Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.10.2010, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 28.10.2010, Blaðsíða 14
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 42. TÖLUBLAÐ I 31. ÁRGANGUR14 - Hver er staðan hjá rafverk- tökum á Suðurnesjum í dag? „Hún er merkilega góð, þrátt fyrir ástandið. Hún fer hins vegar versnandi. Það er í raun ótrúlegt hvað þetta hefur hangið, en það hefur dregið úr vinnu og verð hafa snarlækk- að, sérstaklega hér á svæðinu“. - Eru menn þá að vinna undir kostnaðarverði? „Já, það þekkist og það fer bara á einn veg og skilar engu, hvorki til verktakans né við- skiptavinarins þegar upp er staðið“. Hjörleifur segir möguleikana vera óþrjótandi á Suðurnesj- um og bendir á að á Ásbrú og Keflavíkurflugvelli sé hægt að vera með 100 til 150 ársverk í að klára þau verk sem ólokið er í umbreytingu rafkerfisins. VIÐSKIPTI & ATVINNULÍF Á SUÐURNESJUM Fjöldi verkefna handan við hornið sem bíða ákvörðunar n Rafverktakar óttast verkefnaskort á Suðurnesjum: Í Rafverktakafélagi Suðurnesja eru 16 fyrirtæki og í iðninni eru starfandi um 100 rafvirkjar á Suðurnesjum. Rafvirkjum fer þó fækkandi og eitthvað er um að rafvirkjar hafi yfirgefið landið og horfið til starfa á hinum Norðurlöndunum eftir að verkefni drógust saman hér heima á Íslandi. Rafverktakar á Suðurnesjum tóku sig saman á dögunum og auglýstu sam- eiginlega til að minna á sig og þá þjónustu sem þeir bjóða. Verkefnaskortur er fyrirsjáanlegur í faginu á Suðurnesjum en rafvirkjar benda á fjölda verkefna sem séu handan við hornið og sé hægt að fara í með skömmum fyrirvara. Hjörleifur Stef- ánsson er formaður Rafverktakafélags Suðurnesja. Bráðabirgðalög sem sett voru vegna rafkerfismála á svæð- inu eru runnin út en Bruna- málastofnun gaf frest gegn því að aðilar málsins kæmu með verkáætlun. Verkefnastaðan er þannig að Þróunarfélag Kefla- víkurflugvallar hefur lokið nær öllum verkefnum sem snúa að þeim, Háskólavellir eiga þó nokkuð eftir í sínum íbúðum á svæðinu og eru að vinna í fjár- mögnun þeirra verkefna. Þá er ÍSAVIA að vinna í hönnun á þeim breytingum sem þarf að gera á flugvallarsvæðinu. Þar þarf að breyta öllum braut- arljósum á flugbrautum og þá er félagið með fjölmargar byggingar á flugvallarsvæð- inu sem þarf að gera rafkerf- isbreytingar í. Hjörleifur er einn af eigendum verktakafyrirtækisins Bergraf. Í því fyrirtæki sameinuðust rafverktakar m.a. til að taka að sér verk við uppbyggingu álvers í Helguvík. Ef áætlanir með álverið hefðu gengið eftir væru nú um 30-50 rafvirkjar að störfum í Helguvík. Staðan er hins vegar sú að í dag eru tveir menn að störfum í Helguvík og hafa lítið að gera. Miklar vonir eru bundnar við forval sem nú er í gangi vegna fyrirhugaðrar innréttingar á sjúkrahúsinu á Ásbrú. Hjör- leifur segir að þar verði mikil vinna fyrir rafvirkja og aðra iðnaðarmenn. Hjörleifur bendir á að flest stærri rafverktakafyrirtæk- in á Suðurnesjum hafi ver- ið með um helming af sínu starfsfólki í verkefnum á höf- uðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hann segir að það sé ekki sama kreppan þar og hér á Suðurnesjum. Flest verkefnin hafa verið í gangi yfir langan tíma en séu reyndar að klár- ast um þessar mundir. Þegar verkefnin klárast á höfuðborg- arsvæðinu komi starfsmenn- irnir heim og eins og staðan er núna er ekkert í hendi með verkefni fyrir þá. Hjörleifur sér leik á borði fyrir ríkisvaldið að fara í þau verk- efni sem eru á borði ÍSAVIA, enda sé þar mikil vinna fyrir rafvirkja, málara og aðra iðn- aðarmenn í því ástandi sem nú ríkir. Rafverktakar á Suðurnesjum auglýstu á dögunum sameig- inlega til að minna á sig og þau verkefni sem þeir taka að sér. Þeir vildu minna fólk og fyrirtæki á það að þegar rafverktaki hefur tekið að sér verk í byggingu, þá ber hann ábyrgð á rafmagni bygging- arinnar. Í dag er fjöldi eigna í eigu banka og lífeyrissjóða. Þetta eru 800 til 1000 eignir og segir Hjörleifur að þarna séu mikil verkefni, enda hafi mikið af þessum eignum ekki verið kláraðar. „Það er oft ekki mjög mikið, en það þarf að ljúka því“, segir Hjörleifur. Í stefnumörkun rík-isstjórnarinnar var ákveðið að auka atvinnu og verð- mætasköpun í íslenskum sjávar- útvegi m.a. með því að ýta undir frekari full- vinnslu hérlendis. Nú geta verið skiptar skoð- anir um ágæti þessa, meðal annars út frá hagrænu sjónarmiði í einstaka tilviki og samskiptum við okkar viðskiptamenn og mark- aði t.d. á Humbersvæðinu í Bretlandi. Hér verður því að fara að með gát og það hefur verið gert en engu að síður náðst umtalsverður árangur. Á nýliðnu fiskveiðiári var fluttur út óunninn ísaður fiskur á erlenda fiskmarkaði með veiðiskipum og gámum að verðmæti 13,2 milljarða króna miðað við 17,8 millj- arða króna á fiskveiðiárinu 2008/2009. Verðmæti út- flutts óunnins afla dróst því saman um rúm 26% á milli fiskveiðiára. Útflutt magn dróst einnig verulega saman, úr 58.978 tonnum á fisk- veiðiárinu 2008/2009 niður í 38.201 tonn á nýliðnu fisk- veiðiári, eða um rúm 35%. Að sama skapi hefur atvinna við landaðan afla aukist og í því er mikill ávinningur. Ég ætla ekki að þakka mín- um aðgerðum þetta einum og sér, því margir samverk- andi þættir áttu hér hlut að máli og þá ekki síst að íslensk fiskvinnsla hefur bætt samkeppnishæfni sína og því ber að fagna. Mér var síðan falið að tak- marka framsal á aflaheim- ildum, auka veiðiskyldu, draga úr möguleikum á hinni s.k. kínversku leið og endurskoða tilfærslur á heimildum milli ára. Þetta allt hefur verið gert í breyt- ingum sem gerðar voru á lögunum um stjórn fiskveiða sl. vetur. Nokkrar takmark- anir voru settar á framsal, veiðiskyldan var tvöfölduð og heimild til tilfærslu á milli ára var minnkuð um meira en helming svo eitt- hvað sé nefnt. Tekið hefur verið á veiðiheimildum ým- iss konar ferðaþjónustubáta og vona ég að þau mál séu nú komin í viðunandi horf. Þessar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða eru réttarbót og samt aðeins lítið skref á langri leið. Aukin fullvinnsla afurða er mikilvægur liður í efl- ingu atvinnulífs og barátt- unni gegn atvinnuleysi. Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. n Jón Bjarnason skrifar: Aukin atvinna við landaðan afla

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.