Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.01.2012, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 12.01.2012, Qupperneq 8
8 FIMMTUdagUrInn 12. janúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR Félagið mitt Um þrjátíu til fjörutíu fé-lagar af 1,2 milljón manna hreyfingu hittast reglulega á Flughótelinu í Keflavík. Þau eru hluti af 106 ára gömlum félagsskap sem heitir Rótarý, og heldur í dag úti starfsemi í yfir 200 löndum víðsvegar um heiminn. Í snjónum og kuldanum milli jóla og nýárs kippa sjö félagar klúbbsins sér ekki upp við að hittast til að segja mér frá Rótarý og það er greinilegt að félagsskapurinn skiptir þau miklu máli. Paul P. Harris stofnaði Rótarý í Chicago í Bandaríkjunum snemma á síðustu öld. Hann vildi skapa félagsskap fólks í hinum ýmsu starfsgreinum sem hefði þann vinalega anda sem hann hafði upplifað í smábænum þar sem hann ólst upp. Rótarý hefur alltaf verið hugsað þannig að það myndi tengslanet milli ólíkra starfsstétta. Nafnið kemur af því að fundum var róterað á milli skrifstofa félagsmanna. Hvað er það sem dregur fólk að Rótarý? Hjördís Árnadóttir var fyrsta konan í Rótarýklúbbi Kefla- víkur: „Það sem gerir Rótarý svo skemmtilegt, fyrir utan tengslanetið, er að ef þú ert orðinn Rótarý félagi einhvers staðar, þá geturðu gengið inn í hvaða klúbb í heiminum sem er og farið á fund“. Kristinn Jóhannesson var for- seti Rótarýklúbbs Keflavíkur á síðasta starfsári og hann segir það einmitt mjög skemmtilegt að fara á fundi erlendis. Jónína Ágústsdóttir segir það opna dyrnar að samfélaginu að ganga í Rótarý. Hún flutti sjálf til Reykjanesbæjar fyrir nokkrum árum og Kristinn hefur sömu sögu að segja: „Tilgangurinn með að fara í Rótarý var að komast inn í samfélagið, af því ég var aðfluttur. Ég varð að gera eitthvað til að vera ekki „bara aðfluttur“ og það svínvirkaði að ganga í Rótarý klúbbinn“. Það er greinilegt á Rótarý fólki að það myndast sterk tengsl meðal félaga. „Manni þykir vænt um hópinn sinn,“ segir Hjördís. Jón Axelsson og Agnar Guð- mundsson eru sammála um að það sem hafi dregið þá að Rótarý, og sem er eitt aðaleinkenni starfsins, séu fyrirlestrarnir. Á hvern fund fá þau fyrirlesara sem fundnir eru í tengslaneti félaga. Jón: „Maður fær það sem er að gerast beint í æð. Maður fær ekki almennt tækifæri til að hitta margt af þessu fólki.“. Fjölbreytileikinn er fólki líka hug- leikinn. Fólk kemur úr ólíkum áttum og er á ólíkum aldri. Yngsti félaginn í klúbbnum, Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir, kann að meta að aldursbilið er breitt - félagar í klúbbnum eru frá rúmlega þrítugu og Jóhann Pétursson, elsti félaginn er 91 árs og stofnfélagi í klúbbnum. Fjölbreytileikinn sýnir sig bæði í félögunum og fyrirlesurunum. Ragnheiður heldur áfram „Fyrir- lestrarnir eru oft um hluti sem maður myndi aldrei kynna sér sjálfur. Maður er oft í einsleitum hóp dagsdaglega en maður verður sterkari einstaklingur þegar maður kynnist fjölbreyttari heimi. Maður kynnist hafnar- málastjórum, hagstofustjórum, mótorhjólafólki, ráðherrum og vísindamönnum... þetta er svona skóli lífsins sem maður les ekki í einhverri bók“. Margir fyrir- lestrarnir myndu sóma sér vel í virtustu háskólum, segir Jón Axels. Hann segir þetta líka gott tækifæri fyrir mann sjálfan að þjálfa sig í að standa upp og tala