Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.10.2010, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 28.10.2010, Blaðsíða 13
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í ÞRJÁ ÁRATUGI! 13VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 28. OKTÓBER 2010 MÓTUN MIÐBÆJAR Í GRINDAVÍK HUGMYNDASMIÐJA ÍBÚA Í HÓPSSKÓLA LAUGARDAGINN 30. OKTÓBER 2010 FRÁ KL. 10:00 - 12:00 Bæjarstjórn Grindavíkur hyggst hefja skipulagsvinnu um mótun miðbæjar í Grindavík og býður bæjarbúum að taka þátt í að móta hugmyndir og forsendur fyrir þá vinnu. Laugardaginn 30. október nk. frá kl. 10:00 - 12:00 er því boðið til opinnar umræðu um hvernig er hægt að stuðla að góðum miðbæ í Grindavík en Festi er m.a. hluti af því viðfangsefni. Fundarformið býður upp á að allir geti á auðveldan og skemmtilegan hátt tekið þátt og komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Spurt verður: Hvar er hjarta Grindavíkur og hvernig miðbæ viljum við? Umsjón með fundinum verður í höndum ráðgjafarfyrirtækisins Alta. Íbúar Grindavíkur eru hvattir til að mæta og taka þannig þátt í mótun miðbæjar. Barnapössun á staðnum í Skólaseli. Bæjarstjóri myndmiðil. Blöð eru mynd- miðill, sjónvarpið er fjölmiðill sem og internetið. Útvarpið er hljóðmiðill. Þess vegna finnst mér afar skrýtið að sjá prent- miðlana leggja heilu opnurnar undir umfjöllun um tónlist. Af því að prentmiðlarnir hafa ekki getað skilgreint sig á rétt- an hátt hafa þeir tapað stríðinu við hina miðlana.“ Maðurinn sem aldrei sefur Guðmundur er ávallt með mörg járn í eldinum og situr aldrei auðum höndum í list- inni. Margir furða sig á ótrú- legum afköstum mannsins og hefur farið sögum af því að maðurinn sofi aldrei. Hann vill þó ekki viðurkenna það en segist þó aldrei sofa meira en sex tíma á sólarhring. Núna vinnur Guðmundur að verkefni sem heitir Nord Atl- antic Triangle og er samvinnu- verkefni listamanna í Noregi, Færeyjum á Sjálandi og Íslandi. „Verkið mitt gengur út á leisi- geisla sem skotið verður á milli landanna eftir þeim fornu sigl- ingaleiðum sem farnar voru á milli þeirra og eru enn not- aðar. Það verk í raun rammar inn verkefnið sem unnið er útfrá,“ útskýrir Guðmundur en um farandsýningu verður að ræða. Þá er Guðmundur einnig að vinna verk fyrir sýn- ingu erlendis sem á að fjalla um stríð og yfirgang. Hug- mynd Guðmundar gengur út á að vinna með hermenn sem venjulegt fólk. Þar er hann enn og aftur að leika sér með ljósið. Á hvítan strigann hefur hann límt tindáta í stríðsstellingum. Þegar skuggar þeirra varpast á strigann virðast þeir hins veg- ar vera að gera hversdagslega hluti en verkið heitir „Behind the Shadow“. Gefur út barnabók og plötu Barnabók er komin út sem ber nafnið 8 skrítnar barnasög- ur en í henni eru ofurstuttar sögur með myndskreyting- um. Bókin er aðeins 12 cm x 12 cm, í anda gömlu Dodda bókanna, sem eflaust margir muna eftir. „Einnig er tilbúin barnaplata með ellefu lögum og textum sem fæddist eftir að leikskól- inn Gimli leitaði eftir sam- starfi við mig. Í undirbúningi er nú að bjóða leikskólabörn- um í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ á tónleika á þessum stöðum, fyrir jólin, þar sem textarnir, sögur og leikir verða í aðal- atriði. Tónleikarnir koma til með að bera titilinn „Borðum meiri sand“ en sú setning er úr einum textanum,“ segir Guð- mundur um þau verkefni sem hann er að fást við þessa dag- ana. Tvöþúsund og sjö Í horninu á vinnustofunni er skúlptúr úr tré. Þar gefur að líta ártalið 2007, sem fáir nú- lifandi Íslendingar eiga eftir að gleyma. Guðmundur segist helst vilja koma verkinu fyrir niður á Austurvelli. „Þetta ártal er orðið tákn og skammaryrði, eignlega nýyrði í tungumálinu. Þetta er not- að sem hugtak til að lýsa ein- hverju ástandi, t.d. þegar talað er um að hitt og þetta sé svona 2007. Í rauninni ætti að gera risastóran skúlptúr úr þessu og setja upp á fjölförnum stað til að minna okkur á alla vitleys- una,“ segir Guðmundur. Texti og myndir: Ellert Grétarsson / elg@vf.is Ártal með merkingu. Margir furða sig á ótrúlegum afköstum mannsins og hefur farið sögum af því að maðurinn sofi aldrei. Hann vill þó ekki viðurkenna það en segist þó aldrei sofa meira en sex tíma á sólarhring.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.