Fagnaðarboði - 01.01.1990, Blaðsíða 7
FAGNAÐARBOÐI
7
á io ekru býli nálægt McAlester, Okkhoma. Þaðan gat
ég einnig stundað vinnu við blikksmíðina, en hún var
mín sérgrein. Við ræktuðum grænmeti og höfðum svo-
lítinn bústofn s.s. kjúklinga, svín og kýr. Það hafði lengi
verið draumur minn að eignast býli sem þetta. - En
nú þegar hann hafði ræst, þá fór samkomulagið stöðugt
versnandi okkar í milli.
Daginn sem ég ætlaði að taka af mér lífið, greip al-
máttugur Guð inn í rás viðburðanna til bjargar og sagði
mér að bíða í viku!
Það stóð heima. Guð er trúfastur í loforðum og elsku
sinni. Viku síðar var lítilli bifreið ekið inn í bakgarð
býlisins. Ökumaðurinn var boðberi Fagnaðarerindisins,
sendur til mín af Guði. Innan fímm mínútna eftir að
hann kom hafði ég fengið að heyra Fagnaðarerindi Jesú
Krists, beygt höfuð mitt fyrir Drottni og beðið Hann
að vera Flerra og Frelsara lífs míns.
Sendiboði Drottins þennan tiltekna dag árið 1973 var
Cliff Bryan. Hann var forseti FGBMFI í McAlester, en
á þeim tíma þekkti ég ekkert til þess félagsskapar.
Þegar Cliff bað fyrir mér heyrði ég hann tala tungu-
mál sem ég skyldi ekki orð í, en Guð skildi það, heyrði
bænina og svaraði henni. Skyndilega fann ég kraft
Heilags Anda streyma um líkama minn. Bólguhnúðarn-
ir hurfu af fingrunum og hin hræðilega kvöl sem stöð-
ugt hafði þjáð mig í lengri tíma hvarf samstundis og
hefur ekki komið síðan.
Fáeinum dögum eftir að ég endurfæddist fékk ég
boðskap frá Guði, sem ég skrifaði niður hjá mér. Hann
sagðist nú, frekar en nokkru sinni fyrr, kalla fólk úr
öllum stéttum þjóðfélagsins til þjónustu við sig og senda
út, til að prédika Fagnaðarerindið. Hann muncli sjálfur
leggja þeim Orð sitt í munn og tilreiða hjörtu þeirra
með kærleika Krists til starfa á akri sínum.
Dag einn er ég var akandi, hljóp köttur þvert yfir
veginn. Hann komst alla leið slysalaust, en skyndilega
sneri hann við, hljóp til baka og lenti þá undir bifreið-
inni. Dauði kattarins fékk töluvert á mig svo ég leitaði
huggunar í bæn til Drottins. Eg heyrði Hann svara:
„Sonur minn. A hverjum degi, deyja margir menn af
sömu ástæðu og kötturinn. Hann gat auðveldlega kom-
ist yfír, en hikaði andartak og varð dauðanum að bráð”.
Á augabragði runnu upp fyrir mér öll tækifærin sem
Guð hafði gefið mér um dagana, til að komast klakk-
laust gegnum lífíð, en - eins og svo margir aðrir, hafði
ég þverskallast við kærleiksríkri leiðsögn Hans, þangað
til vonleysið altók mig og ég stóð eins og á barmi
hyldýpis.
Næstu vikur fór ég með Cliff á samkomur víða í
grenndinni og fann greinilega, að Heilagi Andinn var
að vinna til mín, kenna mér og fræða um náðarverk
Sonarins, sem lagði allt á sig í fórnarverki sínu, mér til
lausnar. Samt var það svo að enn þekkti ég ekki náðar-
gjafír Andans.
A bænasamkomunum báðu hinir trúuðu fyrir fólki
sem var í neyð og lögðu hendur yfír það. Einnig báðu
þeir fyrir þeim sem þráðu skírn Heilags Anda.
Kvöld nokkurt spurðu þau mig hvort ég sæktist eftir
tungutalsgáfunni, en ég var hikandi. Freistarinn komst
að með tælandi tafir sínar, það var eins og hann hvísl-
aði að mér: „Hljóðin sem þú býst við að heyra af vör-
um þínum eru hugarburður einn. Það er ekki hægt að
fá tungutal. Ef það væri vilji Guðs að mennirnir töluðu
tungum, þá mundu þeir gera það, hvort sem þeir vildu
eða ekki”. Óneitanlega olli þetta mér óróleika og óvissu
um hvað væri rétt afstaða þessu viðkomandi.
Á leiðinni heim af samkomunni minntist ég þess að
mér hafði verið boðið til morgunverðar hjá FGBMFI
næsta dag og þar átti ég að vitna um lækningu Drott-
ins. Mér var ljóst að sumir þeirra manna sem höfðu
verið á bænasamkomunni mundu einnig verða þar til
staðar.
Eg var svo djúpt sokkinn í hugleiðingar til hindrunar
tungutalinu að ég gleymdi gjörsamlega lækningarmáttar-
verki Drottins á mér og var staðráðinn í, að tala um
tungutalið við morgunverðarborðið næsta dag.
Vegalengdin að áfangastað var um 20 mílur. Því
meir sem ég nálgaðist hann, þess áhyggjufyllri varð ég.
Gamla bifreiðin mín eyddi miklu eldsneyti og miðja
vegu til McAlester kviknaði aðvörunarmerki sem gaf
til kynna að það væri nánast á þrotum. Eg hafði tekið
með mér svolítið bensín ef í nauðirnar ræki og stöðv-
aði því bifreiðina til að bæta tveim lítrum á hana.
Eg settist nú inn aftur og sneri kveikjulyklinum. En
þá gerðist ekkert, bifreiðin'fór alls ekki í gang. Hvern-
ig gat staðið á þessu? Þetta var alveg óskiljanlegt, eink-
um vegna þess að það voru aðeins tvær vikur síðan
skipt hafði verið um rafgeymi. Og nú var ég að verða
of seinn.
Þá gerðist skyndilega einhver stórkostlegasti atburður
í lífí mínu. Eg heyrði þrumuraust sem gjörsamlega al-
tók veru mína:„Talaðu ekki gegn tungutali”! Eg hríð-
skalf svo frá hvirfli til ilja, að ég rétt gat stunið upp:
„Drottinn, ég skal ekki tala gegn tungutalinu”. Og við
morgunverðarborðið sagði ég frá því undursamlega
máttarverki Drottins sem Hann hafði gert á mér.
Að nokkrum dögum liðnum bað ég Guð að gefa
mér tungutalsgáfuna. Og ekki stóð á Honum, sem út-