Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.01.2012, Síða 16

Víkurfréttir - 12.01.2012, Síða 16
Draumur í dós Öll eigum við okkur drauma að hætti ABBA flokksins. Við lifum í trúnni að bráðum birti til á bæjunum og blessunarlega er þráin ekki skattlögð. Ennþá. Sumir draumar rætast, aðrir liggja í láginni og dorma. Flesta dreymir um skjótfengin auðæfi, nánast eins og þau falli af himnum ofan í faðminn breiða. Einhverjir spila í happdrætti og finnst löngu tímabært að þeirra tími sé kominn. Lottóið, Háskólinn, SÍBS, DAS og hvað þetta heitir nú allt saman. Góðra gjalda vert að styrkja málstaðinn, en svo koma bara réttu tölurnar alls ekki. Er orðinn leiður á að vera með númerið við hliðina á þeim heppna. Hundfúlt, en þori ekki að hætta. Það er ekki um annað að ræða, en taka „secret-ið“ á þetta allt saman. Minn draumur er að losna undan klafa auðvaldsins, sem glottir með vísitölusvip á híbýlin og rukkar eins og ræningi í Kardimommubæ. Réttast væri að senda Soffíu í seðlagryfjurnar, ja fussum svei og fussum svei! Ætla mér nú að snúa þessari hringavitleysu við og létta á klafanum. Vísa löngutöng og vísifingri með taktföstum hreyfingum frá augntóftum að Ægishrammi! Stend ekki í frekari dáleikum við þessa andskota. Leyndarmálið mitt er að eignast lítinn kofa við litla laut sem hjá rynni spræna. Alveg eins og hjá Ólafi, nema hvað minn yrði smærri í sniðum en hans. Fjallahringurinn á að blasa við í fjarska og angan af vorinu á að berast til mín úr iðrum jarðar. Lóukvakið úr túninu yrði merki um lífsins endurleik. Já, framundan eru breyttir tímar og brakið í óbreytanleikanum ómar í hugarfylgsnum sálarinnar. Þráin er mér náin og nú verður ekki aftur snúið. En hvað verður svo umleikis, þegar allt er orðið hljótt. Frúin mun una sér við sína eftirlætisiðju og ég mun sitja við skriftir og hvíla angurvær við gluggatóft. Hugleiða síðan með undrunarsvip hvað það var, sem hélt aftur af mér, að láta drauminn rætast. Hafa látið þrána þrána og umfram allt, að hafa horft í baksýnisspegilinn löngum stundum, þegar allt þar, var og kemur ekki aftur. Blessuð sértu sveitin mín! vf.is Fimmtudagurinn 12. janúar 2012 • 2. tölublað • 33. árgangur auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 FIMMTUDAGSVALS VAlUr KeTIlSSon SKrIFAr . Spennandi vinnustaður í alþjóðlegu umhverfi SUMARSTÖRF Hæfniskröfur: • Góður sölumaður með ríka þjónustulund • Reynsla af verslunarstörfum • Hæfni í mannlegum samskiptum • Gott vald á íslenskri og enskri tungu Fríhöfnin ehf. er dótturfyrirtæki ISAVIA ohf. og annast rekstur 6 verslana í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Félagið er stærsta verslunarfyrirtækið í Flugstöðinni með um 120 starfsmenn. Stærstu vöruflokkarnir í verslunum félagsins eru áfengi, tóbak, snyrtivörur, sælgæti og fatnaður. Fríhöfnin er framsækið fyrirtæki í síbreytilegum ferðaheimi þar sem markmiðið er að bjóða upp á gæðavörur á góðu verði í samkeppni við verslanir á erlendum flugvöllum. Fríhöfnin hefur sett sér það markmið að vera ávallt til fyrirmyndar í jafnréttismálum. Í jafnréttisáætlun félagsins er unnið að því markmiði með margvíslegum hætti og leggur Fríhöfnin áherslu á að jafna hlutfall kynjanna í sambærilegum stöðum. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið. Vegna kröfu um reglugerð um flugvernd þá þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar, nánari upplýsinga er að finna á heimasíðunni. Fríhöfnin ehf. óskar eftir að ráða starfsfólk í vaktavinnu í verslun fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. Leitað er að glaðlyndum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, lipra og þægilega framkomu, eru sveigjanlegir, geta unnið undir álagi og sýnt frumkvæði í starfi. Starfið felst í sölu og áfyllingum í verslun. Einnig er óskað eftir starfsfólki á lager en unnið er í dagvinnu og er meirapróf æskilegt. Aldurstakmark er 20 ár. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf fyrir 1. júní. Umsóknafrestur er til 30. janúar. Nánari upplýsingar veitir Sóley Ragnarsdóttir, mannauðsstjóri Fríhafnarinnar, soley.ragnarsdottir@dutyfree.is. Umsóknar- eyðublöð má finna á www.dutyfree.is/atvinna Munum dýrin stór og smá! Undanfarnar vikur hafa verið erfiðar veðurfarslega og þá er ástæða til að muna eftir bæði smáfuglunum og þeim stærri. Þannig hafa gæsir leitað í stórum stíl inn í byggð eftir æti. Þá rakst ljósmyndari VF á nokkur hross í Garðinum sem áttu ekki auðvelt með að komast í æti og voru kuldaleg að sjá, eins og myndin hér að ofan sýnir. LAUS STÖRF Í LEIKSKÓLUM HJÁ SKÓLUM EHF Heilsuleikskólinn Krókur Grindavík Auglýsir eftir leikskólakennara - fagstjóra í hreyfingu Viðkomandi sér um kennslu og þróun hreyfingar í