Víkurfréttir - 01.10.2009, Page 8
8 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 39. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR
Formleg vígsla á heilsu-leikskólanum Háaleiti
og Háaleitisskóla á Ásbrú
í Reykjanesbæ fór fram að
loknum íbúafundi bæjar-
stjóra í skólanum sl. mánu-
dagskvöld. Það kom í hlut
Kjartans Þórs Eiríkssonar,
framkvæmdastjóra Þróunar-
félags Keflavíkurflugvallar,
að afhenda Eiríki Her-
mannssyni, skólamálastjóra
Reykjanesbæjar, lyklavöld að
skólabyggingunni þar sem
leikskólinn Háaleiti og Háa-
leitisskóli eru undir sama
þaki.
Háaleitisskóli er rekinn sem
útibú frá Njarðvíkurskóla en
sumarið 2008 voru gerðar
breytingar á fyrrverandi skóla-
húsnæði grunnskóla Varnar-
liðsins á Keflavíkurflugvelli
og sett þar á stofn grunnskóla-
deild fyrir yngri nemendur
sem eiga heima á Ásbrú.
Nemendur eru nú 81 talsins,
í 1.-6. bekk. Deildarstjóri er
Sigfríður Sigurðardóttir en
skólinn starfar undir stjórn
skólastjóra Njarðvíkurskóla
með sömu skólanámskrá
og sambærilegt kennslu-
fyrirkomulag og þar er.
Háaleitisskóli hefur yfir
að ráða 8 kennslustofum,
kennslustofu fyrir hljóð-
færanám og forskóla í Tón-
listarskóla Reykjanesbæjar,
íþróttasal til hreyfikennslu,
sérgreinastofum, fjölnota
sal auk stjórnunarrýmis,
aðstöðu sérfræðinga fræðslu-
skrifstofu Reykjanesbæjar og
skólahjúkrunarfræðings.
Heilsuleikskólinn Háaleiti
er sjálfstætt starfandi skóli,
rekinn af Skólum ehf.
samkvæmt þjónustusamn-
ingi við Reykjanesbæ.
Leikskólinn starfar eftir
Heilsustefnunni og stefnir að
því að verða Heilsuleikskóli.
Háaleiti er þriggja deilda
aldursskiptur leikskóli og er
staðsettur á háskólasvæðinu
Ásbrú. Þrjár deildir eru í leik-
skólanum og geta þar dvalið
allt að 80 börn samtímis.
Mikil þátttaka var í Reykjanes-göngu-ferðum sumarsins, gengu yfir 600
manns um Reykjanesskagann í tíu göngu-
ferðum frá 20. maí - 5. ágúst. Til að fagna
skemmtilegu sumri og fallegu hausti verður
blásið til haustlitagönguferðar um Þingvelli
laugardaginn 3. október, ef veður leyfir.
Gengið verður um fallegt umhverfi þing-
valla.
Þingvellir eru sögufrægur staður, þar var Al-
þingi stofnað árið 930 og kom þar saman til
ársins 1798. Meginviðburðir Íslandssögunnar
hafa gerst þar, t.d. kristnitakan árið 1000 og
lýðveldis-stofnunin árið 1944. Á Þingvöllum
eru jafnframt náttúruundur á heimsvísu.
Þingvallasvæðið er hluti flekaskila Atlants-
hafshryggjarins sem liggja um Ísland og þar
má sjá afleiðingar gliðnunar jarðskorpunnar
í gjám og sprungum. Þjóðgarðurinn á Þing-
völlum er elsti þjóðgarður Íslendinga.
Skráning fer fram í síma 420 6000.
Gangan tekur 2-3 klst og er við allra hæfi.
Lagt verður af stað frá SBK Grófinni 2, laugar-
daginn 3. október kl. 10:00 og komið til baka
fyrir kl. 17:00.
Kostnaður kr. 2000.
Leiðsögumaður verður Rannveig L. Garðars-
dóttir.
Formleg skólavígsla á Ásbrú
Leikskólinn Háaleiti og Háaleitisskóli afhentir Reykjanesbæ
Reykjanesgönguferð um Þingvelli
Eiríkur Hermannsson skólamálastjóri
Reykjanesbæjar afhenti Sigfríði
Sigurðardóttur forláta skólabjöllu í tilefni
dagsins. Eins og sjá má á bakkelsinu
þá var það á amerískum nótum. Hér til
hliðar má svo sjá gesti í sal skólans.
Myndir: Hilmar Bragi
Eiríkur Hermannsson, skólamálastjóri
Reykjanesbæjar, tekur við lyklum
frá Kjartani Þór Eiríkssyni,
framkvæmdastjóra Þróunarfélags
Keflavíkurflugvallar.