Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.09.2012, Side 15

Víkurfréttir - 27.09.2012, Side 15
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 27. september 2012 15 Kynningarfundur á Nesvöllum fimmtudaginn 27. september kl. 16:00. Árið 2012 er Ár aldraðra í Evrópu Mánudaginn 1. október er Dagur aldraðra. Þá heimsækja eldri borgarar grunnskólana á Suðurnesjum. Tilgangurinn er gagnkvæmur til að efla skilning á högum ungra sem aldna. Sýnum samhug og fjölmennum á þennan kynningarfund. Tökum þátt í þessu ævintýri NÁMSKEIÐ Spennandi námskeið: Vélstjórnarnám – smáskip með vélarafli <750 kw Dagnámskeið: tvö pláss laus. Tími: 1. - 12. okt. kl. 9:00-15:40 virka daga. Kvöldnámskeið: Tími: kl. 17:30 - 21:40 virka daga og 6. , 7. og 13. okt. kl. 9:45 til 15:40. Skipstjórn smáskipa < 12m (pungapróf ). Tími: Hefst 1. okt. og kennt í 5 vikur eftir hádegi virka daga. Upplýsingar og skráning í síma 4125968 eða tölvupósti nannabara@fiskt.is Niðurföll og rennur í baðherbergi EVIDRAIN Mikið úrval – margar stærðir COMPACT VERA 30cm 9.590,- AQUA 35cm 13.990,- Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum PROLINE NOVA 60 cm 29.900,- Fyrir leik Keflavíkur og Breiðabliks minntust Keflvíkingar framherjans og landsliðsmannsins Ragnars Margeirssonar en hann lést fyrir tíu árum síðan og hefði orðið fimmtugur í sumar. Leikmenn Keflavíkur komu inn á knattspyrnuvöllinn í bol með mynd af Ragnari. Þá var flutt stutt tala um feril Ragnars en hann lék lengst af með Keflavík en einnig með KR og Fram á Íslandi. Ragnar átti einnig atvinnumannsferil í Belgíu og víðar. Hann skoraði 83 mörk fyrir Keflavík í 224 leikjum og varð bikarmeistari með Fram. Þá lék hann 46 A-landsleiki og skoraði í þeim 5 mörk og 21 unglingalandsleik þar sem hann skoraði 7 mörk. SPORTIÐ RagnaRs MaRgeiRssonaR Minnst 1962 - 2002 Víkurfréttir leita að myndum frá Keflavík á ár-unum 1960 til 1970 til að nota í myndskreytingu á verkefni sem unnið er að. Nú er leitað til lesenda með það hvort þeir eigi ekki í fórum sínum myndir sem passað geta við eftirfarandi lýsingar. Þetta eru myndir sem liggja í gömlum myndamöppum. Þeir sem eiga myndir og vilja leyfa okkur afnot af þeim eru hvattir til að hafa samband við Hilmar Braga hjá Víkurfréttum í síma 421 0002 eða með tölvupósti á vf@vf.is fyrir lok þessa mánaðar. Víkurfréttir munu bjóða upp á aðstoð við að skanna myndirnar inn. Myndir sem vantar frá árunum 1960-70 eru: -Skátaskemmtun í Félagsbíó. -Malargötur í Keflavík / pissubíllinn. -Sparisjóðurinn á Suðurgötu, sá gamli rauði. -Kröfuganga 1. maí á Hafnargötu Keflavík. -Leikfélag Keflavíkur, gömul leiksviðsmynd frá þessum árum, sviðsleikrit frá fyrstu árum félagsins. -Götumynd úr hverfinu Háholti og þar uppfrá. -Gömul mynd af kofum eða smíðahverfi eins og Keflavíkurbær bauð börnum upp á. -Hestastóð eða kindahjörð í lausa- göngu í bænum okkar Keflavík. -Allskonar hljómsveitir eða Hljómar að spila í Krossinum. -JO „Kanabílnúmer“ á götu í Keflavík. -„Kanaruslahaugarnir“ og/eða jólaleg mynd tengd Kananum í Keflavík. -Gömlu stóru stál-ruslatunnurnar sem voru í Keflavík. -Ljósmynd úr gömlu kartöflugörð- unum í Keflavík úti í Gróf. -Sláturgerð í heimahúsi. -Mynd úr berjamó. -Gömul skólamynd af Myllubakka- skóla / Barnaskóla Keflavíkur. -UNGÓ, gamla félagsheimilið Hafnargötu. -Sundhöll Keflavíkur, gamla laugin frá árunum 1960-70. -Jólatrésskemmtun frá þessum árum. -Tónlistarskóli Keflavíkur á árunum 1960-70. KeflavíKurmyndir frá 1960 til 1970 ósKast ÁTT ÞÚ ÞESSAR MYNDIR? Meiðsli framherjans Guð-mundar Steinarssonar eru ekki eins alvarleg og ætlað var í fyrstu en hann meiddist á hné í leiknum gegn Breiðablik í síðustu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. „Þetta var slæmt högg og það kom mikil bólga við hnéð. Ég var heppinn að vera ekki með löppina á jörð- inni þegar höggið kom, þá hefði líklega farið verr,“ segir Guð- mundur en menn óttuðust hið versta á tímabili. Keflvíkingar eiga einn leik eftir í Pepsi-deild karla en sá leikur er gegn KR á laugardag. Guðmundur stefnir á það að spila þann leik. „Ég ætla á æfingu á föstudag og reikna með því að geta spilað á laugardaginn. Maður finnur hnéð nánast verða betra með hverri klukkustund.“ Töluvert hefur verið rætt um að tímabilið sem er að renna sitt skeið verði það síðasta í boltanum hjá Guðmundi, en hann vill lítið gefa út um það að svo stöddu. „Ég ætla ekki að segja af eða á strax. Ef ég tek eitt ár enn þá verður það hérna heima í Keflavík, þar mun ég klára ferilinn,“ en Guðmundur hefur bæði leikið flesta leiki allra Keflvíkinga og skorað flest mörk allra. Hann segir einnig að ýmis spennandi verkefni séu á borðinu en Guðmundur er að ljúka námi næsta vor. Guðmundur hefur verið að taka námskeið í þjálfun samhliða fótboltanum og hann ætlar sér að vera áfram í heimi íþróttanna. „Það er klárt mál að maður verður í kringum boltann. Í hvaða formi sem það verður,“ enda segist Guðmundur vera það mikill íþróttaunnandi að það verði erfitt fyrir hann að slíta sig frá þeim geira. Meiðsli Guðmundar ekki alvarleg A Fer líklega í þjálfun eftir að ferlinum lýkur Kvennaþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar var haldið í Reykjanesbæ um liðna helgi. Um 200 konur úr slysa- varnadeildum og sveitum kvenna á Íslandi mættu til þingsins sem stóð frá föstudagskvöldi og fram á sunnudag. Það var kvennasveitin Dagbjörg í Reykjanesbæ sem skipulagði þingið en dagskrá þess var fjölbreytt. Á þinginu lærðu konurnar að koma sér betur á framfæri við fjölmiðla og láta vita af sínu fjölbreytta starfi sem oft fer fram á bakvið tjöldin. Þá var haldinn kvöldverður í Offisera-klúbbnum þar sem þemað var stríðsárin.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.