Fagnaðarboði - 01.01.1950, Blaðsíða 4

Fagnaðarboði - 01.01.1950, Blaðsíða 4
4 FAGNAÐARBOÐI Getsemane Og þeir koma í garö, er heitir Getsemane, og Hann segir viö lœrisveina sína: Setjist hér, meö- an eg biðst fyrir. Og Hann tekur þá Pétur og Jakob og Jóhannes meö sér, og tók að skjálfa og láta hugfállast. Og Hann segir við þá: Sál mín er sárlirygg állt til dauöa; bíðið hér og vákiö. Og Hann gekk lítiö eitt lengra áfram, féll til jarðar og baö, ef það væri mögulegt, að sú stund liði fram hjá sér. Og Hann sagði: Abba, Faðir! Allt er þér mögulegt; tak þennan bikar frá mér; þó ekki sem eg vil, heldur sem þú vilt. Og Hann kemur og hittir þá sofandi; og Hann segir við Pétur: Símon, sefur þú? Gaztu ekki vakað eina stund? Vakið og biðjið, til þess að þér fállið ekki í freistni; Andinn er að sönnu reiðubúinn, en höldið er veikt. Og enn veik Hann burt og baðst fyrir með sömu Orðum. Og er Hann kom aftur, hitti Hann þá sofandi, því að augu þeirra voru yfirkomin af svefnþunga, og þeir vissu ekki, hverju þeir skyldu svara Honum. Og í þriðja sinn kemur Hann og segir við þá: Sofið þér enn og hvílist? Það er nóg; stundin er kom- in; sjá, Manns-Sonurinn er framseldur í hendur syndaranna. Mark. llf. 32—Jfl Guð hefir heyrt bæn þína, Sveinn, sagði pabbi, og klappaði honum á kinnina og hann varð svo glaður, svo hann varð að fara aftur að steinin- um og þakka Guði fyrir bænheyrsluna. Og hér hafði hann gefið Guði heit. Hann mundi svo vel að hann hafði sagt: Eg vil alltaf vera þinn Jesús, hjálpaðu mér alltaf til að trúa á þig og elska þig. Eg var hamingjusamur þá, andvarpaði hann. Nú var hann ekki hamingjusamur, þrátt fyrir að hann var ríkur maður. Hann fann tómleikann og óróann inni fyrir. Hann þráði aftur frið í hjartað og hvíld fyrir sálina. Hann hafði svo oft fundið þessa þrá, en nú var hún sterkari en áður. Aðeins að mér liði eins og þegar eg var barn. Löngun hans og þrá vaknaði til játningar og bænar. Guð getur gjört alla hluti að þjónum sín- um. Hann vaknar æ betur. Það var sem steinn- inn talaði til samvizku hans í dag, og það var bæði viðkvæm og alvarleg ræða. Sveinn sá fortíðina, nútíðina og eilífðina. Tím- inn líður svo fljótt og lífið er svo stutt. Þegar dauðinn kemur. Hvað hefur maður þá fyrir allt sitt erfiði? Og hann varð að svara: Ekkert! Hann hafði svikið Drottin sinn og Frelsara. Heimur- inn hafði ginnt hann til sín, burt frá Jesú. Það var synd hans og óhamingja. Hann hafði kvatt æskuvin»sinn, Jesú. Hann hafði breytt eins og heimskingi, og hann áklagaði sjálfan sig sem heimskingja. Og ræðan hélt áfram. Þú hefir svikið Jesús Frelsara þinn, Sveinn. Þú gleymdir Honum, sem elskaði þig og dó fyrir þig. Þú hefir yfirgefið Hann, sem bar alla þína synd. Heim- urinn er þér kærari, heldur en Hann. Samvizk- an áklagaði hann. Herra Jesús, Herra Jesús and- varpaði hann. Og hann heyrir sem kallandi rödd Frelsarans: Eg er Jesú Frelsari þinn. Eg get ekki svikið þig. Eg er ekki ótrúr eins og þú. Hann liggur á hnjánum við fætur Frelsarans og bið-

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.