Fagnaðarboði - 01.03.1961, Blaðsíða 7

Fagnaðarboði - 01.03.1961, Blaðsíða 7
FAGNAÐARBOÐI 7 getað fylgzt með ferðum litlu stúlkunnar, þar sem hún var að leik sínum. Hann hafði komið í þeim tilgangi að ná mér, en einhvern veginn hafði athygli hans svo beinzt að litlu stúlkunni. Þegar við vorum komnir niður varð illvirkinn fljótlega handsamaður, og keyrður niður á bakið og héldu þannig menn honum föstum. Litla stúlkan var yfirkomin af skelfingu, en að öðru leyti hafði hana ekkert sakað. Árásarmaðurinn kom nú auga á mig. Hann froðufelldi og svitinn spratt út á andliti hans. tJr svip hans logaði hatur og heift og augnatillit hans var beinlínis djöfullegt. Hann hafði komið í þeim tilgangi að ná mér, en þetta hafði mistekizt. Þó var á honum að sjá, að hann hugsaði mér þegjandi þörfina. Honum skyldi nú samt takast að ná mér. Þegar ég nú virti fyrir mér þennan mann, er bersýni- lega var haldinn valdi hins illa, fyllti kærleikur Guðs hjarta mitt. Ég talaði nú stundarkorn til hans um hinn kærleiksríka og miskunnsama Frelsara og útskýrði fyrir honum, hvernig hann gæti hlotið fyrirgefning synda sinna og laugast hreinn af öllu hatri og biturleik. Breyt- ing fór að gera vart við sig í svip hans, hið djöfullega hvarf og í þess stað var nú sem ljómaði birta úr augum hans. Kraftaverkið hafði átt sér stað. Þar sem hann lá þarna, var hann orðinn nýr maður. Hann hafði hlotið frelsið í Kristi. Margir höfðu safnast þarna í kring og vildu, að við leituðum til yfirvaldanna, en ég sagði mönn- unum að leyfa honum að fara. Næsta kvöld kom hann með félaga sína á samkomu. Mér veittist sú náð að leiða marga þessara manna til Drottins Jesú. Sjúkir læknast. Til tvítugs aldurs virtist kraftur Drott.ins stöðugt verða ríkari og fyllri með mér. Ég öðlaðist á þessum árum æ meiri trú til lækninga og kraftaverka, sem op- inberaðist í eitt hinna fyrstu skipta á samkomu í Norfolk í Virginíafylki. Þá kom kvöld eitt maður haltrandi á hækjum sínum inn í samkomusalinn í Center Auditorium. Hann hafði engan mjaðmalið öðru megin, þar var mjöðmin innfall- in. En er nú kraftur Drottins kom yfir og verkaði til fólksins, læknaðist maður þessi þar sem hann var í sæti sínu meðal áheyrendanna. Hann kom hlaupandi fram að ræðupallinum og lýsti því yfir þarna í heyranda hljóði, að Drottinn hefði gefið sér mjaðmalið. Hinn skap- andi máttur Drottins hafði opinberast þarna á hinn und- ursamlegasta hátt. Hér get ég hvorki tímans né rúms- ins vegna lýst öllum hinum dýrðlegu máttarverkum Drottins, sem gerðust á samkomum þessum. Eitt sinn er ég var staddur í Toronto í Kanada, kom drengur fram til fyrirbænar. Annar fótleggur hans var tveim tommum styttri en hinn. Um nóttina skeði krafta- verkið á drengnum, styttri fótleggur hans varð jafn langur hinum. Þegar drengurinn svo fór í upphækkaða skóinn sinn um morguninn, tók hann strax eftir breyt- ingunni, sem orðin var. Dagblaðið „The Toronto News- paper“ eyddi heilli síðu í frásögn af kraftaverki þessu. Verð fyrir slysi á vatnaskíðum. Eftir heimkomuna frá Evrópu, þar sem við höfðum haldið samkomur þarfnaðist ég mikillega nokkra vikna hvíldar. Fórum við í þessu skyni til Florida. Þar lærði ég að standa á vatnaskíðum, Þetta var saklaust gaman og ekki um of kostnaðarsamt. Varð það að ráði, að við fluttum til Florida og settumst að í St. Petersburg. Dag einn, heitan og sólríkan, ákváðum við að aka út að litla voginum, til þess að fara þarna á vatna- skíðum. Faðir minn stýrði litla vélbátnum, sem dró mig á skíðunum með um 60 km. hraða. Sjórinn var sléttur og öll skilyrði hin ákjósanlegustu. Móðir mín stóð glöð og ánægð á bryggjunni með kvikmyndavélina sína og tók af okkur myndir. Við fórum nokkra hringi innst á litla lóninu. En þegar við fórum þarna síðasta hringinn, lá við, að þessi ferð yrði okkur örlagarík. Þegar nú faðir minn sveigði bátnum, hélt ég áfram beint, því ég horfði á móður mina og myndavélina og gætti ekki að mér. Ég sá þvi ekki stóra stólpann, sem stóð þarna upp úr sjónum, og skall á honum með vinstri vangann, og það á þessari fleygiferð. Nú kom sveigja á kaðlana, og er pabbi leit við, var ég hvergi sjáanlegur. Þrír drengir, sem þarna stóðu á ströndinni sáu mig sökkva og hentu sér samstundis út í til þess að koma mér til hjálpar. Við áreksturinn hafði ieðja af botninum rótast upp svo þeir fundu mig ekki. Einnig hafði ég borizt með straumnum frá árekstrarstaðnum. Drengirnir köfuðu þrisvar sinn- um, þar til loks einn þeirra beinlínis rakst á mig, þar sem ég sat á sjávarbotninum. Hann komst með mig til lands, og var mér sagt siðar, að þá hafi ekkert lífsmark verið með mér. Hjartað heyrðist ekki slá og hvorki æða- sláttur né andardráttur merkjanlegur. En þá var eins og föður mínum væri sagt, að líta upp í mig. Sá hann þá, að tungan hafði sogast niður i kokið og lokað fyrir það. Hann gat náð fram tungunni, og samstundis tók ég að draga andann. Ég var strax fluttur í sjúkrahús. Þar voru teknar af mér röntgenmyndir, og kom þá í Ijós, að kjálki minn var mölbrotinn. Enn fremur hafði ég feng- ið heilahristing. Næstu tvo daga var ég með öUu meðvitundarlaus og mjög tvísýnt um líf mitt. Lækn- amir kváðu litla von til þess, að ég myndi komast til meðvitundar, og þó svo færi, myndi ég aldrei aftur ná fullri heilsu. Foreldrar mínir fóru nú frá sjúkrahúsinu

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.