Fagnaðarboði - 01.02.1989, Qupperneq 7
FAGNAÐARBOÐI
1
Kallaður til vitnisburðar
Thomas L. Ashcraft
Framhald úr síðasta blaði.
Drungalegan mánudagsmorgun var ég að fá mér kaffi
í vinnunni og tók þá eftir lágvöxnum, dökkklæddum
manni sem starði á mig. Þegar ég stóð upp til að fara,
elti hann mig út á bílastæðið og spurði feimnislega:
„Viltu biðja fyrir mér”? Ég varð dálítið undrandi, en
svaraði síðan:„Já, hvar er bíllinn þinn”?
Hálfvandræðalegur settist maðurinn í ökumannssætið
og ég við hlið hans. Hann byrjaði að rekja raunir sín-
ar, en ég bað hann að hætta öllu slíku tali og gerði
honum ljóst, að Jesús Kristur þekkti þetta allt. Ef hann
varpaði öllum sínum áhyggjum á Drottin og gæfist
Honum af einlægu hjarta, þá mundi Hann sjá um öll
vandamálin. „Þetta er minn persónulegi vitnisburður,
ég hef sannreynt það sjálfur”, sagði ég „og líf mitt
gerbreyttist”.
A undursamlegan hátt gaf Drottinn mér, sem sjálfur
var eins og barn hvað trúarreynslu viðkom, að biðja
fyrir þessum hrjáða manni og leiða hann þarna á staðn-
um í auðmjúkri bæn, til iðrunar og afturhvarfs. Síðan
fór ég aftur til vinnu minnar.
Um það bil ári síðar birtist þessi sami maður allt í einu
á skrifstofu minni. „Getur þú séð af 15 mínútna við-
tali við mig”? spurði hann kurteislega og fitlaði feimnis-
lega við hattinn sinn.
„Auðvitað”, sagði ég „gjörðu svo vel og fáðu þér sæti”.
„Manstu eftir því þegar þú baðst fvrir mér ? Ég hafði
reikað inn í kaffistofuna með flösku af eitri í höndunum
og ætlaði að fara að hella úr henni í vatnsglas og stytta
mér aldur”.
Ég varð alveg orðlaus að heyra þetta og hrissti höfuð-
ið í skelfingu. Hann hélt áfram. „Innri rödd hljómaði
þá allt í einu til mín sem sagði: Spurðu þennan mann
hvort hann vilji biðja fyrir þér ! Þess vegna elti ég þig út
á btlastæðið”.
„Af hverju ætlaðir þú að fremja sjálfsmorð”? spurði
ég. Hann leit augnablik niður fyrir sig, en horfði síðan
beint í augu mér: „Ég átti vingott við konu í nokkur
ár og hafði um tíma viljað slíta sambandi okkar, en hún
sagðist þá mundi svifta mig lífi.
Þennan morgun tilkynnti konan mín mér að hún
ætlaði að yfírgefa mig. Börnin okkar höfðu snúið við
mér baki og vildu ekkert með mig hafa. Þau höfðu
misst alla virðingu fyrir mér og ég vissi mætavel hvers
vegna. Eftir að ég svo kom til vinnu, tilkynnti yfirmað-
ur minn mér innan fimm mínútna, að ég væri rekinn”.
Ég varð agndofa og sagði við hann: „Þér hlýtur að
hafa fundist lífið vera orðið einskis virði undir þessum
kringumstæðum’ ’!
„Já, þannig fannst mér einmitt allt vera orðið von-
laust. Þegar þú baðst Guð að ráða fram úr vandamálum
mínum, þá velti ég fyrir mér hvernig Hann mundi
geta gert það”.
„Og hvað gerðist svo”? spurði ég með öndina í hálsin-
um.
„Eftir að þú baðst fyrir mér fór ég fyrst til vinkonu
minnar, staðráðinn í, að segja skilið við hana, þrátt fyr-
ir hótanir hennar. En þegar þangað kom, þá oþnaði
hún ekki einu sinni fyrir mér, heldur hrópaði út um
dyragluggann, að hún hefði sagt skilið við mig, ég
skyldi koma mér heim til konu og barna. Er þangað
kom ætlaði ég að biðja þau, að fyrirgefa allt sem ég
hafði gert á hluta þeirra og gefa mér annað tækifæri.
Konan mín fagnaði þá komu minni opnum örmum,
ásamt börnum okkar, sem öll voru reiðubúin að fyrir-
gefa og færa allt til betri vegar.
Strax næsta dag fékk ég svo vinnu með 25 dollurum
hærri vikulaunum, en ég hafði fengið þar sem mér var
sagt upp. Einnig læknaði Drottinn mig af hjartasjúk-
dómi sem ég var haldinn.
En stórkostlegast af öllu var trúarfullvissan, sem opn-
aði augu mín fyrir því sem bíður Guðsbarna í dýrðar-
ríki Hans”, sagði hánn að lokum.
Þegar maðurinn var farinn, sat ég lengi og hugsaði,
gagntekinn af þakklæti til Drottins. Hið fyrra líf okkar
beggja hafði verið líkt, báðir haldnir ljótum löstum og
alls ófærir um að losna úr þeim viðjum af eigin mætti.
Hve margir eru enn í dag hjálparvana, að leita leiða út
út slíkum ógöngum, eins og við höfðum báðir verið í ?
Þetta atvik varð mér mikil trúarleg hvatning. Það er
ekki nóg að öðlast sjálfur andlega blessun og skeyta
ekki um aðra. Ég fann að Guð ætlaði mér að breiða
út kærleiksboðskap sinn og Hann gaf mér svona fljótt
tækifæri til þess.
Nokkrum vikum síðar eftir að Drottinn hafði skírt
mig í Heilögum Anda sínum, þá fann ég greinilega
hvernig Hann þrýsti mér fram til vitnisburðar um kær-
leika Guðs í Jesú Kristi. Gleði mín var ríkust hverju