Heima og erlendis - 01.10.1953, Blaðsíða 6

Heima og erlendis - 01.10.1953, Blaðsíða 6
legt af því að Kirstínarnafnið er í afhaldi í okkar ætt, en Kristín þekkist ekki. — Jeg vil ekki verða áskrifandi aÖ l)laöinu, því þaÖ veröur aðeins „Dögnflue“, að mínu áliti, eins og þjer hafiö lagt grunninn. DecemberblaÖiÖ þykir mjer aileitt. Yóar langa grein um livar fjelögin hafa hafst viÖ, er ófær, hún sýnir aðeins aÖ fjelögin okkar hafa hvergi fest rætur, en flækst um allan hæ, og því verður enginn staöurinn Islend- ingum minnisstæÖur og greinin er afleit af- lestrar öllum sem ekki þekkja til — og þeir eru langflestir. Svo er það alveg afleitt aö þjer skuluÖ vera að vekja upp garnla drauga eins og YaltýsmáliÓ: þaÖ er alveg óþarfi að ýfa upp í öÓru eins; ætli þjer hugsið þá ekki líka til aÖ vekja upp Raskhneykslið, sem var öllum til skammar. það var þó mikiö merkilegra mál en burtrekstur Valtýs. FundarhoÓið, sem þjer prentið upp, er, segiÖ þjer, í eign Yald. Erlendssonar; hann hefur víst sent yÖur þaö, af því hans nafn er líka undir því, annars eru það meir en ómerkilegir menn sem undir það hafa skrifað margir, aÖ þeim undanskildum, sem liafa sett varnagla við. ... þjer sjáið á þessu hve mörgum linút- um maður þarf aÓ vera kunnugur, til þess aö senda frá sjer svona blaó, ef vel á að fara. Ekki er skemtiskráin „Kára“ 31.-3.-1908 lieldur skammarlaus, ófær íslenzku og dönsku hlendingur, sem skömm er að láta sjást. Jeg man aldrei eftir að hún hafi verið höfð svona afleit annars. Afleitt aÖ vekja annað eins upp. Jeg skal nú ekki orölengja frekar og vona aÖ þjer virðiÖ vel. SkylduÖ þjer ekki kom- ast fram úr klórinu, getum viÖ talast við. Bestu kveðjur. yðar einlægur Jón Sveinhjörnsson“. Ekki fyrtist eg Jóni fyrir ákúrurnar, en hann var allstuttur í spuna við mig eftir þetta, líklega mest af því, aÖ eg svaraÖi aÖ nokkru hréfi hans hér í blaðinu á þá leið, aÖ aðfinnslur hans í minn garð væru byggðar á misskilningi hans. Meöal þeirra, er skrifuöu undir hoösbréfið um stofnun „Kára“ var Finnur Jónsson próf. A undan nafni sínu skrifar hann: „Jeg er framanrituðu alveg samþykkur“. Eg var einu sinni heima hjá Jóni, var að fá efni hjá honum í grein um hann, sem kom í „17. júní£í. TaliÓ harst að trúmálum. f>au hjón höföu þá fyrir nokkru misst dótt- ur sína, myndarstúlku, og missir hennar var þeim mikill söknuður. Jón segir: „j>að var sár inissir, en henni líÖur nú vel og viÖ hlökkum til samfunda við hana, þegar þar að kemur£‘. Eg lét orð falla um það, aÓ sjálfsagt væru ekki allir þeirrar trúar, aÖ líf væri eftir að hérvistum lyki. „Nei, en eg efast ekki. Eg er fullviss um líf eftir jaróneskan dauða. Að deyja er eins og fara úr einu herhergi í annað££. Eg minntist einu sinni viÖ hann á ævi- minningar Finns Jónssonar. Eg hafÖi sett þær og tekiö eftir því, aö ekki allfá hlöð höfÖu veriÖ klipt úr handriti Finns, og spuröi nú, hvaÖ það heföi verið. „f>aó var trúarjátning Finns, og þaÖ heföi veriö blettur á virðingu hans, lieföi hún verið prentuö". Eg heyrði Jón sjaldan tala á fundum Is- lendiuga hér, minnist aðeins eins fundar, er hann talaði á, og mér er nær að ætla, að honurn hafi ekki veriÓ um ræðuhöld á fund- um Islendingafélags. Eg fylgdist meÖ Jóni heimleióis kvöld eitt, minntist hann þá á þaÓ, að þáv. form. Islendingafélags heföi þann sið að setja fundina með langri ræðu og tala einnig aÖ dagskrá lokinni. þetta taldi liann hreinustu endileysu og sagði, að menn þreyttust á að sækja fundi félagsins vegna þessa. Hann haÖ mig aÖ liafa áhrif á, að þessu yrði hætt. Eg hafði þó enga löngun til þess, taldi lieppilegra, að Jón gerÖi það sjálfur. Jón hafði á stúdentsárum sínum verið i stjórn Islendingafélags og um skeið formaö- ur. Hans er líka stundum getiÖ í skemmti- skrá félagsins, söng einsöng og þótti hafa góða söngrödd. Hann sótti líka fundi félags- ins öðru hvoru og kom þar ávalt, er eitt- hvað sérstakt var um aÖ vera. Fundi Stú- dentafélagsins sótti liann sjaldan seinni árin en hann var heiöursfélagi þess. HvaÖa dómur sem lagður verður á Jón af samtiÖ lians, verður ekki frá honum tekiÖ, að liann gerÓi sitt hesta til þess að verÓa Islandi að liöi meðal þeirrar þjóÖar, seni liann liafði búiÖ meö í meira en fimmtíu ar. 30

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.