Heima og erlendis - 01.04.1953, Blaðsíða 8

Heima og erlendis - 01.04.1953, Blaðsíða 8
Kristjánsson, óperusöngvari, einsöng með undirleik Axels ArnfjörÖ. Félaginu barst aÖ gjöf brennivínskútur frá Steingrimi Jónssyni, fyrrverandi bæjarfógeta á Akureyri, en hann var einn stofnenda fé- lagsins. Eunfremur bárust blóm frá Islend- ingafélaginu og Dansk-islandsk samfund, og margar aÖrar kveÖjur og heillaóskir. Nú var púnsiÖ boriÖ inn, og hófust frjáls ræöuhöld. Fyrstur tók til máls þorfinnur Kristjánsson, prentari, þakkaÖi félaginu allt gamalt og gott og flutti kveÖju frá Islend- ingafélaginu. SigurÖur Nordal, sendiherra, rakti forn spjöll frá stúdentsárum sínum. Niels Nielsen, prófessor, ílutti kveÖju frá Dansk-isl. samfund og ræddi um Nordisk Kollegium og Dansk-isl. fond. Kjartan Mörk- öre har fram kveÖju færeyskra stúdenta, og Stefán Karlsson skýröi frá því, aÖ félagiÖ heföi i hyggju aÖ gefa út rit með endur- minningum gamalla Hafnarstúdenta. Almenn- ur söngur var milli þess, aÖ ræÖur voru íluttar, og magnaÖist er á leiÖ. HófiÖ fór hiÖ bezta fram, og sleit ekki gleöinni, fyrr en leið aÖ óttu. þá haíði félagiÖ fjölmennan fund í Kanni- balnum, Norregade 10, laugardaginn 21. fe- brúar, kl. 20. Steingrímur St.einþórsson, for- sætisráÖherra ræddi um stjórnmálaviðhorfiÖ á Islandi. Var ræða hans fróðleg og vel flutt. AuÖvitaÓ urðu umræÖur og nokkuÖ orðhvassari en þörf var, og virtust gestirnir af Islandi ekki vanir slíku. Til máls tóku: Olafur Halldórsson, cand. mag., Páll Theo- dórsson, stud. polyt., Guðmundur Magnússon, stud. polyt., Gísli Jónsson, alþm., Magnús Jónsson, alþm. og þorfinnur Kristjánsson. jþá hafði félagið fund í Biskupakjallaranum, fimmtudaginn 26. mars kl. 20. Var þar rætt handritamálið og töluðu þar Jón Helgason, prófessor og SigurÖur Nordal, dr. phil., sendi- herra. Fundurinn var óvenju vel sóttur. — Islendingafélag hefur haldiÖ fundi eins og venja er til. 14. febrúar var fundur haldinn í Studenterforeningen. Var þar sýnd kvik- myndin: Björgunarafrek við Látrarbjarg. A undan myndinni hélt Matthías þórðarson, ritstjóri erindi um Slysavarnarfélagið, í til- efni af 25 ára afmæli félagsins. {>á var og fundur sunnudaginn 22. mars, kl. 20, 1 Studenterforeningen, Vestre Boulevard 6. þetta var sjötti fundurinn sem félagið hefir haldið til styrktar eldri íslendÍDgum hér til heimsóknar á Islandi. Formaður féJagsins stýrði fundinum, en SigurÖur Nordal, sendi- herra setti mótiÖ með fyndni og fallegri ræðu um tilgang mótsins. Taldi liann sig fúsann til aóstoöar þessu máli, meðan hann dveldi liér sem sendilierra. þorfinnur þakk- aði lionum ræðuna og samúÖ lians, bæði í heimsóknastarfseminni og í garð þorfinns. J»á var flutt ávarp forsælisráðlierra Steingríms Steinþórssonar og á eftir því las Rasmus Christiansen, leikari viö Kgl. leikliúsiÖ upp og af mikilli list. Var honum þakkaður upp- lesturinn meö dynjandi lófaklappi. Hann gat þess, aÖ sér væri ánæjga aÖ því, aÓ hafa getaó orÖið við beiðninni um ujjplestur á fundi Islendingaféiags, hann heföi notiÖ svo mikillar gestristni á Islandi í fyrra og myndi hann aldrei gleyma Islendingum það. Nú léku þeir Björn GuÖjónsson og Axel ArnfjörÖ trompetkonsert eftir Jos. Haydn, er vakti mikla hryfningu. þetta var i annaÖ sinn aö þessir ágætu listamenn skemmtu til styrktar heimsóknastarfseminni, og þökk sé þeim fyrir þaÖ. Lauk svo mótinu meó dansi. Finn Tulinius, sóknarpreslur í Stro á Sjá- landi liélt guösþjónustu í Somandskirken, Nyhavn 22, sunnudaginn 25. janúar þ. á. kl. 20. HafÖi hann beðið íslendingafélag að tilkynna þetta félagsmönnum, enda komu þar allmargir landar, meðal þeirra SigurÖur Nordal, sendilierra og kona lians. Prestur messaði á íslensku en ræðuna flutti liann a dönsku. I henni kom fram samúÖ lians fyrir íslensku þjóðinni og fegurð landsins. Eftir guðsþjónustuna var sameiginleg kaffi- drykkja í samkomusal sjómannahælisins og skemmtu menn sér við söng og ræðuhöld. Að lokum var gestum sýnt liæliÖ, lesstofa, bókasafn og fleira. Anægjulegt kvöld. HEIHA OG ERLENDIS ÚTGEFAKDl OG RITSTJÓRI: pORFINNUR KRISTJÁNSSON ENGTOFTEVFI 7, K0BENHAVN V. ★ Blaðið kemur út þriðja hvern mánuÖ. VerÖ árgangsins í Danm. kr. 4.50. A íslandi einstök blöð kr. 2.25, árg- kr. 10.00. Aðalumboð á Islandi: Bókaverzlun Isafoldar. í Kaupmannahöfn: Ejnar Munksgaard, Norregade 6. Prentað bjá S. L. Moller, Kaupmannahöfn. 16

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.