Fagnaðarboði - 01.02.1989, Síða 6
6
FAGNAÐARBOÐI
Æðstuprestar og öldungar ísraelslýðs afréðu að taka
Jesúm af lífi og álitu að ef þeir gerðu það, þá væri öllu
Hans verki lokið, rétt eins og var með aðra samtíma-
menn, er áttu sinn takmarkaða tíma hér. En Guðssonur-
inn lifir og við fyrir réttlæti Hans.
Sa;// og /ei/agur er sá, sem á /j/tá / Jýrr/ uppr/sumá,
jf/r þe/m /ef/r /t/uu amar áaue)/ eÆÆ/ ra/á, /je/áur muuu
þe/r rera þres/ar Guás og Kr/s/s,ogþe/r muuu r/Æ/a með
Houum um þúsuuá ár. (Op/ub. ao.új
Hér er talað um þá sem ávöxt bera í dýrð Drott-
ins. Það er vakan sem Hann hefur búið okkur. Guðs-
sonurinn á allan sigurinn og býður okkur að vera í
sér. Hann gefur fyrirheiti um nýjan himin og nýja
jörð og hefur búið þeim þar stað. Allt nýtt fyrir Jes-
úm Krist sem bað þess að börnin sín yrðu hjá sér.
Við eigum að þekkja þau heimkynni og vinna trúar-
verkin er Hann lagði fyrir okkur.
Og eg sá ujfan /j/m/n og uj/a /öre), þtu ar) /j/un fyrr/ /j/m-
/nn og/j/n fyrr/Jörð uar /jorf/n, og/jaf/ö er ekÆ/framar ///.
(0p/ni>.2/:rJ
Það er lítið rætt um nýjan himin og nýja jörð. Him-
inn, jörð og hafið hvarf og engin eftirsjá er í hinu for-
gengilega. Ný Jerúsalem huldi það allt, því nú var hið
varanlega opinberað og framrétt í eilífum ávexti og
skarti, sem engum líður úr minni. Þar er allt af Einum
runnið í opinberunarverki Guðssonarins sem gjörir alla
hluti nýja.
Opinberun hlýtur að vera til þess að birta óorðna
hluti. Hún ber vitni um Orð Guðs og vitnisburð Jesú
Krists. Okkur var full þörf á henni svo við misstum
ekki sjónar á Jesú og verkum Guðs er Hann opin-
beraði vinum sínum, til þess að þeir héldu vöku sinni.
VAKIÐ !
Að fyrirhuguðu ráði Guðs var þeim gefið að kunn-
gjöra elsku Hans. Guð elskar sín börn og gefur þeim
sjálfan sig og sinn vilja í fullkomleika. Ríki Hans er ekki
stundlegt, heldur eilíft og áreiðanlegt í Lífi elskunnar.
Trúin með þekkingu á Sannleikanum er mönnunum
gefin svo Líf Jesú renni í fylling sinni til allra er Hon-
um hlýða. Guð ætlar okkur að vera heimamenn Hans
í Lífi Jesú, sem Hann gaf og gefur enn. Sonurinn var
fús að fullkomna sitt verk að vilja Föðurins svo við
yrðum af Guði séð fyrir allt er Hann lagði á sig. Þannig
er okkur fyrirbúið og tilreitt að verða sátt við Guð og
gerast óvinir syndarinnar sem stríðir á móti heilaga
Líftnu er Guð bjó og lagði fyrir okkur, þegar Hann
bauð öllum að hlýða á Soninn.
Þess/ er m/nn e/skaö/ Sonur, sem eg /jef/ ue/þöh/un á;
/jfö/ö á Hann. (J^-T7:/J
í stað þess að taka við þessum Lífsins boðskap, hróp-
uðum við Hann í burtu og héldum áfram í myrkrinu,
villir vegar. Svo er það enn í dag, þar til við fylgjum
Honum í réttlætisverkum trúarinnar. Guðs Orð er í
verkum Jesú, sem gjörir allt í sínum Föður, svo sigur
Hans sé ríkjandi í mætti og dýrð Kærleikans.
Hvar sjáum við verk Jesú í dag? Þar sem Guðsríkið
er, þar er Hann. AI/// R/k/ er ekk/ af pessnm /je/m/.
Eru margir sem leita að Guðsríkinu? Okkur má
aldrei gleymast að í dag er Jesús Kristur við sín verk
í Ríki sínu.
Margir biðja - tilkomi þitt Ríki - biðja um að Ríki
Hans komi, en að biðja af einlægu hjarta er að öðlast.
Jesús lýsir sínu Ríki sem friði og fögnuði í Heilögum
Anda. Þar er allt eilíft og Hann allt í öllu. Heimurinn
líður Undir lok og verum minnug þess, að hann er fall-
valtur. Hér erum við útlendingar og gestir sem þurfa
að þiggja fótfestu á Ivlettinum sem aldrei bifast/þótt
allt brenni upp hér á jörðu eins og opinberað er í
Guðs Orði. Jörðin ferst í dómseldi, það er Guðs skrift.
Þér eruö p/n/r m/n/r, efþérg/ör/öþaÖ sem ég /jöjöur.
(Jök/;:/f
Elska Guðs opinberast í verkum Ljóssins þegar
mannanna börn gefa sig til hlýðni við Orð Guðs og
þekkjast sem vinir Hans. Það er veruleiki að allir kristn-
ir menn verða að vera vinir Drottins. Ef ekki, þá berj-
ast þeir á móti elsku Hans. Jesús Kristur uppfyllir lof-
orð sín. Þar er Guðs Ríkið til staðar með trúarverkum,
sem Hann, fullkomnari hinnar sönnu trúar, framkvæm-
ir. Hans Ríki er ekki af þessum heimi. En öllum endur-
leystum Guðsbörnum ber að vitna og vinna að því.
Að lifa Jesú er að vinna Honum. Verk Hans var að
gera vilja Föðurins og þau verk renna fullkomin í kær-
leika til okkar. Kristnum mönnum ber að vinna verk
Jesú Krists, sem eru þekkt fullkomin og eilíf í náð og
sigri. Vinir Hans hafa möguleika á að heyra boðið:
Verið eftirbreytendur mínir. Það er lífsins skóli. Gleym-
um því ekki.
H/J/ e/n/jper fý/g/a mér, þá afne/// /jann Já/fnm sér og
/ak/ upp kross s/nn áag/ega og f/g/ mér. (Lúk P-'2jJ
Við erum ósátt við vilja Guðs, þar til við þiggjum
að Jesús Kristur sé okkar Frelsari með sínum eilífa
kærleika. Hann tók syndir okkar á sig til þess að við
skyldum meðtaka og lifa Lífi Hans, Guði þóknanlega.
Heyrum og þiggjum af Honum sem kallar: Komið
allir ! Þekkjum og hlýðum raustu Guðssonarins og
verum í samfélaginu við Hann, heimamenn í Ríki
Guðs þar sem Kærleikurinn er gefandi í fylling sinni.
Guðrún Jónsdóttir