urðu á bílunum.
Reykjanesbær
tekur 213 m.kr. lán
Reykjanesbær
ætlar að taka
213 milljóna
króna lán hjá
Lánasjóði
sveitarfélaga
til að endurfjármagna af-
borganir á lánum bæjarins
hjá lánasjóðnum. Bæjarráð
samþykkti þetta á fundi
sínum á fimmtudaginn.
Lánið er til 15 ára. Til
tryggingar láninu standa
tekjur sveitarfélagsins.
Úttekt á aðild
RNB að Fasteign
Gerð verður
sérstök úttekt
á aðild Reykja-
nesbæjar að
Eignarhaldsfé-
laginu Fasteign.
Bæjarráð Reykjanesbæjar
samþykkti á síðasta fundi
sínum að gera samning
við Capacent ráðgjöf um
verkefnið en fyrir lá tillaga
frá Capacent varðandi
nálgun að því. Bæjarráð
verður tengiliður Capacent
við vinnslu verkefnisins.
Gæsluvarðhald
og geðrannsókn
Veita 150 milljónum kr. til
atvinnulífsins á Suðurnesjum