Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.09.2012, Qupperneq 10

Víkurfréttir - 27.09.2012, Qupperneq 10
fimmtudagurinn 27. september 2012 • VÍKURFRÉTTIR10 NÁMSKEIÐ UM UPPELDI BARNA MEÐ ADHD Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar auglýsir námskeið fyrir foreldra um uppeldi barna með ADHD. Námskeiðið er hannað til að hjálpa foreldrum að tileinka sér gagnreyndar uppeldisaðferðir til að takast á við vandamál sem algeng eru hjá börnum með ADHD. Æskilegt er að báðir foreldrar sæki námskeiðið. Námskeiðið er ætlað foreldrum barna á aldrinum 5-12 ára sem greind hafa verið með athyglisbrest með eða án ofvirkni (ADHD/ADD) og eru ekki með alvarlegar eða fjölbreyttar fylgiraskanir. Námskeiðið er 12 klst og skiptist í 6 hluta, í tvo tíma í senn. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 16. október kl.19:30-21:30 og kennt verður vikulega í fyrstu fimm skiptin en tvær vikur eru á milli næstsíðasta og síðasta tíma sem verður 27. nóvember. Kennt verður í Holtaskóla. Þátttökugjald er 3000 kr fyrir einstaklinga og 5000 kr fyrir pör. Skráning fer fram í síma 421-6700 og skráningu lýkur 8. október Leiðbeinendur: Agnes Björg Tryggvadóttir og Sigurður Þ. Þorsteinsson, sálfræðingar BREYTING Á AÐALSKIPULAGI AUGLÝSING Um óverulega breytingu á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2008-2024 vegna breytingar á verslunar- og þjónustusvæði VÞ5 sunnan Fitja vegna netþjónabúa og gagnavera. Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, hefur bæjarstjórn Reykjanesbæjar þann 18. september 2012 samþykkt óverulega breytingu á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2008-2024. Breytingin felst í því að orðalagi er breytt í kafla 3. 5. 2 í greinagerð með Aðalskipulagi undir liðnum VÞ5 Sunnan Fitja. Netþjónabúum og gagnaverum er bætt inn í texta. Málsmeðferð var í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 Reykjanesbæ 19. september 2012. Skipulagsfulltrúi FRÁBÆRT ATVINNUTÆKIFÆRI Vegna óviðráðanlegra aðstæðna er Fiskbúðin Vík í Keflavík til sölu. Nánari upplýsingar í síma 898 4694 Mikill kvennafans verður í Reykjanesbæ um helgina þegar 36. landsþing Kvenfélagasam- bands Íslands verður haldið í Kirkjulundi, safnaðar- heimili Keflavíkurkirkju dagana 28. til 30. septem- ber. Gert er ráð fyrir að um 200 konur sæki þingið alls staðar að af landinu. Gestgjafar landsþingsins er Kvenfélagasamband Gullbringu- og Kjósarsýslu, KSGK. Undir þeim merkjum starfa 10 kvenfélög og hafa undirbúningsnefnd og kvenfélagskonur haft í nógu að snúast. Víkurfréttir hittu að máli þrjár kvenfélagskonur, þær Salome Kristinsdóttur, Fríðu Bjarnadóttur og Ínu D. Jónsdóttur, sem hafa verið að undirbúa þingið. Yfirgripsmikil dagskrá Yfirskrift landsþingsins í Keflavík er „Félagsauður og heilsa - hönd í hönd“. Undirbúningur fyrir þingið hefur staðið í um ár, enda að mörgu að hyggja. Dag- skráin er yfirgripsmikil en þar verða m.a. flutt nokkur framsöguerindi. Una María Óskarsdóttir, varafor- seti Kvenfélagasambands Íslands mun flytja erindið „Félagsauður, kvenfélagastarf og heilsa“. Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur, flytur erindið „Þú getur þetta. Hver sagði að þetta yrði auðvelt?