fyrir fólk. Kristinn tekur undir það og segist hafa verið mjög feiminn þegar hann byrjaði í klúbbnum en að félagsstarfið hafi eflt hann mikið í því að standa upp og segja sína skoðun. Þau segja félagsskapinn óform- legan, það sé létt yfir þessu og ekkert voðalega hátíðlegt. Auk funda sé t.d. farið í ýmsar skemmtilegar ferðir, þar sem makar og fjölskyldan eru boðin með, gróður- setningar, grill, jeppaferðir og fleiri skemmtilegheit. Blaðamaður spyr þau hvort maður sé svo dreginn í stjórn um leið og maður mætir. Nei, það er ekki verið að draga mann í stjórn um leið og maður rekur inn tærnar. Starfsaldur ræður til um stjórnarstörf og enginn þarf að taka neitt að sér sem hann er ekki tilbúinn til. Það er heldur ekkert sölustarf. Rótarý styrkir ýmis góð málefni, en það er gert með hóflegum félagsgjöldum. Rótarý starfar samkvæmt þjón- ustuhugsjón, eða „Service Be- fore Self “. Rótarý styrkir ýmis verkefni og tekur m.a. þátt í alþjóðlegu verkefni með Alþjóða- heilbrigðisstofnuninni og fleirum til að útrýma lömunarveiki. Rótarý veitir einnig styrki til afburða tónlistarfólks og náms- styrki. Alþjóðahreyfingin hefur m.a. styrkt 10 íslenskar konur til meistaranáms í friðarfræðum. Félagarnir eru sammála um að það gefi þeim heilmikið að gefa af sér með þessum hætti. Rótarýklúbbur Keflavíkur er einnig stofnandi og verndari Krabbameinsfélags Suðurnesja og Björgin, geðræktarmið- stöð Suðurnesja, hefur einnig notið stuðnings klúbbsins. Rótarý stendur einnig fyrir ýmsum skiptiprógrömmum og heimsóknum fólks á milli heims- hluta. Tilgangurinn með þeim hluta starfsins er að minnka fordóma í heiminum með al- þjóðlegum samskiptum. Fyrir hverja er Rótarý? Rótarý er fyrir alla sem hafa áhuga, segja þau. Þau segjast vera að átta sig á að fólk viti kannski ekki nóg um starfið og þess vegna langar þau að vekja athygli á því og gefa fólki tækifæri til að kynna sér það. Félagar geta boðið með sér á fundi, þannig að ef fólk þekkir einhvern í klúbbnum er um að gera að fá að koma með við tækifæri. Klúbburinn er einnig með Facebook síðu (facebook.com/RotaryKeflavikur sem er um að gera að smella „like“ á en einnig getur fólk haft samband við Jón Björn Sigtryggs- son, forseta klúbbsins, ef það hefur áhuga á að kynna sér starf- semina. Síminn hjá honum er 897 8355 og einnig má senda honum tölvupóst: jonbjorn@jonbjorn.is. Á síðasta jólafundi Kvenfélags Njarðvíkur var ákveðið að veita einni milljón króna í styrk til reksturs Virkjunar. Að sögn Gunnars Halldórs Gunnarssonar forstöðumanns þá kom þessi frétt nú um jólin eins og himnasending því það hefur reynst enn erfiðara að fjármagna rekstur Virkjunar undanfarið vegna samdráttar hjá flestum þeim aðilum sem sjá Virkjun fyrir rekstrarfé. Gunnar Halldór segir það vera sameiginlegt verkefni allra á Suður- nesjum að aðstoða og styðja at- vinnuleitendur enda séu félagslegar afleiðingar atvinnuleysis marg- þættar eins og kunnugt er. Starfið í haust var mjög blómlegt og fjöldi manns sóttu margvísleg námskeið og hópastarf í Virkjun. Heimsóknir í Virkjun voru sam- tals 15.000 á síðasta ári og hefur þeim farið fjölgandi á hverju ári, sem er til marks um þörfina á slíkri starfsemi hér á Suðurnesjum. Því sé svona styrkur og viðurkenn- ing mjög mikilvæg fyrir starfsemi Virkjunar því það sé hvatning til að halda áfram á sömu