Fagnaðarboði - 01.03.1970, Side 6

Fagnaðarboði - 01.03.1970, Side 6
6 FAGNAÐARBOÐI Og menn munu gefa upp öndina af ótta og kvíða fyrir því, er koma mun yfir heimsbyggðina, því kraftar himnanna munu bifast. Og þá munu menn sjá Manns-Soninn koma í skýi í mætti og mikilli dýrð. (Lúk. 21, 26—27). Rristur Jesús forðaðist ekki að tala um hið ókomna. Hann fékk lærisveinum sínum fullkomið Fagnaðar- erindi til heimsins, svo kunnugt mætti öllum vera, að seinni koma Drottins bindur endi á það, sem ekki fær staðizt. Jesús Kristur kemur í skýjum himins, og hvert auga mun sjá Hann. Hinn síðasti lúður gellur og kallar alla til dómsins. Allir verða að koma, þeir heilögu jafnt sem hinir svæsnustu afneitarar, hinir hálfvolgu og þeir, sem kenna sig við nöfn leiðtoga sinna, hverra svo sem er. Þá getur enginn borið því við, að hann hafi ekki þörf fyrir kallið. Enginn kemst hjá að sinna því kalli. Á hérvistardögunum virðast margir afsaka sig með þeim orðum, að þeir hafi ekki áhuga á þ e s s u . Hverju þessu? Og þó sögðu þeir við Guð: „Vík frá oss, — að þekkja þína vegu gimumst vér eigi....“ (Job. 21, 14). Þeir girnast eigi, þ.e. hafa ekki áhuga á að þekkja ráðstöfun Guðs manninum til handa, svo hann geti talizt maður. Maðurinn segir: Ég hefi streizt, ó Guð, ég hefi streizt, ó Guð, og er að þrotum kominn. Því að ég er of heimskur til að geta talizt maður, og mannsvit er eigi hjá mér. Og ég hefi eigi lært speki, svo að ég hafi fengið þekking á hinum Heilaga. (Orðskv. 30, 1—3). Menn eru alls staðar á verði gagnvart hvers konar slysum og voða, þó misjafnlega gangi að afstýra hásk- anum. En Guðs lög og boð eru vel til þess fallin að afstýra öllum „dóms-meinum“. Því Guð varar okkur mennina við hinu vonda, svo við þiggjum og veitum þvi einu viðtöku, er okkur má verða til hjálpar og blessunar, með þvi að við þá þekkjum Guðs ráðstaf- anir og sinnum þeim, eins og Guði er samboðið og sem menn verðugir mannsheitinu. Margir eru þeir, sem halda sig vilja trúna, en þekkja hana ekki sem Guðs kraft. Þessir hinir sömu lifa sjálf- um sér i hégómafýsnum heimsins og gleyma að hlýða „Hirðis-raustinni“. Þeir breyta þess vegna sem óvinir Guðs en ekki sem Hans vinir, þar eð þeir láta Guðs Orðið sem vind um eyrun þjóta og afneita þar með krafti trúarinnar, þvi þeir skjóta sér undan þekking- unni á Guðs Orði. Reiði Guðs kemur þvi yfir þá i rétt- látum dómi. En með harðúð þinni og iðrunarlausa hjarta safnar þú sjálfum þér reiði á reiðidegi og opinberunar Guðs réttláta dóms. (Róm. 2, 5). Menn búa hér um sig á einn eða annan hátt, eins og þeim sé hér á jörð ákveðinn samastaður til lang- frama. Þeir gleyma því, að þeir eru hér sem útlend- ingar og gestir. Lífið verður þeim svefn og andvara- leysi, þótt engum geti dulizt, að dag hvern gengur ljár dauðans yfir. Oft vill glejmiast, að dvölin hér er stutt, og þá er hið nauðsynlega látið ógert, þ.e. uppgjörið við Guð og sjálfan sig. Áfram er svo haldið á flóttan- um. Og vinirnir veigra sér við að tala um skilnaðar- stundina, í stað þess að ræða um burtförina héðan, sem alla ber óðfluga að og ekki verður umflúin. Shkt má ekki vera neitt, sem menn veigra sér við að tala um og aldrei ræða, nema þá i hljóði eða dulbúningi. .Tesús talaði opinbert um dauða sinn bæði við læri- sveina sína og Gyðingana. Um dauðann ætti því ekki að tala, meðal vina, sem væri það eitthvert launungar- mál. Þögla sorgin talar sínu máli. En mörgum vinum ymði það léttir, ef þeir gætu talað saman um skilnað- arstundina, burtförina héðan, og búið sig sameigin- lega undir skilnaðinn. Menn segja oft: Hver er tilbúinn að mæta Guði? Þeir einir, sem þegið hafa fyrirgefning syndanna og brota sinna gegn boðum Guðs. Vér biðjum í Krists stað: Látið sættast við Guð. (II. Kor. 5, 20). Guð gaf Jesúm Krist til þess að frelsa synduga menn og með kross-dauða sinum að sætta okkur við Guð, svo við mættum erfa eilíft líf og lifa meðan við dvelj- um hér á jörð samkvæmt boði Hans, hafandi allan hug á að gera Hans vilja og vera Hans vinir. Og Hann bauð oss að prédika lýðnum og vitna, að Hann er sá af Guði fyrirhugaði dómari lifenda og dauðra. Honum bera aílir spámennirnir vitni, að sér- hver, sem á Hann trúir, fái fyrir Hans Nafn synda- fyrirgefning. (Post. 10, 42—43). Friður og náð hlotnist öllum, sem Guð elska. Guðrún Jónsdóttir.

x

Fagnaðarboði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.