Fagnaðarboði - 01.03.1961, Blaðsíða 2

Fagnaðarboði - 01.03.1961, Blaðsíða 2
2 FAGNAÐARBOÐI ^Uin undraverða saga dreng-predíkaraais Allt frá því ég var smádrengur, hefur Drottinn marg- sinnis á hinn dýrðlegasta og undursamlegasta hátt op- inberað mér mátt sinn. Ég var ekki nema lítill snáði, þegar ég einn morgun- inn váknaði við það, að úr augum mínum rann einhver einkennileg vilsa. Læknarnir sögðu foreldrum mínum, að hér væri um að ræða hættulega smitun, og gætu afleiðingarnar orðið alvarlegar. Um lengri tíma missti ég sjónina, svo að ég gat ekkert séð. Hlýt aftur sjón mína, Það er hræðilegt, að þurfa fálma sig áfram, eiga svo að segja allt undir annarra hjálp. Mér hafði verið kennt, að biðja ávallt Drottin um hjálp í öllum erfiðleikum. Og fengist sigurinn ekki fyrir bænina eina, þá fengist hann fyrir bæn samfara föstu. Ég bað nú pabba, að leyfa mér að fasta í þrjá daga, því í hjarta mínu var ég sann- færður um, að þá myndi Jesú lækna mig. En pabbi neit- aði mér um þetta. Hann taldi mig vera allt of ungan, til þess að fasta þetta lengi. Þó fór svo að lokum, að pabbi lét undan þrábeiðni minni. Trúuð börn, sem voru góðir vinir mínir, fóru nú með mig þessa 3 daga út í skóg. Þar söfnuðumst við til bænar kringum trjárótar- stúf. Eftir tvo daga, var enginn bati merkjanlegur. Enn leiddu börnin mig þriðja daginn á bænarstaðinn í skóg- inum. Þar hrópaði ég á Jesúm, og hætti ekki að hrópa á Hann mér til hjálpar, fyrr en ég fann hið innra með mér, að kraftaverkið var skeð. Ég byrgði nú ekki and- litið lengur í höndum mér, heldur beindi því til himins, opnaði augun, og sjá: — Ég hafði fengið sjón mína aft- ur. Ég reis nú á fætur, og um leið kom eldkraftur Heilags Anda yfir mig. Þarna var ekki sjáanlegur nema einn götuslóði, sem því hlaut að liggja heim. Ég tók tii fótanna á undan öllum börnunum, til þess að verða fyrstur með gleði- tíðindin, — segja frá dásemdarverkinu, er Guð hafði gert á mér. Þetta var ekki fyrsta kraftaverkið, sem Drottinn gerði á okkur. Hann reisti móður mína frá sjúkrabeði, þar sem hún var að dauða komin eftir langvarandi sjúk- dómsstríð. Rannsókn hafði leitt í ljós, að hún var með krabbamein á háu. stigi. 1 margar vikur var tvísýnt um líf hennar. Ég gleymi aldrei næturstundunum, er ég sá Vaviðs Walker hana, falla í svefn. Var þá engu líkara, en dauðinn hefði bundið enda á allt, og sjúkdómsstríði hennar væri nú lokið. En í hvert skipti kom kraftur frá Drottni sem hreif dauðann brott. I dag er móðir mín hraust og í alla staði við góða heilsu. Enginn fær séð á henni nokkur merki þess, að hún eigi að baki langt og erfitt sjúkdómsstríð. Sjálf segist hún aldrei'hafa verið heilbrigðari. KallaSur til predikunarstarfs. Ég var aðeins níu ára gamall, er Drottinn kallaði mig, til þess að boða Fagnaðarerindið. Það skeði í Long Beach í Californíu, kvöld eitt, er ég var á bæn ásamt bekkjarbróður mínum úr sunnudagaskólanum, kom kraftur Drottins yfir mig svo kröftuglega, að ég féll á bakið, og var siðan burt hrifinn í anda til himins. Engin mannleg tunga fær lýst mikilleik og dásemd þess, er fyrir augun bar. Kyrrðinni, friðnum, fögnuðinum og kærleikanum, sem gagntók mig, verður ekki með orð- um iýst. Allt í einu sá ég ský koma aðsvífandi úr fjarska. Ský þetta varð æ stærra og bjartara og loks umlukti það mig algerlega. Heyrði ég þá raust mikla, er sagði: Davíð! Ég vil, að þú kunngerir Fagnaðarerindi mitt. Predikir þú það, sem ég til þín tala, munu margir öðl- azt trúna og hljóta lækningu. Blindir munu sjá, daufir heyra og haltir ganga. Þegar ég eftir þessa opinberun, sem stóð í fimm klukkustundir, stóð upp frá bæninni, duldist mér ekki, að Guð hafði verið að kalla mig til predikunarstarfs. Ég greindi nú föður mínum frá öllu þessu. En bæði hon- um og móður minni veittist í fyrstu erfitt að trúa þessu. Þegar ég sá fram á, að ég mundi engan veginn fengið sannfært þau, hvað þetta snerti, þvertók ég fyrir að matast í þrjá daga. En nú þótti pabba nóg komið. Hann kom til mín með tág í hendi, og sagði með hörku í rómnum: „Nú býr hún móðir þín góða máltíð handa þér. Svo étur þú drengur minn.“ Það leyndi sér ekki í svip föður míns, að honum var full alvara. Ég sá einn- ig keyrið í hendi hans, og alinn upp við strangan aga, vissi ég vel, hvers vænta mátti. En þennan dag kom eitthvað það yfir mig, svo ég dirfðist að segja: Pabbi, ég get ekki borðað neitt, fyrr en þú hefir lofað að gefa mér tækifæri, til þess að predika. Löngu síðar sagði

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.