Fagnaðarboði - 01.03.1961, Blaðsíða 8
8
FAGNAÐARBOÐI
yfirkomnir af sorg. Þegar heim kom krupu þau til bæn-
ar og úthelltu hjarta sínu frammi fyrir Drottni.
Áður en klukkustund var fráliðin, var hringt frá
sjúkrahúsinu og þeim sagt, að ég væri kominn til með-
vitundar og væri sífellt að kalla á þau.
Næstu tvær vikurnar náði ég aldrei fullri meðvitund.
Hugsun mín var ávallt óskýr, og mér óljóst, hvað hafði
eiginlega komið fyrir. Svo vaknaði ég snemma einn
morguninn og sá þá litla kónguló 'koma skríðandi niður
vegginn fyrir ofan rúmið mitt. Og einhvern veginn at-
vikaðist það, ég get ekki greint frá hvernig, varð ég
svo ofsa hræddur við kóngulóna, að allur sljóleikinn
hvarf og hugsun mín varð aftur skýr og örugg. Ég kall-
aði á mömmu og pabba og við áttum þarna undursam-
lega fagnaðarstund. Ég var orðinn alheill.
f fimm ár predikaði ég við kirkju nokkra og notaði
dagana vel í marga mánuði til lesturs og náms. Oft og
mörgum sinnum las ég fram í dögun og hafði þá alla
nóttina verið við bæn og lestur til undirbúnings predik-
unarstarfinu, lagði mig þannig allan fram til þess að
áheyrendur mínir fengju hlotið blessun Orðsins.
Dag einn sat ég í djúpum hugleiðingum, og var þá
sem heiminum væri brugðið upp fyrir mér í sýn. Vakn-
aði þá eitthvað innra með mér, að ég fann aftur tima
kominn, að ég færi út um víðan heim að boða Fagnaðar-
erindið. Ég hafði lokið námsferli mínum, lært lexiurn-
ar og sá hina miklu neyð mannkynsins.
Ég tók að hrópa til Drottins: Hvað get ég gert. Ég
er aðeins einn míns liðs. Þá var eins og ég heyrði hið
innra með mér: Þú ert einn þíns liðs, en það sem þú
getur gert og átt að gera, getur enginn annar gert fyr-
ir þig.
Ég fann nú glöggt, að ég varð að inna af hendi það
verk, sem Guð hafði ætlað mér, og ná til eins margra
með Fagnaðarerindi Drottins og unnt væri. Margir réðu
mér frá þessu, en teningnum var kastað og mér varð
ekki haggað hvað þetta snerti. Ég fór þegar að gera
ráðstafanir mínar varðandi þetta. Á ný tendraðist í
hjarta mínu brennandi áhugi til þessa verks. Við renn-
um aðeins einu sinni æviskeið okkar hér á jörð, og það
eitt varir, sem við fáum unnið í samfélaginu við Krist,
— það eitt, sem er í Kristi gert.
Ég kynntist nú R. W. Culpepper, einum af starfandi
kröftum „The Voice of Healing". Hann var þá að undir-
búa ferð út í heim, til þess að boða Fagnaðarerindið.
Við áttum tal saman um þetta og eftir að hafa leitað
til Drottins í bæn, varð það að ráði, að við færum sam-
an og flyttum heiminum lausnarboðskapinn — frelsi og
lækningu fyrir Jesúm Krist,
(Stuðst við heimildir úr „The Voice of Healing").
Viinisburður
Mér ber að fcera þakkir Drottni mínum og
Frelsara fyrir alla þá dásamlegn náð og
miskunn, sem Hann dag hvern lætur mig verða
aðnjótandi.
Mikið lán hlotnaðist mér, er ég náði fundi
eins af Drottins þjónum, sem er Guðrún Jóns-
dóttir, Hafnarfirði.
Trúarlega hefir hún styrkt mig og vegna
hennar fyrirbæna hef ég margoft hlotið lækn-
ingu Drottins og orðið heil af veikindum minum.
Lof og þakkir séu álgóðum Guði og Drottni
vorum Jesú Kristi.
K. S.
Sndurkoma Jrdsarans
Dunar aldan, drynur brimið kalda.
Drottins engill skekur höf og lönd,
Sólin myrkvast, sveipast tunglið blóði.
Sverði nöktu bregður guðleghönd.
Eyðast borgir, öll skal jörðin rúin,
allur gróður merkurinnar deyr.
Himinljós á hauður niður falla,
af heitum eldum brennur jarðarleir.
Jörðin bifast, brestur, gnestur, iðar,
björgin klofna, rofnar himintjald.
Heyrast þá frá hinztu mörkum jarðar,
helgisöngvar lofa Drottins vald.
Frelsarinn með fögrum englaskara,
í faldi skýja birtir sekum dóm.
En börnin Guðs í brúðarskarti svifa,
burt til Hans við fyrsta lúðurhljóm.
Kristján Kristmundsson.
LEIÐRÉTTING:
1 ljóðinu „Siðustu sporin“ (2. tbl. Fagnaðarboða),
stendur í 1. versi, 4. línu: örvavél um stund — les:
örvaél um stund.
Gefið út af Sjálfseignarstofnuninni Austurgötu 6,
Hafnarfirði, sími 50075. — Afgreiðsla sama stað. —
3. tbl. 1961 14. árg.