Fagnaðarboði - 01.01.1950, Blaðsíða 1

Fagnaðarboði - 01.01.1950, Blaðsíða 1
Én leitið fýrst rílcis Hans og réttlœtis, og pá mun allt þetta veitast yður að auki. Hann er npprisinn frá dauðum En eftir hvíldardaginn, þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar, kom María Magdalena og María hin, til að líta eftir gröfinni. Og sjá, mikill land- skjálfti varð, því að engill Drottins steig nið- ur af himni og kom og velti steininum frá og settist ofan á hann. En útlit hans var sem leift- ur og klæði hans hvít sem snjór. En varðmenn- irnir skulfu af hræðslu við hann og urðu sem örendir. En engillinn tók til máls og sagði við konurnar: Verið ekki hræddar! Því að eg veit, að þér leitið að Jesú hinum krossfesta. Hann er eigi hér, því að Hann er upprisinn, eins og Hann sagði. Komið, sjáið staðinn, þar sem Drott- inn lá. Og farið nú með skyndi og segið lærisvein- um Hans: Hann er upprisinn frá dauðum; og sjá, Hann fer á undan yður til Galíleu; þar munuð þér sjá Hann. Sjá, eg hefi sagt your það. Og þær skunduðu burt frá gröfinni, með ótta og mikilli gleði, og hlupu að flytja lærisveinum Hans tíð- indin. Og sjá, Jesú kom á móti þeim og sagði: Heilar þér! En þær komu til og gripu um fætur Hans og veittu Honum lotning. Þá segir Jesú við þær: Verið ekki hræddar! Farið burt og kunn- gjörið bræðrum mínum, að þeir skuli fara til Galíleu, og þar munu þeir sjá mig. En er þær voru farnar burt, sjá, þá komu nokk- urir af varðmönnunum til borgarinnar og kunn- gjörðu æðstu prestunum allt, sem gjörst hafði. Og er þeir voru samankomnir ásamt öldungun- um, héldu þeir ráðstefnu, gáfu hermönnunum mikið fé og mæltu: Segið þér: Lærisveinar Hans komu á næturþeli og stálu Honum, meðan vér sváfum. Og berist þetta landshöfðingjanum til eyrna, skulum vér friða hann, og yður munum vér gjöra áhyggjulausa. En þeir tóku féð og gjörðu sem þeim hafði kennt verið. Og þessi orð- rómur hefir verið borinn út meðal Gyðinga allt til þessa dags. En þeir ellefu lærisveinar fóru til Galíleu, til fjallsins, sem Jesús hafði boðið þeim. Og er þeir sáu Hann, veittu þeir Honum lotning, en nokkurir .efuðust. Og Jesús kom til þeirra, talaði við þá og sagði: Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og kristnið allar þjóðir, skírið þá til Nafns Föðurins og Sonarins og hins Heilaga Anda, og kennið þeim að halda allt það, sem eg hefi boðið yður. Og sjá, eg er með yður alla daga allt til enda veraldarinnar. Matt. 28. :.anóssSkasafn ,Kk í 909 70 "TsTÁm;

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.