Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.10.2010, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 28.10.2010, Blaðsíða 15
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í ÞRJÁ ÁRATUGI! 15VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 28. OKTÓBER 2010 ✝ Ólafur Hákon Magnússon Nýlendu 1, Sandgerði lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, mánudaginn 25. október. Útförin fer fram frá Hvalsneskirkju, þriðjudaginn 2. nóvember kl. 14:00 Heiðar Guðjónsson, barnabörn, barnabarnabarn og systkini hins látna. Jóhann Árnason og Dagbjört Þóra Tryggvadóttir, létust af slysförum 20. október sl. Útför þeirra fer fram frá Ytri Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 2. nóvember kl. 14:00. Daníel Ernir Jóhannsson, Árni Ingi Stefánsson, Halldóra Húnbogadóttir, Tryggvi Þór Guðmundsson, Rósa Harðardóttir og aðrir aðstandendur. Okkar ástkæru, ✝ Það er með ólíkindum að niðurskurðarhnífurinn virðist enn ætla að bitna á stofnun eins og Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja (HSS), sem hefur náð að spara ár fyrir ár og héldum við í sakleysi okkar að ekki þyrfti að höggva svo mikið skarð í þjónustuna að leggja ætti niður alla starfsemi sjúkra- hússviðs miðað við fjárlög- in 2011. En nei, þar sem við höfum verið dugleg að hlýða þá er okkur sagt að vera enn duglegri. Ekki á bara að spara á HSS heldur á flestum öðrum stofnunum landsins. Þetta er aðför að landsbyggð- inni á meðan stjórnvöld tala um að efla menntun og menningu þar. Hvernig er það hægt þegar leggja á niður sjúkrahúsþjónustu á þessum stöðum, þá er ekki lengur þörf fyrir menntað fólk á þeirra sviði og er mikil hætta á því að fólk flyst úr landi til þess að fá vinnu við sitt fag. Við skulum ekki gleyma því að á bak við heilbrigðisstarfs- mann er maki eða fjölskylda sem einnig hefur sitt að segja í að reka samfélag úti á landi. Þessi aðför verður bara til þess að fólk flytjist úr landi og hver á þá að borga skuld- irnar? Þar sem tilfinningin er að þessi niðurskurður er notaður sem blóraböggull til þess að gera að- súg að landsbyggðastofnunum, þá sér maður ekki sparnaðinn. Aukning verður á sjúkraflutn- ingum með sjúkrabílum og þyrlum og þrátt fyrir frábært starf þeirra er við það vinna þá er það oft ekki nóg og þar að auki er niðurskurður í þeirri grein líka. Það er alltaf verið að tala um það að það sé svo stutt fyrir okkur Suðurnesjamenn að fara til Reykjavíkur en ég vil benda á að það er alveg jafn- langt fyrir höfuðborgarbúa að koma til Reykjanesbæjar. Við erum með þessar nýju og flottu skurðstofur sem nú safna ryki á meðan hátæknisjúkrahús er enn á teikniborðinu, sem ég get ekki skilið að við höfum efni á næstu árin. Af hverju ekki að nýta það sem til er í landinu. Hvað varðar fæðingarþjón- ustuna þá eru það ekki góð vís- indi að skella öllum fæðandi konum inn á hátæknisjúkra- hús heldur sýna rannsóknir að konur í eðlilegu ferli geng- PÓSTKASSINN Áhyggjur vegna væntanlegs niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu n Steina Þórey Ragnarsdóttir ljósmóðir skrifar: ur best ef góð samfella er við ljósmæður þeirra og þær eru í sínu umhverfi með ljósmæðr- um sem þær þekkja. Það eru minni líkur á keisaraskurðum, inngripum og árangursríkari brjóstagjöf svo eitthvað sé nefnt. Það er nefnilega þann- ig að hormónabúskapur kon- unnar vinnur best ef henni líður vel og þá