Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.01.2012, Page 15

Víkurfréttir - 12.01.2012, Page 15
15VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 12. janúar 2012 Sækja skal um störf á www.securitas.is til 20. janúar 2012 nk. Allir umsækjendur þurfa að geta framvísað hreinu sakavottorði, prófskírteinum og gildu ökuskírteini í umsóknarferlinu, verði þess óskað. Umsækjendur þurfa að geta unnið sjálfstætt og skipulega og vera tilbúnir til þess að læra nýja og spennandi hluti. Nánari upplýsingar veitir Styrmir Hafliðason, þjónustustjóri öryggisgæslu í gagnaverinu; styrmir@securitas.is ATVINNA Helstu verkefni: • Staðbundin öryggisgæsla í gagnaveri Verne að Ásbrú. • Vaktavinna. • Eftirlit með umferð manna og bíla inn og út af svæðinu, eftirlitsferðir, vöktun eftirlitsmyndavéla, útgáfa aðgangsheimilda o.fl. Hæfniskröfur: • Iðn- eða framhaldsskóla- menntun, sem nýtist í starfi • 25 ára aldurstakmark • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum • Mjög góð íslensku og enskukunnátta • Góð almenn tölvukunnátta Securitas Reykjanesi Hafnargötu 60, 230 Reykjanesbæ, s. 580 7000 ÖRYGGISVÖRÐUR 21. janúar 2012, Íþróttahúsinu í Njarðvík Maggi Þóris á Réttinum sér um matinn Veislustjóri: Hinn eini sanni Örvar Kristjánsson Skemmtiatriði, fjöldasöngur, annáll, happdrætti og Valdimar tekur lagið. Hljómsveitin Hobbitarnir halda uppi stuði á balli Húsið opnar 19:00 borðhald hefst kl 20:00 Miðaverð aðeins 6.500 kr. Miðapantanir í síma 864-2895 og 669-0088 eða umfn@umfn.is Þorrablót UMFN Sk or um á a lla Nj ar ðv íki ng a að fj öl m en na ! Jónas E. Ólafsson, Guðrún Ármannsdóttir, Sigurður M. Ólafsson, Sesselja Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Alda Jónasdóttir, Vesturgötu 17, Keflavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut, sunnudaginn 8. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 17. janúar kl. 13:00. Fyrr í vikunni var dregið í 8-liða úrslitum Powerade- bikarsins í körfubolta. Það verður áhugaverður nágrannaslagur hjá stelpunum þar sem Njarðvík og Keflavík mætast, en þessi lið háðu skemmtilega rimmu um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta ári og verma tvö efstu sæti deildarinnar um þessar mundir. Grindvíkingar eru svo enn með hjá konunum og þær mæta Stjörnunni. Karlalið Grindvíkinga féll úr leik eftir ósigur gegn KR síðastliðinn mánudag. Hjá körlunum leika Keflvíkingar og Njarðvíkingar á útivelli. Keflvíkingar fara í Grafarvoginn og mæta Fjölni á meðan Njarðvíkingar heimsækja Sauðkræklinga fyrir norðan. Leikið verður dagana 21. – 23. janúar. Alexander Magnússon, hægri bakvörður Grindvíkinga í Pepsi-deildinni í knattspyrnu, heldur til Noregs í dag þar sem hann verður til skoðunar hjá norska úr valsdei ldarl iðinu Sogndal. Sogndal vildi fá Alexander að láni síðastliðið sumar en því var hafnað en nú hefur félagið óskað eftir því að fá hann út til reynslu. „Ég held að það sé draumur flestra sem eru í fótboltanum að komast út og taka þar með næsta skref,“ segir Alexander sem telur sig vera kláran í að taka þann slag. Hann segist ekki vita mikið um klúbbinn Sogndal sem slíkan, annað en það að þetta sé lítill fjölskylduklúbbur sem leikur í úrvalsdeild. „Þarna í úrvalsdeildinni í Noregi eru önnur viðmið en hérna heima og gaman verður að prófa að spreyta sig þarna úti.“ Áhugi frá fleiri klúbbum Alexander mun leika með Sogndal á æfingarmóti í Bergen nú um helgina þar sem hann gæti vakið athygli félaga á sér en tvö önnur félög í Noregi hafa spurst fyrir um Alexander. „Ég veit ekki hvaða félög það eru en umboðsmaður tjáði mér af einhverjum áhuga, sem er bara jákvætt,“ sagði Alexander í samtali við Víkurfréttir. Undirbúningstímabilið er þegar hafið hérlendis og hann segir það spennandi að æfa undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar sem tók við þjálfun Grindvíkinga fyrir skömmu. „Guðjón hefur verið að prófa mig á miðjunni í æfingarleikjum og það hefur gengið mjög vel,“ en Alexander lék þar á sínum yngri árum þó svo að hann hafi slegið í gegn sem einn af betri bakvörðum Íslandsmótsins í sumar. Hann segist opinn fyrir því að leika hinar ýmsu stöður og telur fínt að sem mest fjölbreytni sé í boði. Alexander sem er 22 ára gamall var einn af máttarstólpum Grindvíkinga á síðasta tímabili og ljóst að Grindvíkingar verða fyrir mikilli blóðtöku ef svo fer að Alexander ílengist í Noregi. Alexander til Noregs Áhugaverður nágrannaslagur hjá stelpunum Frægt víti sem Alexander tók fyrir Grindavík gegn Þór á sl. sumri. VF-mynd: Eyþór Sæmundsson Auglýsingasíminn er 421 0001

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.