Fagnaðarboði - 01.01.1990, Blaðsíða 3

Fagnaðarboði - 01.01.1990, Blaðsíða 3
FAGNAÐARBOÐI 3 Sérhver maður þjónar annað hvort í mætti Ljóssins eða myrkursins. I Ljósinu að því sem Ljóssins er. Krist- ur segir: Eg er ljós heimsins.(Jóh.8:iz) Þess vegna býð- ur Hann, Konungur Lífsins, öllum að vera í sér. Heilög Ritning fer ekki með hégóma. Myrkrinu breyt- um við ekki í ljós. Allt er myrkur utan þeirrar þekking- ar sem Guð sendi sinn elskaða Son með til mannanna barna. Þó langt væri frá liðið, er Guð opinberaði sig í sköpun mannsins, þar til Jesús Ivristur, Guðssonurinn kom hingað á jörðu holdi klæddur, þá var Hann allan tímann fullþekktur meðal spámannanna, er höfðu Guðs Orð og gengu veg Lífsins. Boðberar Sannleikans voru alltaf ofsóttir. Svo stór þóttumst við, sem vorum meðal Hans eigin manna, að við héldum okkar mætti í myrkrinu. Guðs lýður áleit sig ekki þurfa spámannanna við. Svo mikill var hroki þeirra. Og við fetum í sömu fótspor, þar til Drottinn vitnar með okkur í réttlætisverkum sínum, hinum eilífu verkum er fylgja þeim sem trúa. Guðsríkið stendur. Það er ekki af þessum heimi. Heimurinn ferst og allt sem hans er, eins og Orðið kennir. Þetfa er rerk G//ós, aó J>ér fr///á á þam, se/// Ha//// se/zd/. (Jó/j. ó:2g) Það gefur styrk og uppörvun að mega ganga fullviss til verksins. Trúin er alltaf gjöf Guðs og vantrúin verð- ur aldrei ávöxtur þar. Það er öruggt að ávöxtur trúar og friðar ber ekki vanþroska aldin. Sýnum trúna í verk- unum! Blessun Guðs er veitt í fullkomnum verkum Sonarins Eingetna. Þau eru Kærleikurinn í opinberun Hans sem gefur mönnunum Lífíð með sigri sínum. Þess vegna mega máttarverkin ekki hverfa fyrir tælandi vanþekk- ingu, þá er mennirnir halda sig mega og geta allt. Við þiggjum Lífið til að feta í fótspor Sigurvegarans, Guðs- sonarins eins og Hann hefur búið okkur það á vegi Lífsins. Jes/ís seg/'r: Her/á / /r/ér, þá uerÓ eg /éka /jðz/r. (Jó/.zjj) Þiggjum boðið Hans og sinnum kallinu! Spámenn Guðs tóku við Orði Hans og boðuðu lýðnum. Þegar þeir heyrðu Orðið og gengu eftir því, þá var huggunin augljóst í friði og dýrð. Fyrir hlýðnina erum við Guðsbörn eins og útvalinn lýður Hans sem var leiddur út úr þrælahúsinu í Egypta- landi. En þeir sem ekki hlýddu, hrundu niður í eyði- mörkinni og komust ekki inn í fyrirheitna landið. Allt er skrifað og boðað mönnunum til aðvörunar, svo enginn þurfi að falla á sama dæmi óhlýðninnar og þeir er á eyðimörkinni misstu af dýrð Guðs. Upp- örvunar er okkur þörf svo við vegsömum Jesúm Krist með hlýðninni. Hi/er se/// e/skar ////'g, /////// //arÓve/'fa ////éf Oró. (JÓ/. IJ.-2J) Það er boðun Guðssonarins svo við berum ávöxt eilífðarinnar. E/z Jes/ís smraóz og sagóz' r/ó þá: Eg i/z'/ /z'Æa /egg/ ’a JJrz'rjÓz/rez'/zaspz/r/zz'/zgz/:... H/zaóa/zrarsÆ/r/zJó/ja/z/z- esar? Frá /jz’//j/zz' eóa Jrá ///ö///z/m? (Aíaf/. 21:24-2 j) Þeir sem Hann lagði þessa spurningu fyrir, óttuð- ust að heyra Sannleikann. Og er ekki svo enn í dag að margir klóra í bakkann og reyna í lengstu lög að halda í villukenningarnar af sömu ástæðu. En bakk- inn lætur undan og gefur sig, svo staðið er eftir með blautar og moldugar hendur. Þannig fer þegar við treystum eigin hugsmíðum, sem allar eru byggðar á sandi. Jesús prófaði æðstu prestana og öldungana í kenn- ingunni, til að gefa þeim kost á leiðréttingu og upp- byggingu í Sannleikanum. En er dýrð Guðs vitjaði þeirra, voru þeir óviðbúnir í þekkingunni, þekktu ekki sinn vitjunartíma. Undir Lögmálinu þekktu þeir aðeins Guð reiðinnar sem sýndi þrældóminn. I dag er náðarhönd frelsisins útrétt til lausnar. Það er leiðin frá reiði Guðs og Lögmálinu. Gleymum ekki að þiggja gönguna á Vegi Lífsins í fylgd með Jesú Kristi, sem uppfyllti allan vilja Föðurins. Hann tók allt bölið á sig, það sýnir píslarganga Jesú. Berj- umst ekki móti Guðs elsku, því allir sem það gera, sniðganga friðinn er Jesús gefur með Sáttmálablóði sínu. Flvaða þekkingu þurfum við að hafa nema þá sem Guð hefur okkur fyrirbúið í Jesú Ivristi? Þar er ekk- ert af hinu gamla, enginn grátur eða gnístran tanna og reiði Guðs að engu gerð, fullkomlega sigruð. I sínu djöflaverki á móti Guðsdýrð hreppti óvinur- inn mennina undir sitt vald. Hann ásetti sér að láta okkur erfa tortímingu, svo Guðsmyndin sem við eig- um að bera yrði með öllu afmáð. Jesús er í friði sínum hinn fullkomni veitandi, öllum sem eru sáttir við að lifa Lífi Guðssonarins sem ávöxt- ur réttlætisins. Hann hrópaði á krossinum: Þaó er J////Æo//zzzaó/ (JóZ- zpjo) Guðrún Jónsdóttir

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.