Fagnaðarboði - 01.03.1986, Blaðsíða 8

Fagnaðarboði - 01.03.1986, Blaðsíða 8
8 FAGNAÐARBOÐI Heiðrum Soninn I því birtist kærleikur. Guðs meðal vor, að Guð hefir sent sinn Eingetinn Son í heiminn til þess að vér sh/ld- um lifa fyrir Hann. (i.Jóh.j.y) Guð þráir að við sjáum Kærleikann, til að lifa fyrir Hann. Kærleikurinn er líf Guðs í Jesú Kristi. Þar sjáum við Hann til þess að lifa því lífl sem Guð hefur okkur fyrirbúið. Margir spyrja um tilgang lífs síns, því þeir hafa ekki fundið lífið sem þeim var fyrirbúið, aðeins strit og mæðu. Það er engin undur að svo sé. Á með- an við sinnum ekki verki Guðssonarins, finnum við ekki lífið Hans. Allt er forgengilegt, hver dagur rennur sitt skeið. Veraldarverkin eru mörg, en lífið stutt. Hið nauðsyn- lega er sett hjá, og okkar eigin vilji er hafður í fyrirrúmi. Svo undrumst við er samtíðin hverfur sjónum, eins og við álítum okkur hafa ómældan tíma fyrir eigin hugsjónir eða vilja. Kærleikurinn frá Guði kominn, veitir allt eilíft í Jesú Kristi, svo það er okkar skylda að þekkja Hann, ef við viljum lifa. Það er af Guði fyrirbúið til að við göngum ekki eins og blind í myrkri vanrækslunnar. Minnumst þess, að Guð elskaði okkur að fyrra bragði. Það er verk kærleikans að gefa lífið sem gildir í Guði. Ef við elskum Hann, þá hyggjum við á það sem Hans er og erum drykkjuð lífsgleðinni, í ljósi Sannleikans. Kristnum mönnum fmnst eðlilegt að halda þrjár há- tíðir á ári, út frá verki Sonarins, er Guð opinberaði í dýrðarsigri Hans, yfir öllu óvinarins verki. Við getum gert það af siðvenju, án þess að hugsa um hvílíkur sigurfögnuður er opinberaður fyrir Frelsarann. Veruleikinn er skráður og okkur kristnum mönnum skilt að eiga hlutdeild í verki elskunnar, sem Guð lagði fyrir okkur. Þessi er minn elskaði Sonur, sem ég hefi velþóknun á; hlýðið á Hann. (Matt. /7.7) Elífa lífið er aldrei nema af Einum, og við gleðjumst á fæðingardegi Hans, sem kom frá himni. Svo þeir sem hyggja á þá dýrð er birtist í Honum finna sig lausa úr fangelsisv'ist syndar og dauða, innritaða í Lífsbók- ina, sem opnuð er þeim sem hlýða Orði Guðs. En í því er hið eilífa líf fólgið, að þeir þekki þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesúm Krist. (Jóh. 17:}) Þá stundum við á það sem Guðs er, að vera heima- menn Hans. Þjóð Guðs missti sjónar á Guði sínum, er hún sinnti ekki Orði Hans, svo þeir voru eins og yfirgefnir. En þegar hún sneri sér til Guðs elsku í Kristi, þá var líkn- in vís. Svo er það enn. Okkar eilífi Guð og Konungur hefur búið sínum göngu með sér. Það er þjónusta elsk- unnar, að varðveita Guðs Orð. Gyðingarnir töldu sér trú um að þeir elskuðu Guð, en Kristur kannaðist ekki við þá sem sína, því að þeir voru gengnir frá Orði Guðs. Verum þess vegna Ijóssins börn, sem söfnum ávexti eilífs lífs, eins og Trúarhöfundurinn hefur okkur fyrir- búið, Guðssonurinn sem kom með fullkomið verk, til að vinir Guðs nytu náðarinnar. Samtíðarmenn Nóa, prédikara réttlætisins, fórust allir í flóðinu: Þéirra hlutskipti var 'dómsrefsing, því þeir sinntu ekki elsku Guðs. En Nói fékk heiðurinn og vegsemdina með trúnni. Örkin hefur ekki verið smíð- uð á einum degi, svo samtíðarmenn smiðsins hafa mátt vita hvað var í vændum. En þeir skeyttu ekki um hið boðaða Orð, heldur fylltu mæli sinn, með því að daufheyrast við því, tóku ekki aðvaranir Guðs gild- ar Og 'hverjum sór Hann, að eigi skjldu þeir ganga inn til hvíldar Guðs, nema hinum vantrúuðu? Og vér sjáum, að sakir vantrúar fengu þeir ekki gengið inn. (Hebr. y.i 8-19) Vantrúin gerði þá vanheila og óvini Guðs. Þeir höfðu Orðið sem Guð talaði við þá og alla möguleika á að hlýða. Efalaust hafa þeir treyst sjálfum sér betur en Skapara sínum. Prófum sjálfa okkur og biðjum Hann að opinbera hvar við stöndum, svo við þrjóskumst ekki móti elsku Guðs. Gefum okkur hlýðninni á vald, því Drottinn ber vitni með þeim er Hann heiðra. Hönd Drottins er útrétt þeim til góðs er aganum taka. iAlla þá sem eg elska, þá tyfta eg og aga. (Opinb. y.19) Guðrún Jónsdóttir. Kærleikur Guðs varir! Gefið út af Sjálfseignastofnuninni Austurgötu 6, Hafnarfirði. Afgreiðsla Fagnaðarboða er að Hverfis- götu 6B, Hafnarfirði, sími 50077. - Ársgjald blaðsins 40 kr., en eintakið 14 kr. - Þrjú blöð koma út á ári. 3. tbl. 1986 39. arg.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.