Fagnaðarboði - 01.05.1952, Blaðsíða 5

Fagnaðarboði - 01.05.1952, Blaðsíða 5
FAGNAÐARBOÐI 5 Hvar cr barnið mití t kvöld? Sönn frásögn. Það var dag nokkurn í maí, að dyrum fang- elsisins var lokað að baki John og nafn hans var þar með þurkað út fyrir umheiminum. Tíu árum síðar var þessum sömu dyrum hrund- ið upp og fangi nr. 5599 hafði endurheimt frelsi sitt og nafn. Hugfanginn horfði hann á himinblámann og landið glitrandi i morgunsólinni. I öll þessi tíu ár hafði hann ekki séð annað af himninum, en það litla, sem sást úr fangelsisgarðinum. Það fól í sér eitthvað undarlegt seiðmagn, að horfa á þessa víðáttu himins og jarðar, sem nú blasti við honum. Eins og í draumi horfði hann á landslagið. Grænu grundirnar, blómstrandi aldingarðarnir og fuglasöngurinn, kom af stað baráttu í sál hans. Hann hrökk upp af þessum draumórum við það, að bifreið gaf frá sér hljóðmerki. Hann var þá kominn út á miðjan veginn. Hann gekk áfram og sneri baki að fangelsismúrnum, sem í öll þessi ár hafði innilokað hann sem fanga. Nú var hann aftur orðinn frjáls. Þegar hann hugsaði um það, var sem blóðið streymdi örar um æðar hans. Honum fannst heil eilífð liðin síðan hann var tekinn fangi, þrjú þúsund sex hundruð fimmtíu og tveir dagar, og hver dagur hafði verið eins og heilt ár. Nú brauzt bituileik- inn fram og sársaukakennd fór um hann allan. Hann mundi vel eftir hvað fangavörðurinn hafði sagt við hann síðasta kvöldið: __ Á morgun fáið þér aftur frelsið. Þetta hef- ur verið langur tími fyrir mann á yðar aldri. Dómur yðar hljóðaði upp á 13 ára fangelsisvist, en 3 ár hafa yður verið gefin eftir, sakir góðrar hegðunar yðar hér í fangelsinu. Þér hafið sýnt, að margt gott býr í yður. Forðizt að koma hingað aftur. Fangavörðurinn lagði höndina á öxl hans, horfði alvörugefinn á hann og sagði: Gleymið hefnd yðar og hatri til þjóðfélagsins. Yður finnst, að þér hafið verið beittur misrétti, og að dómur yðar hafi verið óréttlátur, það finnst öllum. Þér hafið v.erðskuldað þessá hegningu. Reynið ekki að spyrna á móti broddunum. Þakkið Guði fyrir, að hlutskipti yðar varð ekki verra. Ef byssu- kúlan hefði farið lítið eitt lengra til vinstri, daginn, sem þér rænduð bankann, þá hefðuð þér verið líflátinn fyrir tíu árum. Það fór hrollur um hann, þegar hann hugsaði um þetta. En það voru þessi orð fangavarðarins, sem sifellt ásóttu hann: Eigið þér móður á lífi? ___ Það kemur yður ekkert við, hafði hann svarað byrstur. — En ef þér endilega viljið vita það, get ég frætt yður um, að einu sinni átti ég móður. Hún kvaldi mig alltaf með bænum sínum og predikunum. Satt að segja veit ég ekki hvort hún er enn á lífi. Fangavörðurinn kinkaði kolli og sagði: — Mig langar til þess að segja yður frá dálitlu. Ég fer nú að eldast. Ég hef verið fangavörður héi í þrjátíu ár og hef séð koma hingað marga hinna verstu afbrotamanna veraldarinnar. Ég er kunn- ugur fangelsislífinu og áhrifum þess á hugi manna. Yður hef ég veitt sérstaka athygli. Það er eitthvað í fari yðar, sem er gjörólíkt því, sem fyrirfinnst hjá öðrum glæpamönnum. Það eru bænirnar liennar móður yðar. ___ Nú jæja, svo þér eruð bæði prédikari og fangavörður? ___ Nei, ég er enginn prédikari, en ég átti líka einu sinni móður, sem líktist í þessu móður yðar. Þess vegna bið ég yður að hafa hugfast. Biðjið Drottin um að bænheyra móður yðar. Hann get- ur bætt yður upp árin, sem nagarinn hefur eyði- lagt. Verið heiðarlegur. Guð blessi yður. Allt þetta kom upp í huga Johns Mc. Lellans á leiðinni til járnbrautarstöðvarinnar í Ports- ville. Hann hafði ekki séð móður sína i tíu ár. Hún hafði komið til fangelsisins eftir að dóm- urinn hafði verið kveðinn upp, rétt áður en hann var fluttur til betrunarhússins. Hún hafði kvatt hann til að snúa af vegi lastanna, eins og hún hafði gert oft áður. Hann mundi svo vel eftir því, að hann hafði hrint henni frá séi, þegai hún sagði við hann, og tárin hrundu niður kinn- ar hennar: — Ég mun aldrei hætta að biðja fyrii þér, elsku drengurinn minn. Drottinn elskar þig, John, og einhvern tíma mun hann bænheyra móður þína og leiða þig til afturhvarfs.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.