“. Þá flytur Guð- rún Jónsdóttir frá Stígamótum erindið „Frelsi kvenna til athafna og að fylgja draumum sínum til að breyta og bæta samfélagið“. Kosið um nýjan formann Þær Salome, Ína og Fríða sögðu að mikil vinna liggi á bak við þingstörfin en í stað hefðbundins hópastarfs nú verði unnið með svokallaða „Open space-aðferð“ sem er tækni til að nota í breiðum og drífandi hóp þar sem tekist er á við margvísleg og hvetjandi viðfangsefni. Á þinginu verður kosið til forseta KÍ. Formaður KSGK, Sigríður Finnbjörnsdóttir, og varaforseti KÍ, Una María Óskarsdóttir, gefa báðar kost á sér en fráfarandi forseti er Sigurlaug Viborg. Landsþing er haldið 3 hvert ár. Hjá Kvenfélagi Keflavíkur eru haldin skemmtikvöld og þá er alltaf haldið jólabingó og páskabingó. Þá eru haldnir fræðslufundir og einnig tískusýningar. Ein af fjáröflunum Kvenfélags Keflavíkur er árleg aðventuhá- tíð fyrir eldra fólk í bænum. Gestir aðventuhátíðar- innar borga ekki neitt en kvenfélagskonur sækja styrki víða til að halda hátíðina. Félagsfundi frestað um viku Starfið hjá Kvenfélagi Keflavíkur fer fram í húsi Rauða krossins við Iðavelli en þar heldur félagið sína fimm fundi á ári. Byrjað er í október og fundað einu sinni í mánuði fram í desember þegar jólafundurinn er hald- inn. Í janúar er fundarfrí en byrjað aftur í febrúar og fundað þá og í mars. Í apríl er svo árlegur hattafundur félagsins. Þá heldur félagið 17. júní kaffi og fer einnig í eina góða ferð á ári til að efla félagsandann. Vegna landsþingsins um komandi helgi er október- fundi Kvenfélags Keflavíkur frestað um eina viku og verður haldinn 8. október. Félagskonur eru hvattar til að mæta og taka með sér gesti. Móttaka í Víkingaheimum Svo við snúum okkur aftur að landsþinginu um kom- andi helgi, þá vilja þær stöllur koma á framfæri sérstöku þakklæti til Árna Sigfússonar bæjarstjóra og Valgerðar Guðmundsdóttur menningarfulltrúa Reykjanesbæjar fyrir þeirra aðstoð. Árni verður með móttöku í Vík- ingaheimum á laugardaginn. Þá vilja þær einnig koma á framfæri þökkum til allra sem gáfu gjafir sem verða í happdrætti á skemmtikvöldi þingsins. Nú er einn enn heiðursborgarinn fall- inn frá, Karl Sigurbergsson skipstjóri með meiru. Hann var svo hraustur alla tíð og hugsaði líka vel um heilsu sína. Að sjá hann beinan í baki ganga fyrir gönguhópnum var yndislegt og vita það að hann var á nítugasta ári. Ég ætlaði að vera með þeim fyrir nokkrum árum síðan en gafst upp eftir nokkur skipti, hann var svo stórstígur. Ég gat því miður ekki verið við jarðar- förina, var að gera annað, svo ég fór heim til Lóu minnar til að votta henni samúð okkar Ölla. Veikindi hans stóðu stutt. Hann hefði ekki viljað langt dauðastríð ef ég hef þekkt hann rétt. Lóa mín sagði mér að hann hefði viljað vera heima og hringdi í hana og sagðist vera útskrifaður af sjúkrahús- inu. Stuttu seinna heyrir hún umgang niðri í gangi og fer fram að gá. Þá situr maðurinn hennar í stiganum orðinn þreyttur og segir við sína góðu konu: Ég er kominn heim Lóa mín, heldurðu að þú lánir mér öxl til að styðja mig við. Ef þetta lýsir ekki sambandi þessara elskulegu hjóna. Svona voru þau, virð- ing, vinátta og ást fylgdi þeim ávallt. Lóa var skólasystir Örlygs mannsins míns. Hann var alltaf svolítið skotinn í henni sem er mjög skiljanlegt, hún er svo falleg. Að endingu vil ég þakka þér fyrir spilamennskuna í gegnum árin. Það var aldrei lognmolla í kringum þig vinur. Ég óska þér Lóa mín og fjölskyldunni allri Guðs blessunar. Guð styrki ykkur í sorginni. Þess óska þínir vinir, Erna og Örlygur Þorvaldsson. FÉLAGSMÁL J Kvenfélagskonurnar Salome, Fríða og Ína. 200 kvenfélagskonur funda í Reykjanesbæ Karl Sigurbergsson - minningarorð n 36. landsþing Kvenfélagasambands Íslands haldið í Kirkjulundi:

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.