eru meiri líkur á að fæðingin hennar gangi vel. Auðvitað verðum við að hafa fæðingardeild á hátækni- sjúkrahúsi, þar er gott starfs- fólk sem er að gera frábæra hluti en það er líka verið að gera frábæra hluti úti á landi og konur vilja fæða í sinni heimabyggð. Mín tilfinning sem lýtur að þjónustu við verð- andi mæður á HSS að gang- setningar hafa aukist eftir að skurðstofunni var lokað vegna þess að konur verða stressaðar að þær þurfi að fara í fæðingu á LSH og fara því ekki í gang vegna streitu. Hvert er öryggi þjónustunnar að allar konur eiga að fæða á Landspítalanum í skjóli niðurskurðar ef ekki er hægt að sinna þeim vegna manneklu og plássleysis. Á þá að bæta við starfsfólki þar og gera breytingar á húsnæði? Hver er þá sparnaðurinn þegar þessi aðstaða og starfsfólk er fyrir hendi t.d. á Selfossi og í Keflavík? Í nýlegri grein í Fréttablaðinu eftir Dr. Birgit Toebes kemur fram að það eru mannréttindi að konur fái viðeigandi þjón- ustu í sambandi við barns- eignaferlið í þeirra nánusta umhverfi. Það er það sem ég vil halda áfram að gera, að taka á móti nýjum Suðurnesjabú- um í heimabyggð. Auðvitað veit ég að við (Ísland) fórum á hausinn haustið 2008 en margir mætir menn og kon- ur hafa komið með aðrar til- lögur en þær að rústa velferð- arkerfinu okkar í þeirri mynd sem við þekkjum, t.d. að taka skatta af lífeyrissjóðsgreiðsl- unum strax og fá peninga inn í kerfið án þess að almenningur verði þess svo mikið var. Einn- ig mættu stjórnvöld skoða ýmiss gæluverkefni bæði hér- lendis og erlendis. Byrjað var að hækka skatta og gott og vel, maður hefur lagt sitt fram með því til þess að reisa Ísland við en það virðist ekki duga, heldur mun stefna í að ég sem er skattgreiðandi ásamt öllum hinum starfsmönn- unum á heilbrigðisstofnunum um land allt muni ekki borga skatta í kassann heldur verð- um við þiggjendur úr honum! Ég get ekki séð að það sé mikill sparnaður í því. Ég hélt að þeir sem væru við stjórn í landinu núna væru að vinna fyrir hinn vinnandi mann en ekki sést það á þessum ákvarðanatök- um og segi ég bara gangi þeim vel að fá atkvæði þegar næstu kosningar verða, ef það verða þá einhverjir kjósendur eftir á landinu. Steina Þórey Ragnarsdóttir ljósmóðir á fæðingadeild HSS og íbúi í Reykjanesbæ FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222 Duty Free Fashion verslunin í Leifsstöð (áður Saga Boutiqe) hefur tekið Spiral dömufatnað í sölu. Spiral hönnunarfyrirtækið var stofnað í vor af þeim Írisi Jóns- dóttur og Ingunni Yngvadóttur úr Keflavík. Þær stöllur voru að vonum ánægðar með að vera komnar inn í svo vinsæla verslun í flugstöðinni. „Þetta hefur gengið von- um framar hjá okkur og þetta er auðvitað einstakt tækifæri,“ sögðu þær í stuttu spjalli við Víkurfréttir. Spiral er alíslensk hönnun og hefur fengið góðar viðtökur hjá kvenþjóðinni á Suðurnesjum og víðar. Ásta Dís Óladótt- ir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar sem rekur Duty Free Fashion verslunina sagði að íslensk hönnun hafi vakið athygli hjá útlendingum og einnig íslenskum viðskiptavinum. „Það er mjög skemmtilegt að geta verið með flotta vöru frá Suður- nesjum. Ég er viss um að hún á eftir að fá góðar viðtökur,“ sagði Ásta Dís. Myndin var tekin af þeim Írisi, Ingunni og Ástu Dís við sýn- ingarbás í Leifsstöð. Keflvísk hönnun í Leifsstöð

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.