Fagnaðarboði - 01.03.1961, Blaðsíða 4

Fagnaðarboði - 01.03.1961, Blaðsíða 4
4 FAGNAÐARBOÐI Xtmflýið dóm iapaðra (Þegar ég, í síðasta tölublaði Fagnaðarboða, skrifaði um upprisu heilagra, hafði ég í huga að minnast síðar, í nokkurs konar framhaldsgrein, lítillega á hinn annan dauða, - eldsdíkið). Og dauðanum og Helju var kastað í eldsdíkið. Þetta er hinn annar dauði; eldsdíkið. Og hver, sem ekki fannst ritaður í lífsins bók, honum var kast- að í eldsdíJúð. (Opb. 20, 14.) Opinberun Jóhannesar varðar alla menn. Allir eiga eftir að birtast fyrir dómstóli Guðs. Allir eiga eftir að taka sín laun, — sinn BÚSTAÐ, sín FÖÐURHÚS, hvort heldur menn fara vel eða illa. Verður það hinn annar dauði, sem við hér ræðum um. 1 Heilagri Ritningu er ekkert það, sem okkur menn- ina skiptir ekki máli. Þess vegna megum við ekki ganga fram hjá erindinu til safnaðanna sjö í Asíu. Það er eng- um efa bundið, að erindið varðar alla menn um víða veröld, hvar sem Fagnaðarerindið hefir verið og verð- ur boðað. Allra kristinna manna verk, er því að gera skil er- indinu, er Drottinn gaf sínum að vinna að. Gefum því gætur, hvort kirkjulif okkar tíma eigi nokkuð skylt við baráttu hinnar fyrstu kristni, Guðs útvöldu, er með fullkominni elsku til Jesú Krists, Frelsara síns, létu lífið fyrir Hann sem píslarvottar. Hyggjum einnig að þvi, hvort við höldum velli í baráttunni, að útrýma öllu því, sem við vitum, að er Guði mótstæðilegt og þannig höf- um hugfast, að taka aga Guðs, svo við fáum heilagleika Hans og staðið sem stríðsmenn á verði gegn óvinarins veldi, — óvininum og öllum sem með honum berjast í hinum ýmsu og margbreytilegu myndum hjáguðadýrk- unarinnar. Það er máske ekki dýrkun stokka og steina, heldur hinar dulbúnu myndir hjáguðadýrkunarinnar, beinar afleiðingar andlegs sljóleika gagnvart djöfladýrk- un þessarar aldar. Mennimir dýrka verk syndarinnar og dauðans, gera óttalausir sinn vilja. Þeir rangsnúa Guðs Orðinu sér og öðrum til tortímingar — og útiloka þannig frá sér Guðsríkið, kraft þess og mátt. Þegar Jóhannes fær erindi safnaðanna sjö, þá er það söfnuðurinn í stórborginni Smymu í Tyrklandi, sem fær hið fullvissandi Orð frá Drottni um það, að sá, er sigrar, honum muni sá annar dauði alls ekki granda. Eftir þessu að dæma, hefur söfnuðurinn verið uppfræddur um hinn annan dauða, og sigurinn væri þeim vís, ef þeir gættu erindisins, skyldu sinnar við Guð sinn. Guð er öllum sínum börnum trúr og söfnuðurinn hafði því alla möguleika, til þess að reka erindi Guðs og sigr- ast á því, sem Honum var mótstæðilegt. Hver söfnuður hefir sitt erindi frá Drottni, og hlýtur svo sina sigra eða vansigra. Þar, sem kristni er eiga hmirnir sem heild að vera söfnuður, er innir af hendi erindi Guðs. Það er verk safnaðarins, að vaka yfir fjár- sjóðum himnaríkis og ávaxta þá til sigurlaunanna, svo launin verði ekki tjón og tap. Drottinn sýnir söfnuð- unum sigurlaunin og um leið laun dauðans, hinn annan dauða, svo þe:r mættu keppa að því, að ná si-gri. Hver söfnuður gengur svo að sinum launum, þeir eiga að þekkja sigurmarkið. Sá, er sigrar, lionum mun hinn. annar dauði alls ekki granda. (Opb. 2, 11.) Kristur Drottinn, sem leið krossins kvalir á Golgota, vissi vel, hvað Hann þurfti að sigra fyrir okkur. Og það var Hann, sem gaf söfnuðum þetta erindi. Höfum það hugfast, að erindið er ekki smíð manna, heldur gefið í kærleika Guðs til Hans elskuðu, er meta eiga það eitt, að vera Guði trúir, að þjónusta þeirra sé Guði til dýrðar og þeim sjálfum til vegsemdar á hinum mikla degi, er Drottinn kemur. Synd og dauði dæmist myrkur fyrir Guði. Eins er líka hinn annar dauði óefað Guðs réttlátur dómur, því dómar Guðs yfir öllu óvinarins verki eru í fullkomnum sigri kærleikans, af Guði kunngert og gefið til safnað- anna, sem Jesú Krists sigurverk, að þeir fyrir það, mættu hljóta sigur. Óvinur ljóssins kemur í öllum myndum til að fella og blekkja Guðs börn, ávallt til þess eins, að hafa af þeim sigurdýrð Krists. En Guðs Sonurinn hefur séð við öllum blekkingum óvinarins. Og eins og synd og dauði er óvinarins, er eldsdikið óvinarins heimkynni eftir verkum hans, að Guðs réttlátum dómum. 1 Opinber- unarbókinni 20. kap. 14. versi er þetta skýrt tekið fram. Þetta er Júnn annar dauði; eldsdikið. Það er réttlátur dómur Guðs yfir óvininum og verk- um hans. En Guð vill ekki, sakir kærleika sins, að mennirnir hreppi dauðans dóm. Þess vegna vísar Hann syndara veginn. Öllum þeim, sem trúna taka og sannleikanum hlýðnast hefir Guð búið samastað með sér fyrir Jesúm Krist.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.