Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.09.2012, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 27.09.2012, Blaðsíða 9
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 27. september 2012 9 www.bluelagoon.is 3.900 kr. fyrir fullorðna / 1.950 kr. fyrir 7-12 ára / Frítt 6 ára og yngri Söngkonan Bríet Sunna kemur fram Boðskort í Bláa Lónið er innifalið í verði* Bókanir í síma 420 8800 eða senda tölvupóst á sales@bluelagoon.is w .bluelagoon.is BRUNCH TIL STYRKTAR OG HEIÐURS ÍÞRÓTTASAMBANDI FATLAÐRA, 29. SEPTEMBER KL. 12.00 *Fylgir með fyrir þá sem bóka fyrir kl 16 á föstudaginn 28.sept ÖLL INNKOMA RENNUR TIL STYRKTAR ÍÞRÓTTASAMBANDI FATLAÐRA A N T O N & B E R G U R Rosalegar rauðrófur! Rauðrófur eru eitt af mínu uppáhalds grænmeti bæði vegna hollustugildis og bragðsins. Rauðrófur eru sneisa- fullar af næringar- og plöntuefnum og innihalda m.a. ríkulegt magn af járni, A, B6 og C-vítamíni, fólín- sýru, magnesíum og kalíum. Þar að auki innihalda þær góð flókin kolvetni, trefjar og öflug an- doxunarefni. Rauðrófur eru oft ráðlagðar fyrir fólk sem glímir við blóðleysi og slappleika vegna járninnihalds og nýlega kom í ljós að þær innihalda einnig efni (nítröt, e. nitrates) sem leiða til meira úthalds og atorkusemi. Hér eru nokkur dæmi um heilsu- bætandi áhrif rauðrófa; þær ýta undir afeitrunarferli lifrar- innar, geta haft lækkandi áhrif á blóðfitu vegna trefjainnihalds, hafa hugsanlega hamlandi áhrif gegn krabba- meini, örvandi fyrir meltinguna og að auki eru þær taldar góðar gegn ýmsum húðsjúkdómum vegna hreinsandi eigin- leika. Rauðrófur ættu að vera hluti af okkar grænmetisinntöku yfir vikuna og þær fást nú víða, ýmist ferskar, soðnar eða tilbúnar pressaðar sem safi. Sjálf nota ég rauðrófur ýmist saxaðar í ten- inga út á salat, bý til rauðrófusúpu, geri rauðrófusafa eða rauðrófuboost með ávöxtum eða ofnbaka þær með sætum kartöflum. Svo gefa þær líka svo fallegan lit á matinn og við eigum jú að reyna að borða mat í öllum regnbogans litum! Rauðrófusnakk: 2 stórar rauðrófur ½ - 1 msk græn ólífuolía Smá sjávarsalt Afhýða rauðrófur og skera í eins þunnar sneiðar eins og hægt er. Setja í skál með olíu og salti og velta saman þar til blandað. Setja bökunarpappír á ofnplötu og dreifa ofan á. Baka í ofni við 150°C í 30-40 mín eða þar til stökkar og „crispy“ Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is Ásdís gRasalækniR skRifaR heIlsUhoRnIð fjölmenni við 30 ára vígsluafmæli grindavíkurkirkju Fjölmenni var við messu í tilefni 30 ára vígsluafmælis Grinda- víkurkirkju sl. sunnudag, en hún var vígð 26. september 1982. Að messu lokinni var kirkjugestum boðið í kaffiveitingar og þá voru sýndar gamlar myndir, m.a. frá vígslu kirkjunnar. Til stóð að biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir predikaði en hún forfallaðist vegna veikinda en bað fyrir bestu kveðjur og vonast til að heimsækja Grindavík sem fyrst. Í hennar stað predikaði séra Krist- ján Valur Ingólfsson vígslubiskup Skálholtsstiftis. Fermingarbörn og foreldrar fermingarbarna tóku þátt í messunni en séra Elínborg Gísla- dóttir þjónaði fyrir altari og kór Grindavíkurkirkju leiddi sönginn undir stjórn Bjarts Loga Guðna- sonar organista. Grindavíkursókn fór í stefnumót- unarvinnu nú í vor undir hand- leiðslu Gylfa Dalmann mann- auðsstjóra við HÍ og var sú vinna kynnt í kaffinu. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri afhenti kirkjunni blóm í tilefni dagsins og þá sýndi Helga Kristjánsdóttir olíumálverk í for- dyri kirkjunnar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.