Fagnaðarboði - 01.03.1961, Blaðsíða 5

Fagnaðarboði - 01.03.1961, Blaðsíða 5
FAGNAÐARBOÐI 5 Eldsdíkið, það er meira öllum dauða og skelfingum. En Jesú Krists sigur er öllum dauða og eldsdíkinu yfirsterkari. Hallelúja. — Sá er sigrar, mun erfa þetta, og ég mun vera hans Guð og hann mun vera minn sonur. (Opb. 21, 7.) En í 8. versinu í sama kapítula, eru þeir taldir, sem hafa hlut sinn í díkinu. En fyrir hugdeiga og vantrúaða og viðurstyggilega, og manndrápara og frUlulífismenn og töframenn, og sJcurðgoðadýrfcendur og álla lygara — þeirra hlutur mun vera í díkinu, sem logar af eldi og brennisteini, sem er hinn annar dauði. I þessum syndaverkum heldur Satan þeirri mannveru, sem fer eilíflega illa. Höfum við því ekki öll ástæðu, til þess að prófa o'kkur, hvort við höfum flúið frá þessum myrkraverkum, flúið inn i sigurdýrð Krists og náð tigninni, að verða Guðs synir í þjónustu og hlýðni við Fagnaðarerindi Hans. En syndaverkin eru talin upp og með því sett okkur fyrir sjónir, til þess að við fáum sigrast á þeim fyrir Guðs kærleika og okkaf hlutskipti verði fyrri upprisan. Réttlæti Jesú afklæðir manninn synd og dauða og klæðir hann skrúða réttlætisins til eilífs lífs. Spádómsbók Jesaja endar á þessum orðum: Þvi að ormur þeirra mun ekki deyja og eldur þeirra ekki slokkna, — og þeir munu viðurstyggð vera öllu lioldi. 1 Júdasarbréfi segir í 12. versi: Fölnuð tré, ávaxta- laus, tvisvar dauð, rifin upp með rótum. Guðs dómar eru allir réttlátir. Hver og einn verður dæmdur eftir sínum verkum. Það er óskiljanlegt, að mennirnir, sem Guð hefir skap- að og búið líf og dýrð í Jesú Kristi, menn, sem hlotið hafa allar aðstæður, til þess að öðlast þekkingu á Hon- um, að þeir skuli svo gersamlega láta tælast af höfð- ingja myrkursins og þannig verða eilíflega fjarri algóð- um Guði og friðarheimkynnum Hans, — tældir frá Guði til kvalastaðar fordæmdra. Forhertir í illum vefkum myrkursins, hafa- þeir dauf- heyrzt við kallandi náð Guðs og elsku, hugsunarlaust stefnt að dómi hins annars dauða, sem er allri skelfing meiri. Himnaríkið er VERULEIKI, og er okkur opnað með syndlausu lífi fyrir frelsisverk Guðs Sonarins. Helvítið er einnig veruleiki, en það er eilíflega sigr- að. Með pínu sinni og dauða hefir Jesús Kristur sigrað það. Hans sigur er öllum mönnum til handa, sem til Hans koma og Hans boðum hlýðnast. Dýrð sé Guði, þakkir og heiður. En Guð, sem í fullkominni elsku sinni hefur gefið okkur möguleika, til þess að erfa allt í sigurdýrð Jesú, hlaut í réttlátum kærleika að vara okkur börn sín við öllu óvinarins verki. Svo við metum það eitt, að ganga friðarsporin með Frelsara okkar. Guð er ekki að hræða eða ógna með kvölum Helvítis. Guð veit vel, hvað ríki Satans hefir að bjóða. Þess vegna talar Guð í sínum kærleika um dýrð sína og sigra til allra jafnt, vondra sem góðra. Til hinna vondu, svo þeir láti af forherðing sinni. Til sinna eigin manna, svo þeir elski Hans verk og virði það eitt, að ganga veg lífsins. Heilög Ritning varar margsinnis við glötunarvegin- um, þeim vegi, sem höggormurinn tældi Evu inn á, svo maðurinn snúi sér að Guðs ráði og þiggi lausnina frá synd og dauða. Menn hafa sín vegamerki bæði á sjó og landi og veg- farendur fara eftir þeim. Geri þeir það ekki, liggur við refsing eða sekt. En nú hefir Guð sett okkur vega- merki, er varða okkar sálarvelferð. Svo er okkur í sjálfs- vald sett, hvernig við bregðumst við, hvort við fótum troðum þau eða förum eftir þeim í hlýðni. Synd leiðir til dauða. Þegar syndin er fullþroskuð fæð- ir hún af sér dauða. Þegar dauðadómur hefir verið upp- kveðinn, maðurinn hefir daufheyrzt við kalli Guðs Son- arins, öllu Guðs ráði hefir verið hafnað, það forsmáð og fyrirlitið, þá verður dómurinn óhjákvæmilega hinn annar dauði. Lækningin við syndinni er iðrun og fyrirgefning. Og fyrir þá, sem halda sér við Guðs ráð, halda sér við sigurinn yfir synd og dauða, er hinn annar dauði sigr- aður. Þú telur þig í söfnuði Krists, í söfnuði trúaðra. Þá er þitt, að keppa að markinu, er Kristur hefir þér búið í himinköllun sinni, — þitt að keppa að markinu í synd- lausu og lýtalausu lífi fyrir Guði, í heilagleika og rétt- læti. Kærleikur Guðs knýr okkur, Guðs böm, til þakk- lætis, þegar við hugsum um þá möguleika, er Guð hefir okkur búið í endurlausnarverki Jesú, til þess að fá flúið ógnir synda og dóms og mega hvíla í Guðs náð, fjarri kvölum dauðans, — og það um alla eilífð, þegar Hann — Guð kærleikans gaf sinn Eingetinn Son í dauðánn með BLÖÐI SÁTTMÁLANS, til fyrirgefningar synd- anna. Kærleikur Guðs er fullkominn og sannur. Jesús vísar veginn, Hann er vegurinn heim til Föðurhúsanna. Hann er dómarinn. Hann útbýtir laununum. Réttlætið er Hans og sigurinn tilheyrir Honum. Þeir, sem Drottni Jesú hlýðnast öðlast sigur. í Hans sigri. Drottinn, lát okkur elska sannleikann. Jesús segir, hver sem er sannleikans megin, heyrir mina raust. Friður Drottins Jesú sé með öllum, er Hann elska. Guðrún Jónsdóttir.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.