Fagnaðarboði - 01.03.1986, Blaðsíða 5

Fagnaðarboði - 01.03.1986, Blaðsíða 5
FAGNAÐARBOÐI 5 Demos Shakarian: Kraftaverk Drottins Það mun verða á hinum efstu dögum, segir Guð, að ég mun úthella Anda mínum yfir alla menn; sjnir yðar og dcetur yðar munu spá, og ungmenni yðar munu sjá sýnir og gamalmenni yðar mun drauma dreyma. (Post. 2:17) Nú á tímum stöndum við á þröskuldinum inn í út- helling Heilags Anda. Dr. Charles S. Price, nefndur brautryðjandi náðargjafavakningarinnar (The charis- matic movement), sagði við mig fyrir rúmum 30 árum, að ég myndi upplifa þá tíma sem kæmu — eftir hina miklu boðunarþjónustu til lausnar og frelsis — að leik- menn kæmu fram sem verkfæri Guðs í hinni síðustu, miklu vakning áður en Jesús Kristur kæmi aftur. Dr. Price kvaðst ekki mundu lifa það sjálfur að sjá þann dag, „En þú Demos, átt eftir að upplifa þetta“, sagði hann. Árið 1984 fór Drottinn Guð á ýmsan hátt að tala og vinna til mín í sambandi við þessi spámannlegu orð sem til mín höfðu verið töluð. Það sem Guð tal- aði til mín var á þessa leið: - ,,Far þú í danssalina, legðu leið þína þangað og ég mun úthella af Anda mínum. Stórkostlegar lækningar sjúkra munu eiga sér stað. Þú og aðrir leikmenn verðið notaðir sem verkfæri til lausn- ar og, lækninga — Og þetta er engin ný vitrun til okkar mannanna. Þetta er þegar frá öndverðu framgangur Guðs fyrir- heita og kærleiksráðs til okkar mannanna barna. Dr. Price hafði lýst þessu á þann veg, að leikmenn myndu fara inn í sjúkrahúsin og biðja þar fyrir mönnum sem haldnir væru ólæknandi sjúkdómum og Drottinn mundi lækna þá, og þeir verða samstundis alheilir meina sinna. Eg veit, að þessi tími er þegar kominn, já er vissulega yfírstandandi. Guð kallar menn úr hvaða stétt sem er, til sinnar kraftaverka-þjónustu, lausnar- og lækningaþjónustu. Og ég trúi því fastlega, að fjöl- miðlar, muni birta frásagnir af þessu. Við verðum í ýmsu að hverfa aftur til gömlu dag- anna - hafa bænastundir að þeirra tíðar hætti — hafa eins og þá samkomur í danssölum og á skemmtistöð- um, snúa aftur að því sviði, á þann vettvang, þar sem frumkvæðið gerðist að þessum samtökum okkar- FGBMFI. Við verðum að ná til þeirra sem eru í heims- ins glaumi með boðskapinn um skírnina í Heilögum Anda - með Fagnaðarboðskapinn um lækningar fyrir benjar Krists. Það verður að hjálpa mönnum að verða sjónarvottar að valdi og mætti Drottins að verki með- al mannanna. Eg verð dag hvern í æ ríkara mæli vitni að þessu máttarundri Drottins Guðs, kraftaverkum sem yfir- ganga allan skilning manna. Ungur maður, Steve Schagel frá Phoenix í Arizona, féll niður af annarri hæð byggingar, en í fallinu festi hann hælinn í stiga svo hann féll ekki alla leið niður. Engu að síður tognaði hann og skaddaðist svo stór- lega á baki, að hann varð að vera í hjólastól. Eg lagði hendur yfir hann og bað fyrir honum til Drottins. Skyndilega reis hann á fætur alheill og fór að dansa um gólfíð fagnandi í Heilögum Anda. Hann hafði hlotið fullkomna lækning meina sinna. Og þegar hann fór af samkomunni gekk hann styrkur út og ýtti hjóla- stólnum á undan sér. Þegar ég nú nýlega var á ferð í Virginíu, hitti ég þar mann sem vegna lömunar varð að nota hækjur. Hann ól sára beiskju í brjósti sökum þessa hlutskiptis síns. Eg greindi honum þá frá því, hvernig ég hafði hlotið lækning frá Drottni. Fyrir Heilaga Andann leiddist hann til þekkingar á því,að það sem bæri á milli hvað okkur tvo snerti í þessum efnum, væri það, að ég ætti í hjarta mínu frið við Guð en hann ekki. Nokkru síð-' ar gafst mér tækifæri til þess að eiga bænastund með þessum manni, og hann tók við Jesú Kristi sem Frels- ara sínum. Næsta dag fleygði hann frá sér hækjunum, því hann var orðinn heill, hafði hlotið frá Drottni fullkomna lækning meina sinna. Máttarverk Drottins til lækninga eru að verða augljós- ari á meðal okkar nú en verið hefur um langt skeið. Það er knýjandi hvatning frá Guði til þjóna sinna í leikmannastétt að koma fram á sjónarsviðið í þessu þjónustuverki. Til þess að opinbera þennan sannleika, lét Drottinn Guð hérgreint máttarverk sitt gerast í lífi mínu. Við Rose, konan mín, sóttum Alþjóðaþing Hvíta- sunnumanna í Jerúsalem og vorum í þann veginn að ganga inn í samkomusalinn, þegar við heyrðum að kona kallaði upp nafnið mitt. I fylgd með henni var maður sem studdi sig við tvo stafi, al'ur í keng og

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.