Fagnaðarboði - 01.01.1950, Blaðsíða 6
6
F AGNAÐARBOÐI
Dvelur Jesú í húsi þínu?
Og Hann fór inn í Jeríkó og gekk í gegn-
um hana. Og sfá, þar var maöur nokkur,
er Zákkeus hét og hann var yfirtollheimtu-
maður og auðugur. Og hann leitaðist við
að sjá Jesúm, hvernig Hann væri, og liann
gat það ekki fyrir mannfjöldanum, því að
hann var lítill vexti. Og hann hljóp fram
fyrir og steig upp í mórberjatré, til þess
að hann gæti séð Hann, því leið Hans lá
þar fram lijá. Og er Jesús kom þangað,
leit Hann upp og sagði við hann: Zakkeus,
flýt þér ofan, því að í dag ber mér að
dvelja í húsi þínu. Og hann flýtti sér ofan
og tók á móti honum glaður. Lúk. 19, 1-6.
Það er dásamlegt að lesa um þennan atburð
í Guðs Heilaga Orði, því ef við reynum að sjá
og finna Jesús, þá er Hann alltaf við til að svara
og tala til okkar huggunar Orð af miskunn og
kærleika Guðs. Orð Drottins munu veita þér
gekk um á meðal þeirra, er nú liðinn, uppskeran
af vali þeirra verður öllum augljós á efsta degi.
Vor tími er í dag. Hinn sami dagur Drottins
mun einnig leiða í ljós, hvernig við tökum á móti
náðarári Drottins, sem nú stendur yfir. Hvort
við þiggjum frelsið. Þökkum og gleðjumst yfir
að vera frjáls.
Lítum yfir hvað hið þóknanlega ár Drottins
hefir að flytja oss.
Hinum fátæku gleðilegan boðskap. Hverri
neyð er aflétt, tárin þerruð, sárin grædd og sorg-
unum eytt með fyrirgefningu syndanna.
Og enginn borgarbúi mun segja: Eg er
sjúkur. Fólkið, sem þar býr, hefir fengið
fyrirgefning misgjörða sinna. Jes. 33, 2ý.
Sundurmörðu hjörtun, sem svo lengi höfðu
þjáðst, voru nú að fullu hugguð og grædd.
Bandingjunum er nú boðuð lausn frá hinum
margvíslegu þrengingum. Hinum blindu er gef-
in sýn. Hinir þjáðu eru látnir lausir. Hinum
herteknu, sem einir vita hvað dýrmætt er að
vera frjálsir, er nú gefið að njóta frelsisfyll-
ingarinnar.
0, hvað gleðin er mikil. Engir fjötrar til fram-
ar. Sjá, allt er orðið nýtt. Einar Einarsson.
frið, ef þú tekur á móti Jesú með gleði og fögn-
uði og þráir, að Hann gangi í þitt hús, sem allt-
af á að vera opið fyrir Jesú, svo Hann geti dval-
ið þar æfinlega og vér etið og drukkið af Hans
dýrðlegu náðargjöfum allar stundir.
Slikt er hjálpræði Guðs, sem gefur hinar góðu
gjafir, er oss ber að varðveita með fögnuði í
samfélaginu við Jesúm Krist, Frelsara vorn.
Hann keypti mig og þig, með sínu heilaga Blóði,
Guði vorum til handa.
Hjörtu vor eiga að vera það hús, sem Drott-
inn Jesú dvelur í æfinlega. Því það er Hann, sem
hefir gefið það, sem allir þurfa að eiga og höndla.
Eilíft líf, sem Jesú vor Frelsari, ávann öllum með
fórnardauða sínum á krossinum.
Jesús sagði við Zákkeus: 1 dag hefir Hjálp-
ræði lilotnast liúsi þessu, ....
Lúk. 19, 9
Er ekki dýrðlegt, er húsi þínu hefir hlotnast
Hjálpræðið, að sjálfur Drottinn dvelur þar ailar
stundir.
Það er ekkert annað Hjálpræði til, sem oss
ber að höndla til varanlegrar blessunar, en gjaf-
ir Guðs.
Það er alveg víst, að engin hjálp er til fyrir
utan Frelsara vorn og Drottinn Jesúm Krist.
Hann er vegurinn, sannleikurinn og lífið fyrir
mig og fyrir þig.
Jesú hefir gefið mér þá trú og fullvissu, að
Hann er hið eina og sanna Hjálpræði mitt fyrir
náð.
Mér ber að varðveita Hans Heilaga Orð í
hjarta mínu og breyta eftir því og sú trú og
fullvissa, sem Jesú Kristur hefir gefið mér af
náð, víki aldrei frá mér.
Þess bið eg, að eg megi standa stöðugur allt
til enda, fylltur Hjálpræði Guðs og þeim himn-
eska frið, sem Jesús Kristur vor blessaði Frels-
ari gefur öllum, sem Hans hjálp vilja þiggja.
Drottinn gefi öllum náð til að þiggja Sann-
leiksorðið, sem er hið mikla Hjálpræði Guðs.
Frimann Ingvarsson.
3. árg. 1. tbl. 1950.
Gefið út af Sjálfseignarstofnuninni, Austurgötu
6, Hafnarfirði. — Simi 9075. — Afgreiðsla sama
stað.