Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.09.2012, Side 2

Víkurfréttir - 27.09.2012, Side 2
fimmtudagurinn 27. september 2012 • VÍKURFRÉTTIR2 BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR Í HEILSU- OG FORVARNARVIKU 1. - 7. OKTÓBER 2012 Bókmenntaganga laugardaginn 6. október kl. 11:00- 12:30. Bókasafn Reykjanesbæjar býður bæjarbúum í bókmenntagöngu sem hefst og lýkur á safninu. Lesið verður úr völdum bókmenntaverkum við þá staði sem verkin tengjast. Boðið verður upp á heilnæma hressingu í lok göngu. Götukort verður inni á safninu alla vikuna sem sýnir tengslin myndrænt. HEILSU- OG FOR- VARNARVIKA Í REYKJANESBÆ Dagana 1.-7. október verður blásið til heilsu- og forvarnarviku í Reykjanesbæ í fimmta skipti. Dagskrána er hægt að nálgast á vef Reykjanesbæjar eða á síðu bæjarins á Facebook. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir eru að taka þátt og verða ýmis tilboð á heilsutengdum vörum í boði auk fjölbreyttrar dagskrár. ELDHUGINN HELGI S. Sýningin um Keflvíkinginn Helga S. Jónsson stendur enn yfir í Bíósal Duushúsa. Sýningin er samstarfsverkefni Byggðasafnsins, Listasafnsins og vina og vandamanna Helga. Opið virka daga kl. 12:00 - 17:00, helgar 13:00 - 17:00. Heyrn, Hlíðasmára 11, Kópavogur, heyrn@heyrn.is Tímapantanir - 534 9600 Ellisif Katrín Björnsdóttir Heyrnarfræðingur veitir faglega ráðgjöf Nánari upplýsingar www.heyrn.is HEYRNARÞJÓNUSTA Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Kæru Suðurnesjamenn Verið velkomin Verðum á Nesvöllum í Reykjanesbæ föstudaginn 12. október FRÉTTIR J Frá framkvæmdum við Keflavíkurkirkju. RÉTTARSTEMMNING Þórkötlustaðaréttir fóru fram á sunnudag í rigningarveðri. En Grindvíkingar og gestir létu það ekki á sig fá og mættu vel í rétt- irnar að vanda þar sem grindvískir bændur ráku féð í réttirnar og drógu í dilka. Það var heldur betur handagangur í öskjunni en reyndar var á köflum fleira fólk en fé. Boðið var upp á haustmarkað handverksfólks og hressingu fyrir gesti og gangandi. Einhverjir nýttu sér nýja göngustíginn austur í Þórkötlustaða- hverfi en blautviðrið setti óneitanlega strik í reikninginn. Birtir yfir Keflavíkurkirkju Framkvæmdir við Keflavíkurkirkju standa nú yfir. Allar innréttingar hafa verið teknar út úr kirkjuskipinu, s.s. panelklæðningar af veggjum, bekkir og gólfefni. Þá hafa steindir gluggar verið teknir úr kirkjunni en sú aðgerð er umdeild og skiptar skoðanir um hana á meðal sóknarbarna. Eftir að steindu gluggarnir voru teknir úr kirkjunni hefur birt mjög yfir kirkjuskipinu þegar dagsljósið fær að flæða inn um gluggana. Þegar framkvæmdum lýkur verður kirkjan komin eins nálægt upprunalegu útliti og mögulegt er miðað við nútíma kröfur. Öllum framkvæmdum á að vera lokið við kirkjuna fyrir 100 ára vígsluafmæli hennar sem verður í febrúar árið 2015. Hádegisbrunch að hætti mat-reiðslumeistara Bláa Lónsins verður í boði laugardaginn 29. sept- ember kl 12.00 í Bláa Lóninu. Öll innkoma vegna viðburðarins rennur til Íþróttasambands fatlaðra. Verð er 3.900 krónur fyrir fullorðna, 1.950 krónur fyrir 7-12 ára börn. Frítt fyrir 6 ára og yngri. Boðskort í Bláa Lónið er innifalið í verði fyrir þá sem bóka fyrir kl. 16.00 föstudaginn 28. september. Ólympíufararnir verða á staðnum og söngkonan vinsæla, Bríet Sunna, mun flytja nokkur lög. Bláa Lónið og Íþróttasamband Fatl- aðra gerðu með sér samstarfssamning fyrir Ólympíumót Fatlaðra í London í sumar. Samningurinn er til fjögurra ára og gildir fram yfir Ólympíumót Fatlaðra í Ríó 2016. Hádegisbrunch til styrktar Íþrótta- sambandi fatlaðra n Bláa lónið: ÍAV var með lægsta tilboðið í annan áfanga hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ en sjö tilboð bárust og voru tilboð opnuð sl. mánudag. Tilboð ÍAV hljóðar upp á 348 millj. króna sem er 73,58% af kostnaðar- áætlun en í þessum áfanga verður unnið við uppsteypu og frágang utanhúss. Næst lægsta tilboðið var frá Hjalta Guðmundssyni sem var upp á 75% af kostnaðaráætlun sem hljóðar upp á 459 millj. kr. Tilboðin sem bárust voru eftirfar- andi: ÍAV 338.044.694 73,58% Hjalti Guðmundss. 345.380.502 75,18% JÁ Verk 380.900.000 82,9% Húsagerðin 382.260.700 83,2% Atafl 385.396.103 83,9% Eykt 399.375.224 86,9% Ístak 399.563.210 87.0% Unnið veður í yfirferð tilboða næstu daga. Sjö tilboð bárust í 2. áfanga hjúkr- unarheimilis

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.