Heima og erlendis - 01.04.1953, Blaðsíða 6

Heima og erlendis - 01.04.1953, Blaðsíða 6
ÁVARP TIL ÍSLENDINGAFÉLAGSINS í KAUPMANNAHÖFN Góðir Islendingar í Danmörku! þegar ég var á ferð í Danmörku í febrúar- mánuði siðastliðnum, ætlaöi stjórn Islend- ingafélagsins í Höfn að fá mig til þess að koma á fund í félaginu og flytja þar stutt erindi. Af þessu gat ekki orðið vegna skyldu- starfa minna þann dag, sem fundur var í félaginu. Stjórn félagsins fór þess þá á leit við mig áður en ég hvarf lieim aftur, að ég sendi félaginu stutt ávarp, sem flytja mætti á næsta félagsfundi. þetta var mér að sjálf- sögðu Ijúft, — og þessvegna ilyt ég hér, kæru landar, þessi fáu orð, en sem ég heföi miklu lieldur kosið að segja á félagsfundi hjá ykkur. Félagsskapur meðal Islendinga í Kaup- mannahöfn er gamall og skipar um leið virðulegan sess í félagsmálasögu þjóöar vorr- ar. Áður en frjáls félagsskajiur, hvort sem var varðandi menningarmál eða atvinnu- hætti, hafði fest rætur heima á Islandi svo að nokkru næmi, höfóu íslenzkir stúdentar í Kaupmannahöfn og aðrir Islendingar hú- settir þar, stofnað til þróttmikils félagsskapar sín í milli, — félagsskapar, sem lét sig mál Islands miklu skipta og höfðu tillögur þaðan alloft úrslitaáhrif á gang mála heima á Islandi. þetta var á margan hátt eölilegt, einkum þegar þess er gætt, aÖ í Kaupmannahöfn var á þeim tíma, þ. e. á 18. öld og fram eftir þeirri 19, raunverulegur höfuöstaður Islands. þangað sóttu til náms flestailir þeir íslendingar, er eitthvert nám vildu stunda. þaðan var Islandi stjórnaö aÖ öllu leyti. þangað var safnaö öllum markverðum forn- um minjum frá Islandi, hvortsem voru merkir kirkjugripir,ýmiskonar fornir þjóölegir minja- gripir aðrir eða hin fornu, dýrmætu hand- rit, sem eru merkustu dýrgripir hinnar fornu en þó um leið samfelldu menningarsögu íslands, allt frá fyrstu tíð til vorra daga. Og einmitt þelta, að Kaupmannahöfn, sem raun- veruleg höfuðhorg Islands þá, sogaði til sin heint og óbeint margt Iiiö verðmætasta frá Islandi, gefur okkur nú vopn í hendur í baráttu íslenzku þjóðarinnar um endurheimt handritanna. Hvað er eðlilegra og ég vil seRÍa sjálfsagöara en aö þeim dýrgripum, Steiní?rímur Steinþórsson, forsætisráftherra sem þá voru íluttir úr landi í dönsk söfn, sé nú skilaö aftur til hins fulivalda íslenzka ríkis, þegar algjör aöskilnaður hefur átt sér staÖ milli ríkjanna. — Já, það er hæÖi margt og merkilegl, sem segja mætti um félags- skap Islendinga í Danmörku frá fyrri tímum og um leiö er auðvelt aö færa rök aö því, hve miklu liann hefur áorkaö til endur- reisnar þjóðar vorrar. Nú er margt breytt frá því, sem áöur var. Island er oróiÖ sjálfstætt ríki. Hefur fengiö sinn eigin háskóla og aðrar menntastofnanir, er veita æsku þjóÖar vorrar menntun á borÖ við það, sem gerist hjá öðrum menningar- þjóðum. En þótt svo sé, sækja alltaf margir Islendingar nám til annarra landa. Enn er álitlegur og allstór hópur íslenzkra æsku- manna, er stundar nám viö Kaupmanna- hafnarháskóla og aórar æðri menntaslofnann’ í Danmörku. Eg tel þaÖ vel farið. Danir standa í fremstu röð menningarþjóða og menntastofnanir þeirra sömuleiðis. Mér þykir þvi vænt um aÖ slík menningartengsl hald- ist milli hinna gömlu sambandsjijóÖa, þótt stjórnarfarsleg tengsl séu rofín. Og einnnd þessvegna geta hin menningarlegu tengsl orÖiÖ meiri og eölilegri og til gagns og menningarjiroska fyrir báöar þjóðirnar.—-Eg trúi á mátt og gildi norrænnar samvinnu og tel að það sé mikilsvert fyrir ísland a^ hafa sterk og heilbrigö menningartengsl viö frændjijóðirnar á Noröurlöndum. — Islenzka nýlendan í Danmörku hefur veriÖ trú hefð' hundinni venju Islendinga frá fornu farl' 14

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.