Fagnaðarboði - 01.05.1952, Blaðsíða 4

Fagnaðarboði - 01.05.1952, Blaðsíða 4
4 FAGNAÐARBOÐI Heil vert þú, sem nýtur náðar Guðs! Drottinn sé með þér. Lúk. 1, 28. Engillinn flutti Maríu þessi Orð, en henni varð hverft við. Við sjáum þennan leiftrandi sendi- boða og heyrum hann reka erindi sitt með þeirri tign og dýrð, er tilheyrir ríki Guðs og er kunn- gjört okkur í lífsins kærleika, sem frá Guði einum er runninn. Ö, hvílik kærleikskveðja til Maríu og einnig til allrar kristninnar! Guðs dýrð, opnuð fyrir allar kynslóðir í náð fyrir Jesúm Krist, í erindi að kaupa og bjóða oss öllum inn í Guðsríkið í náðarsáttmála, til þess að veita oss að þekkja ræðustól blessunar- innar, sem Guð hefur svo oft talað um við spá- mennina, er þeir gjörðust vinir Hans, með því að hlýðnast þeim Orðum, er Hann talaði til þeirra og er þeir urðu ljósblys í, til allra þjóða. N á ð i n , boðuð í Guðs réttlæti, var og er gjöf allra gjafa. Hún er ljósgjafi dýrðarinnar frá Guði, réttlæting með trúnni, uppspretta og drykkur blessunarinnar. N á ð i n er kærleiksmeðal Guðs, gefin fyrir Krist Jesúm, í Honum og fyrir Hans náð eigum við alla auðlegðina. En ef við finnum náð fyrir augliti Drottins, höfum við einnig möguleika til þess að njóta hennar og verða vinir Drottins. Drottinn sé með þér, þá var öllu óhætt, allar freistingar og tafir sigraðar. Með þessari himnesku kveðju rann náðarverk Krists Jesú upp til vor. Með honum mundum við finna náð og höndla náð. Auðmjúkum veitir Hann náð. Allt leyndarráð Guðs, með viðkvæmri Föður- elsku rann fram með náð í þeirri kærleiksdýrð, sem Guð þráði að veita oss, hvíldarlausum og töpuðum mannverum. Guðs Sæði — Guðs Sonur, til þess að veita oss sonarrétt í náð á náð ofan. Við vorum þrælar, en nú veittur sonarréttur. En þegar fylling tímans kom, sendi Guð Son sinn, fæddan af konu, fæddan undir lögmáli, — til þess að Hann keypti lausa þá, sem voru undir lögmáli, — svo að vér fengjum sonarréttinn. En þar eð þér eruð synir þá hefur Guð sent A?ida So?iar sí?is í hjörtu vor, sem hrópar: Abba, Faðir! Þú ert þá ekki framar þræll, heldur so?iur; en ef þú ert scnur, þá ert þú líka erfingi að ráði Guðs. Gal. Jh ý, 7. Eins og María tók boðuninni, er víst að Guð þráir í kærleika og náð að við tökum okkar köllun, til þess að verða Guðs börn og erfa hinn skenkta sonararf í náð og friði Jesú Krists. Það eru þessi réttindi, sem náðin býður oss, að verða Guðs börn, Guðs synir. E?i Guð veitti Abraham ?uíð sí?ia með fy?'ir- heiti. Gal. 3, 18. Á sama hátt eigum við náðina með fyrirheiti um réttlætingu í trúarréttlæti Krists Jesú, sem búið hefur oss sonararf, svo að við fáum sungið þann söng, sem aldrei þagnar. Sungið hann með himneskum herskörum, þar sem tónar kæi’leik- ans aldrei deyja út eða þagna. Ómar söngflokkanna í heiminum deyja út með allri sinni list og leikni. Söngur Guðs Lambs- ins og Hans eilífu herskara hljóma hvar Hans réttlæti linnir ekki. G U Ð S N Á Ð , söngur eilífðarinnar fylli hjörtu vor í lofsöng Lambsins. Hans, sem keypti og leysti oss frá syndum vorum í eilífu réttlæti til eilifs fagnaðar, í arfi friðarins. Guðs óendanlega náð margfaldist með öllum þeim, er Drottin elska og vilja Hann elska. Guði einum sé dýrð, heiður, vegsemd og vald nú og um alla tíma í Jesú blessaða Nafni. Guðrú?i Jó?isdóttir.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.