Fagnaðarboði - 01.03.1961, Blaðsíða 1

Fagnaðarboði - 01.03.1961, Blaðsíða 1
En síðar meir mun ég úthella Anda mínum yfir allt hold; synir yðar og dætur yðar munu spá, gamalmenni yðar mun drauma dreyma, ungmenni yðar munu sjá sjónir. Já, einnig yfir þræla og ambáttir mun ég á þeim dögum úthella Anda mínum. Og ég mun láta tákn verða á himni og á jörðu: blóð, eld og reykjarstróka. Sólin mun snúast í myrkur og tunglið í blóð, áður en hinn mikli og ógurlegi dagur Drottins kemur. Og hver, sem ákallar Nafn Drottins, mun frelsast. Því að á Zion-fjalli og í Jerúsalem mun frelsun verða, eins og Drottinn hefir sagt, og meðál flóttamannanna fyrir þá, sem Drottinn kallar. Því að sjá, á þeim dögum og í þann tíð, er ég sný við liögum Júda og Jerúsalem, vil ég saman safna öllum þjóðum og færa þær ofan í Jósafatsdal og ganga þar í dóm við þær, vegna lýðs míns og arfleifðar minnar Israels, af því að þeir hafa dreift henni meðál heiðingjanna og skift sundur landi mínu; og þeir Tcöstuðu hlutum um lýð minn og gáfu svein fyrir skækju og séldu mey fyrir vín og drukku. (Jóel 3, 1—8).

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.