braut. Það er jú öllum nauðsynlegt að fá klapp á bakið öðru hvoru. Virkjun hefur frá stofnun verið mjög mikilvægur hlekkur í stuðn- ingi við þá fjölmörgu sem eru án atvinnu á Suðurnesjum. Hins vegar skal tekið fram að allir eru vel- komnir í Virkjun, atvinnuleitendur, atvinnulausir, bótaþegar, heldra fólk og allir þeir sem vantar verkefni og virkni á daginn. Tekist hefur víðtæk samstaða um Virkjun og er óhætt að segja að starfið hafi að mestu leyti gengið upp á þessu ári miðað við þær forsendur sem lagt var af stað með. Virkjun hefur víða vakið mikla athygli vegna þess hversu einstök starfsemin er. Virkjun eflir fólk með því að halda uppi öflugu hópa- og námskeiðahaldi þar sem hópur sjálfboðaliða leiðbeinir og fræða. Virkjun er opin frá klukkan 08:00 til 16:00 og margvísleg dag- skrá í boði alla virka daga vikunnar fyrir fjölbreyttan notendahóp. Virkjun mannauðs þakkar Kven- félagi Njarðvíkur þetta rausnarlega framlag sem er mikilvægt lóð á vogaskálarnar við að halda starf- seminni gangandi enn um stund. Hluti af góðum hóp Rótarýklúbbur Keflavíkur Veitti Virkjun mannauðs á Reykjanesi eina milljón í styrk ›› Kvenfélag Njarðvíkur: – til reksturs Virkjunar Við óskum ykkur gleðilegs nýs árs Þökkum frábærar viðtökur, hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári. Minnum á opnuartímann Virkir dagar 10:00 - 17:00 Fimmtudagar 10:00 - 20:00 (eftir pöntunum) Hildur, Mekkin og Fanney María DRAUMAHÁR s. 421 1555 - Keilisbraut 771 (Sama húsnæði og Langbest) F.v. Jón Björn Sigtryggsson, Hjördís Árnadóttir, Kristinn Jóhannesson, Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir, Agnar Guðmundsson og Jónína Ágústsdóttir. Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir og Jónína Ágústsdóttir. Jón Axelsson. Ingólfur Bárðarson -Kveðja frá Njarðvíkingi Félagar Ingólfs Bárðarsonar í S j á l f s t æ ð i s f é l a g i n u Njarðvíkingi minnast hans með miklum söknuði og eftirsjá. Frá stofnun félagsins 7. mars 1954 var Ingólfur traustur og duglegur að starfa fyrir félagið allt til hinsta dags og var ávallt trúr stefnu og grunngildum Sjálfstæðisflokksins um frelsi einstaklingsins til athafna og gjörða. Ingólfur gegndi fjölda starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn og ber þar helst að nefna setu hans í bæjarstjórn Njarðvíkur í 12 ár og þar af sem forseti bæjarstjórnar í 4 ár, í stjórn og sem stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja ásamt mörgum trúnaðarstöfum í nefndum og ráðum bæjarins. Ingólfur var stuðningsmaður sameiningar bæjarfélaganna Njarðvíkur, Keflavíkur og Hafna og lagði því sitt að mörkum að stofnun Reykjanesbæjar. Það er mikill missir fyrir Sjálfstæðisfélagið Njarðvíking að góður drengur sem Ingólfur var sé fallinn frá og skilur hann eftir sig stórt skarð, enda starfaði hann sem formaður lengst allra, eða frá 1994 – 2004. Þekking og reynsla Ingólfs var okkur félögum hans í Njarðvíkingi dýrmæt og kærkomin og gerði okkur að betri mönnum. Sjálfstæðisfélagið Njarðvíkingur sendir Halldóru og fjölskyldunni allri dýpstu samúðarkveðjur um leið og við kveðjum okkar góða félaga Ingólf Bárðarson með þakklæti. Fyrir hönd Sjálfstæðisfélagsins Njarðvíkings, Karvel Gränz formaður. Frá útför Ingólfs Bárðarsonar frá Ytri Njarðvíkurkirkju sl. föstudag.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.