Fagnaðarboði - 01.02.1989, Side 1

Fagnaðarboði - 01.02.1989, Side 1
En leitið fyrst ríkis Hans og réttlætis, og þá mun allt þetta veitast yður að auki Náðarkall og þjónusta Sallýjar Olsen Við höfum heyrt um þau undur sem fylgdu í fótspor Jesú og sagt er frá í Biblíunni, hvernig Hann uppfyllti allar þarfir þeirra sem til Hans komu, mettaði mannfjöld- ann og læknaði hverskonar sjúkdóma. En getum við nú á dögum, í tækniþjóðfélagi nútímans, vænst máttar- verka Hans á sama hátt? Glögg merki þess sjást í starfí Sallýjar Olsen sem hefur þjónað Guði í áratugi og Hann borið starfi henn- ar vitni með kærleiksundrum sínum. Þannig sannar Drottinn sig að vera ávallt hinn sami, / gær og í dag og um allar aldirnar, til þeirra sem sinna boði Jesú Krists og veita verkum Hans viðtöku. Sallý er fædd í Bergen árið 1913 og missti hún föður sinn fimm ára gömul. Eins og kunnugt er, var erfiður tími í Noregi á árunum kringum 1920, svo ekkjunni reyndist ekki kleift að hafa litlu dæturnar sínar hjá sér. Sex eða sjö ára gömul var Sallý send burt til vanda- lausra og dvaldist þar til tólf ára aldurs. Hún þekkir því af eigin raun hvernig er að vera umkomulaust, fátækt barn, en um þennan tíma í lífi sínu vill hún sem minnst hugsa, vegna sárra minninga. Sautján ára að aldri fór Sallý til New York og vann þar í fyrstu við ýmiss konar heimilisstörf. A því tíma- bili fann hún gjörla að Drottinn ætlaði henni sérstakt verk að vinna. Þegar hún öðlaðist lifandi trú, hófst hin mikla fórnarþjónusta, við að hjálpa öðrum. Starfsvett- vangur hennar varð þá í fátækrahverfum borgarinnar, en beindist æ meir að innflytjendum frá Puerto Rico og Cuba. Um tíma starfaði hún meðal hættulegustu aflarotamanna Chicago og Mexico og þeirra íbúa þess- ara borga sem lifðu við hvað mesta örbirgð. Dag einn var Sallý á bæn frammi fyrir Drottni sínum og heyrði þá rödd sem sagði: E)ýar Aafs/ns i>/ða eftír Orð/ mm. Þetta var endurtekið aftur og aftur, svo hún fór að biðja Guð að senda einhvern þangað. Og svarið kom: ÞÚ skalt fara. Eyjan sem Sallý var ætluð hét Puerto Rico og þangað fór hún til starfa, án þess að kunna spænsku eða þekkja nokkurn mann sem gæti liðsinnt henni. Menn spyrja fullir undrunar hvernig svona nokkuð eigi sér stað og svarið verður ótvírætt, að enn í dag kallar Drottinn til sinna verka. Sallý fékk náð til að hlýða kallinu og hefur vitjað fanga með boðun Fagnað- arerindisins og verið sunnudagaskólakennari, auk þess að stofna og reka heimili fyrir munaðarlaus börn. Þetta verk ber þess vitni að hér var ekki um mannlega ráð- stöfun að ræða, heldur kærleiksráð Guðs, í sigri Drott- ins Jesú Krists. Árangur starfsins sýnir það svo ekki verður um villst. Hinir harðsvíruðustu glæpamenn hafa komist á réttan kjöl undir fyrirbænum og kærleiksríkri leiðsögn Sallýjar,

x

Fagnaðarboði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.