Fagnaðarboði - 01.01.1990, Blaðsíða 4

Fagnaðarboði - 01.01.1990, Blaðsíða 4
4 FAGNAÐARBOÐI Sigurhátíð Páskar, stórhátíð kristinna manna, eiga upphaf sitt hjá Israelsþjóðinni, eins og Hjálpræðið sem kom frá Gyð- ingum. Fyrstu páskar voru haldnir í Egyptalandi um 1300 f. Kr. áður en lýður Guðs hélt af stað til fyrir- heitna landsins. Orðið páskar þýðir framhjáganga dauð- ans og vísar til þess, að Drottinn Jesús Kristur sigraði dauðann með Hjálpræðisverki sínu á krossinum. Aþján Israelsmanna var ólýsanleg undir veldi heiðinna konunga í Egyptalandi eins og sú fyrirskipun Faraós sýnir, að bera skyldi út öll nýfædd sveinbörn þeirra. En mesta áþján mannkyns er syndin, enda er ávöxtur hennar dauðinn, ægilegasti ógnvaldur mannanna. Þegar Israelsmenn voru leiddir út úr þrælahúsinu í Egyptalandi og hófu för sína inn á fyrirheitna landið, þá var um uppfyllingu fyrirheita Guðs að ræða. Lausnar- tími þeirra var upp runninn. Á leiðinni skyldi spámanns- raust vísa veginn og fullkominn Faðir annast allar þarf- ir þjóðar sinnar. Afdrif hennar og velfarnaður var und- ir því kominn hvernig gengi að hlýða raustinni og þiggja gjafir Guðs. En það gerðist ekki átakalaust hjá þeim að losna úr þrældóminum, því að Epyptalandskonungur var ófús að sleppa herfangi sínu, þrælunum. Aftur og aftur lof- aði hann að láta þá lausa, en sveik það jafnharðan (2.Mós.8:8,28;c):28,34). Þótt þessi konungur væri valdamikill, þá var annar æðri, Skapari himins og jarðar, Konungur konung- anna. Fyrirætlunum Hans verður ekki varnað fram- gangs af mannlegum mætti. E/z Droff/m sagð/ /’/ð Mðse: Þú shz/f //// s/á, /ji/að eg p/Z g/öra Farað; þt>/ að fyr/r ro/s///gr/ /je//ð/ sÆa/ />am J/á /ausa /áfa, fyr/r po/j/z/gr/ Z/e//á/ ska/ /ja/z/z reú-a þá /j/j/f ár /a/zá/ s/'m. (2. Mðs. ð:/J Almáttugur Guð sendi sífellt þyngri plágur yfir Egypta, þar til konungur gaf lýðnum leyfi til brott- farar. En Faraó gafst ekki upp fyrr en allir frumburðir þjóðar hans lágu liðnir, jafnt menn og skepnur. Þá loks rak hann Israelsþjóðina í burtu með hraði og harðri hendi (2.Mós.n:i;i2:3i-33). ísraelsmenn liðu ýmsar raunir vegna Egypta meðan þeir voru enn á meðal þeirra, en Guð setur þrengingum barna sinna takmörk. Guðs lýð var gefinn kostur á, að síðasta og þyngsta plágan mundi ekki snerta þá, var boðuð alveg örugg undankomuleið frá dauðanum: Þeir áttu að halda páska - slátra lambi - og merkja hýbýli sín með Blóði þess. Engill dauðans mundi ganga fram hjá þeim húsum þar sem dyrustafir væru merktir Blóði. Dauðinn komst ekki inn til þeirra með sitt ógnar vald, því Blóðið var fullkomin vörn gegn dauðanum. Þetta gerðist á hinum fyrstu páskum og var sýnilegur fyrirboði frelsunar alls mannkyns. í dag eiga kristnir menn fullkomna vörn gegn dauðanum í Blóði Jesú Krists, fyrir fórnarverk Hans á Golgata. Þeir halda ekki páska til að minnast björgunar Israelsmanna frá Egypta- landi, eins og Gyðingar gerðu samkvæmt boði Guðs undir Gamla sáttmálanum (2.MÓS. 12:24-27), allt fram að komu Jesú Krists, heldur til að minnast þjáningar Jesú, dauða og upprisu, samkvæmt hinum Nýja sátt- mála í Blóði Drottins Jesú (Lúk.22:2o). PásÆa/a.////// po/z/ er og s/áfrað, se/z/ er Kr/sf//r. (z.Kor.j.yJ Dýrð sé Drottni! en til forna áttu Israelsmenn fórnina í fyrirheiti Guðs um Soninn. Þessar augljósu hliðstæður beggja sáttmálanna eru runnar af sömu rót: Kærleiksríku hjarta Föðurins sem sendi Soninn til bjargar föllnu mannkyni. Sjá, G//ðs/a///Z>/ð, er /zer sy/ze/ //ez/zzsz/zs/ (Jð/j.r:2pJ Guðs útvalda þjóð, Gyðingarnir, lifði undir Lögmál- inu, tyftara okkar til Krists, sem dregur veikleika og vanmátt mannsins fram í dagsljósið. Það bendir hvar- vetna til hins fullkomna lögmáls frelsisins og vísar veg- inn til eilífs Hjálpræðis Krists. Se'r/jper, se/z/ sy/ze/z/za áiyg/r, Z/a/z/z er þraí//(Jð/jJ:j</J Maðurinn í syndum sínum er þræll og lifir í ánauð, ekki síður en lýður Guðs gerði í þrælahúsi Egypta forð- um. Með því að losna við syndinrnar öðlast h'mn það frelsi sem öllum er fyrirbúið af Guði og til þess er að- eins ein leið þ.e. að fá þær fyrirgefnar. B/o'ð Jes/Í, So//ar Ha//s, /zrez/zsar oss aj a//r/ sj '//á. (/. Jð/j./.yJ Syndin leiðir af sér dauða, en sáttmálablóðið gefur eilíft líf. I boðun Fagnaðarerindisins segir:

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.