Fagnaðarboði - 01.03.1970, Page 8

Fagnaðarboði - 01.03.1970, Page 8
8 FAGNAÐARBOÐI Vitnisburður Jesús sagði: Ég er Ijós í heiminn komið, til þess að hver, sem á mig trúir, sé ekki í myrkrinu. (Jóh. 12, 46.) Það er mikill munui' að vera á göngu á björtum degi, þegar sólin skín, eða á dimmri vetrarnóttu. Þann- ■ig get ég helzt lýst þeim umskiptum, sem urðu i lífi mínu, þegar ég sneri mér af alvöru íil Jesú Krists, míns blessaða Frelsara, til þess að hafa Hann að leiðar- ljósi. Fyi-ir mörgum árum fór ég að sækja samkomur trúaðra, þar sem Guðs Orð er boðað hreint og óskor- að. Þar fann ég að ríkti friður og öryggi, sem ég sjálf átti ekki. Guðs Orð upplýsti mig um það, að vegirnir eru tveir — annar Jn-eiður, sem liggur til glötunar, hinn mjór, sem liggur til lífsins. Nú varð ég að gera upp við mig, hvorn veginn ég ætlaði að fara í framtiðinni. Guði sé lof, að ég féklc náð til þess að velja veginn, sem liggur til hfsins. Það var vegna langlyndis míns blessaða Frelsara, Jesú Krists, sem ekki lét af að tala til mín og sýna mér, að mér bar að gera iðrun og láta af synd- um mínum. Ég er þess fullviss, að Jesús hefir fyrirgefið mér all- ar syndir minar og gefið mér sinn frið. Daglega má ég hafu samfélag við Drottin minn og Frelsara og koma með öll mín málefni fram fyrir Hann í hæn. Yarpið allri áhyggju yðar upp á Hann, því að Hann ber umhyggju fyrir yður. (1. Pét. 5, 7.) Hjá Drottni Jesú er það öryggi, sem allir menn þrá og leita að. Og það er fyrir alla. Ég hef líka oft fengið að reyna það, að Kristur .Tesús læknar sjúka, þegar leitað er til Hans í einlægni, því IJann er Iiinn sami i gær og í dag og um alla eilífð. Helga Árnadóttir. Gefið út af Sjálfseignarstofnuninni Austurgötu 6, Hafn- arfirði, sími 50075. — Afgreiðsla á sama stað. Árgjald blaðsins 28 kr. en eintakið 7,00 kr. 4 blöð koma út á ári. Á sumardagsmorguninn fyrsta Drottinn elskar þig Þú Drottinn ert ljós ofar geigvænum geim og glófögur skinandi stjama. Þú lýsir hvern skugga i lævisum heim á leið þinna elskuðu barna. Þú annast hvert harn þitt af einskærri náð, og aldrei þín trúfesti blundar. Hvert fótmál og' handtak á himnum er skráð og hugsanir líðandi stundar. Þú lieyrir hvert andvarp og aumingjans kvein, hvert æðarslag, Drotlinn, þú greinir. Og aldrei var hjálp þin og umhyggja sein. — Sá einn þetta vottar, sem reynir. Ilvert andartak, Drottinn, þú ert þeirra vörn og allt fram til síðustu stundar. Þú elskar svo mildð þín endurheimt börn, að enginn á jörðu það grundar. Og enn er ei vitað né upphugsa má, hver undur Hann búið þér hefur. Það ætti að vera þin einasta þrá að öðlast þá náð, sem Hann gefur. I hendur þér, Drottinn, ég fúslega fel mitt fávíst og trúlítið hjarta. I vonglöðu hrjósti svo ást mína el til eilifðar-morgunsins bjarta. Kristján Kristmundsson. 23. árg. 3. tbl. 1970

x

Fagnaðarboði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.