Fagnaðarboði - 01.03.1986, Blaðsíða 4

Fagnaðarboði - 01.03.1986, Blaðsíða 4
FAGNAÐARBOÐI 4 ar sem þangað sóttu samkomur, og komið vitinu fyrir þá. En svo bætti hún við, að sig hafi alltaf langað til að heyra tungutal, þ.e. talað tungum. Ég hringdi til fjölskyldu sem ég vissi að sótti reglu- lega samkomur hjá FGBMFI og varð það að sam- komulagi okkar í milli, að við færum saman á samkomuna næsta laugardag. Mér virtist þessu erindi mínu hafa verið tekið með hinu mesta jafnaðargeði, en síðar frétti ég að þau hefðu varla ráðið sér fyrir fögnuði, er þau heyrðu að við ætluðum að koma með þeim. Við fórum í bíl þeirra og ókum um 30 mílur til litla bæjarins, þar sem halda átti samkomuna. Þegar við renndum inn á bílastæðið fann ég til sektarkenndar. Hvað — ef einhver sem við þekktum sæi til okkar? Síðan smeygðum við okkur svo lítið bar á, inn í sam- komuhúsið. Guðsþjónustan hófst með söng. Ég átti bágt með að trúa því, én ég fann hversu andrúmsloftið var þrungið gagnkvæmum kærleika og fögnuði í Drottni Kristi Jesú. Sumir lofuðu og vegsömuðu Hann upp- lyftum höndum. Djúpur innri fögnuður ljómaði af andlitum viðstaddra, sem all-t of sjaldan sést á venjuleg- um hefðbundnum guðsþjónustum. Það sem fyrir augu bar þarna, var mér að mestu framandi, en fókið eðli- légt og algerlega laust við öll merki múgsefjunar. Þegar við hjónin litum hvort á annað, leyndi sér ekki, að sama spurningin brann á vörum okkar beggja: Hvern- ig getur þetta fólk eignast slíkan fögnuð trúarinnar? Eftir sönginn bar ræðumaður, Bob Lewis, fram sinn vitnisburð. Þar fékk ég að heyra, að hann hafði glímt við söfnu spúrningar og ég. Líkja mátti lífi okkar béggja saman á margan hátt. Að athöfninni lokinni fórum við Bettý að tala við prédikarann. Hann var afar vingjarnlegur og sýndi, að hann bar einstæða umhyggju fyrir okkur sem per- sónulegum einstaklingum. Hann spurði, hvort við vildum eða óskuðum eftir að taka við því, er Guð hefur fyrirbúið mönnunum, öðlast fylling gjafa Hans. Við svöruðum þessu játandi. Þá báðu þau Bob Lewis og kona hans fyrir okkur og hlutum við Bettý skírnina' í Heilögum Anda á sömu stundu. Ólýsanlegur fögnuð- ur fyllti hjörtu okkar og bæði fórum við að tala tungum, bera fram lofgjörð og bænir á framandi tung- um. Ég hafði aldrei áður séð andlit konu minnar ljóma af slíkum fögnuði sem þá. Þegar við vorum í þann veginn að fara niður af pall- inum bað eiginkona prédikarans okkur að hinkra við. „Bíðið andartak“, sagði hún, en vék sér síðan að manni sínum með þessum orðum: „Ég trúi að við eigum að biðja fyrir þessari konu, hún þarfnast lækn- ingar.“ Síðan lögðu þau hendur yfir okkur og báðu til Drottins, en við gátum ekki risið undan ofurþunga kraftarins og féllum niður. Á meðan Bettý lá þar, heyrði hún Drottiit tala til sín þessum huggunarríku orðum: „Þú þarft ekki að leita til lyfjanna þinna fram- ar, Ég hefi læknað þig“. Nú eru 8 ár liðin frá þessum atburði og Bettý hefur aldrei fundið fyrir þessum kveljandi ótta aftur. Engar dvalir á sjúkrahúsi, engar lyfjatökur, engar vitjanir til lækna, allt burtu máð. Hinn mikli Læknir, Lausnari mannanna, snart hana þetta kvöld og gerði hana heila af fjölda meina. Tveim vikum síðar varð henni einnig ljóst, að hún þurfti ekki að nota gleraugu. Loksins hefi ég fundið og öðlast þá lífsfyllingu sem mig skorti árum saman. Við trúum því, að Drottinn noti okkur sem verkamenn í víngarði sínum. Þeir sem þjóna fámennum söfnuðum í litlum bæjum og þorpum, kunna að hugsa sem svo, að starf þeirra og þjónusta beri lítinn ávöxt. Við þá vil ég segja: „Verið hughraust. Ivarlar og konur þarfnast boðskap- arins sem þið hafið að flytja, þarfnast kærleika ykkar og umhyggju. Verið þolgóð og Drottinn )esús mun sjá um verk þjóna sinna“. Mér verður líka hugsað til starfsbræðra minna, von- svikinna í starfi sínu sem finna að þeir hafa farið einhvers á mis til þjónustunnar, þrátt fyrir menntun og vinsældir. Drottinn á sína vini til að leiðbeina, svo við öðlumst þann trúarstyrk og lífsfyllingu gjafa Drott- ins, sem okkur er nauðsynleg. Um það get ég gleggst borið vitni af eigin reynslu. (Lauslega þýtt úr tímaritinu Vóice). Guð gefi ykkur sanna jólagleði og blessunarríkt nýtt ár, í Jesú nafni.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.