leikskólanum bæði úti og inni ásamt öðrum störfum. Hann þarf að vinna sjálfstætt að markmiðs- setningu og skipulagningu starfsins í samráði við stjórnendur. Fáist ekki leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldis- menntun eða leiðbeinandi. Starfið hentar íþróttafræðingum vel. Heilsuleikskólinn Krókur er 4 deilda leikskóli með um 100 börn. Í stefnu leikskólans er lögð áhersla á heilsueflingu, frjálsan leik, umhverfismennt og jákvæð samskipti með áherslu á umhyggjusamt námsumhverfi. Við leggjum ríka áherslu á jákvæðan skólabrag og öflugt lærdómssamfélag þar sem samvinna og gleði ríkir og því leitum við að samstarfsfólki sem: - Er tilbúið að tileinka sér starfsaðferðir leikskólans. - Hefur áhuga á heilsueflingu, umhverfismennt og umhyggjusömum samskiptum. - Er tilbúið að taka þátt í öflugri starfsþróun. - Er stundvíst, samviskusamt og leggur sig fram um að velja sér jákvæð viðhorf í dagsins önn. Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um. Nánari upplýsingar veitir: Hulda Jóhannsdóttir leikskólastjóri, sími 426-9998. Rafrænar um óknir r hægt að leggja inn á www.skolar.is/Starf/ Heilsuleikskólinn Háaleiti Ásbrú Reykjanesbæ Heilsuleikskólinn Háaleiti óskar eftir að ráða leikskólakennara og/eða uppeldismenntaðan starfsmann í 100% stöðu Í leikskólanum er unnið eftir heilsustefnunni með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun. Unnið er með jákvæð og gefandi samskipti og er góður andi ríkjandi í skólanum. Hafir þú áhuga á að vinna í lifandi og metnaðarfullu starfsumhverfi með skemmtilegu fólki þá hafðu samband. Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um. Nánari upplýsingar veita: Þóra Sigrún Hjaltadóttir leikskólastjóri í síma 426-5276 Rafrænar umsóknir er hægt að leggja inn á www.skolar.is Heilsuleikskólar Skóla: Hamravellir, Háaleiti, Kór og Krókur. Leikskóli á “Heilsubraut“ Ungbarnaleikskólinn Ársól. Gamaldags og nýtin Mikið ósköp getur maður verið stíflaður stundum. Ég á mér þann leiða ósóma að nýta alla hluti fram yfir allt velsæmi. Á meðan þeir tóra, þá duga þeir. Reyni að vera þokkalegur til fara en gef þó garmana áður en ég vex upp úr þeim eða öllu heldur út úr þeim. Teygi lopann á öðrum hlutum, þegar enginn sér til. Frúin hlær að mér og segir að ég sé ótrúlega nýtinn. Á minn hátt. Tökum sem dæmi sportið. Það á sér tísku eins og allt annað. Sama hvar þú berð niður, þá eru nýir gallar og betri græjur bráðnauðsynlegar, annars ertu ekki með. Það var mikið hlegið að mér þegar ég mætti á teig í Leirunni fyrir nokkrum árum og það upplýstist að ég hafði notast við sama golfsettið í heil þrjátíu ár! „Þeir á Byggðasafninu voru að hringja og spyrja um þig“ var viðkvæðið. Ég var litinn hornauga með þessar líka eldgömlu járn- og trékylfur, að jafnvel grassvörðurinn leit undan þegar ég sló. Gafst upp á endanum og uppfærði áhöldin enda þróunin gífurleg. Spila miklu betur núna, verð að viðurkenna það. Að ég held. Er samt enn að hanga á túpu-sjónvarpinu sem ég keypti fyrir sex árum, enda nýjasta og besta túpan í boði þá. Og enn hlæja pungarnir að mér. „Er gamli enn með túpu?“ og ég fullyrði að það sé nóg eftir af tækinu. Tekur reyndar hálfa mínútu að komast í gang en skilar ágætis mynd. Á tvær aðrar í notkun í kofanum og skammast mín ekkert fyrir það. Ennþá. Þarf samt að fara að huga að endurnýjun, enda nýju tækin þynnri, skýrari, orku- og umhverfisvænni. Alveg örugglega. Ætla mér á útsölu á nýárinu og skipta út. Allavega einu. Svo er það ljósadýrðin á heim-ilinu. Geri ekki annað allan liðlangan daginn heima hjá mér en að slökkva ljósin. Það eru logandi ljós út um allt hús og allir halda að frú Orka sé ekki að mæla. Af hverju þurfa að vera ljós í öllum herbergjum þegar ekkert er í gangi. Er ég gamaldags og nýtinn? Allavega hundleiðinlegur á nútíma mælikvarða. vf.is Opið frá kl. 8:00 - 17:00 Engar tímapantanir Njarðarbraut 7 Bifreiðaskoðun Fi tudagurinn 5. j r 1. tölublað • 33. árgangur i í i í Vertu í sambandi! Auglýsingadeild í síma 421 0001 (gunnar@vf.is) Fréttadeild í síma 421 0002 (hilmar@vf.is) FIMMTUDAGS VALS VAlUr KeTIlSSon SKrIFAr Steinar Jóhannsson ráðinn skólastjóri Myllubakkaskóla Guðrún Snorradóttir hefur látið af störfum sem skóla- stjóri Myllubakkaskóla frá og með 1. janúar 2012. Steinar Jóhannsson verður tíma- bundið skólastjóri Myllubakkaskóla eða fram til 1. ágúst 2012. Auglýst verður í stöðu skólastjóra með vorinu. Eva Björk Sveinsdóttir verður tímabundið aðstoðarskólastjóri eða fram til 1. ágúst 2012. ›› reykjanesbær: Tökum að okkur allt - einnig laðaumbrot og auglýsingagerð! Upplýsingar í síma 421 0000 eða póstur á pket@vf.is pre tverk og hönnun vf.is

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.