Fagnaðarboði - 01.03.1970, Side 5

Fagnaðarboði - 01.03.1970, Side 5
FAGNAÐARBOÐI 5 Dagur dómsins En dagur Drottins mun koma sem þjófur, og þá munu himnamir með miklum gný líða undir lok, frumefnin sundurleysast í brennandi hita, og jörð- in og þau verk, sem á henni eru, uppbrenna. (II. Pét. 3, 10). Um þennan dag Drottins lalar Pétur postuli, dag- inn, er kemur sem þjófur til jarðarbúa og verður síð- astur dagur þessarar jarðar, sem Guð gaf okkur í for- gengilegri sköpun. Þá verður ekki friðsamt á jörðu. Jörðin og allt, sem á henni er, brennur og leysist upp i hita, já, öll þau verk, sem jörðunni tilheyra. Ekkert fær stöðvað þau umskipti. Og það, sem þá er orðið, mun standa að eilífu. IJeilög Ritning talar víða um þennan mikla dag Drottins, þótt jarðarbúar vilji hafa þau Orð að engu. Margir ætla, að sá dagur muni aldrei koma. Þeir vænta hans ekki og verða því alls óviðbúnir. Allt, sem um hann er ritað í Guðs Orði, lætur í eyrum þeirra sem hégómaþvaður. En þótt svo sé, að margir skelli skolleyrum við opin- herunum Guðs um þennan mikla dag, þá verða þessi umskipti ekki umflúin. Þetta er dagurinn, sem alla varðar, — dagurinn, þá er allt Guðs fyrirhugað ráð er uppfyllt á þessari jörð, — dagurinn, sem mönnunum hefur alla tíð verið sett fyrir sjónir í Orði Guðs að koma muni. Og hverjum okkar er ekki skylt að þakka fyrir það, að mönnunum er sýndur endir hins forgengilega, þess, sem við jarðarhúar erum oft og iðulega bundnir við. Já, liljótum við ekki að þalcka, þá er við lítum allt eilíft í nýrri, frelsandi sköpun, í dýrð Guðs Sonarins, — lítum IJans eilífa dýrðarríki og allt það, er Hans börn hljóta í arfinum með Honum. Er þá ekki full ástæða til þess að vilja öðlast þekk- ingu á, hver umskiptin verða og gleðjast fullkomn- um fögnuði yfir því, að þá er allt hið fyrra farið, — allt orðið nýtt, nýr himinn og ný jörð, ríki Jesú Krists. Allir fara héðan, þvi enginn saxnastaður er nokkr- um búinn hér á jörð. Guði sé lof og þakkir, að Hann hefur búið öllurn sínum endurleystu samastað með sér í dýrð og ai'fi Jesú Ki'ists, Lausnara okkar. Þar býr réttlætið. Um dag þennan hefur Guð talað sem hinn siðasta dag mannkynsins hér á jörð og af alvizku sinni gefið manninum tíma og tækifæri til þess að sýna sig í breytni sinni gagnvart Guðs ráðstöfunum. Allir mega ganga að því vísu, að þeim er þörf á að fræðast um leyndax-dóminn, eins og hann er af Guði kunnger mannanna börnum, er eiga hér á jörð aðeins stundardvöl, þeir sér til x’éttlætingax*, sem trúa á Jesúm Ki-ist og þiggja Hans endurlausnarvei'k. Yið umsldptin leiðist svo i Ijós, hver arftakan og ávöxturinn verður. Og við þig vil ég segja, sem hii’ðulaus ert um Guðs föðui’elsku, boð Ilans og kall frá öllu því foi’gengilega, — að allt ferst skyndilega og eyðist í eldi, þá er frum- efni jarðarinnar sundurleysast. Það, sem sýnilegt hef- ur vei-ið, brennur upp og verður að engu gert. Þjófurinn gerir ekki boð á undan sér. Og svo verð- ur um þennan mikla dag Drottins. En enginn, sem heyrt hefur Orð Fagnaðarei’indis Jesú Krists, þarf að vera óviðbúinn komu þessa dags. Nói var viðbúinn að mæta hinum rnikla degi flóðs- ins, af því að hann elskaði Guð og hlýddi boðum IJans. Guð talaði til Nóa og undirbjó allt, er Nói þurfti til undankomu, þá er flóðið kom yfir. Náðartíminn, senx Guð gaf fólkinu, var útrunninn. En mennimir gáfu hvorki gaum að predikunum Nóa né létu segjast við að sjá ai’karsmiðina. Menn virtu einskis þann náðartima, sem Guð léði þeim. Þeir héldu sig vita betur en Nói og ætluðu ekki að láta þennan Nóa vera að kenna sér eða vanda um við sig í neinu. Eix smíði ai’karinnar lauk, og hún stóð tilbúin, full- gei’ð. Og allt, sexn um hafði verið talað frá Guði, kom fram. Jesús Kristur segii’, að dagar Manns-Sonarins munu vei’ða senx dagar Nóa. Allt bendir nú til þess, að dagar Manns-Sonarins séu yfirstandandi, — þeir dagar, þá er menn skella skolleyrum við Guðs aðvörunum og sinna ekki sigurdýi’ð Jesú Krists til endui’lausnar, í’éttlætis og helgunar. Sólin hefur gegnt sinu ætlunai’verki til alli’a, jafnt í’éttlátra sem ranglátra. En hún lýtur herra sínum. Þegar hún gengur til viðar, kenxur engum til liugar annað, en húix íxiuni aftur konxa upp, þótt þau um- skipti séu vis, já nær, en við hyggjunx, að svo verður ekki. Við aumir nxenn, senx bindum liugann við það, sem heimsins er. Við látum það fai’a framhjá okkur, hve sá tími er stuttur, sem við erum hér og okkur hér lánaður til að ígrunda kæi'leika Guðs og vilja. Þrátl fyrir það, þarf dónxsdagurinn ekki að koma yfii’ okkur sem snara.

x

Fagnaðarboði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.