Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.09.2012, Qupperneq 16

Víkurfréttir - 27.09.2012, Qupperneq 16
vf.is Fimmtudagurinn 27. september 2012 • 38. tölublað • 33. árgangur auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 Opið alla miðvikudaga frá kl. 8:00 – 16:00 Tímapantanir í síma 426 8540 Opið virka daga frá kl. 8:00 – 17:00 Frjáls mæting KLÁR FYRIR VETURINN Í KULDAFLÍKUM FRÁ DIDRIKSONS OLÍS-VERSLUNIN NJARÐVÍK Fitjabakka 2–4 | Sími 420 1000 | njardvik@olis.is 17.990 kr. DIDRIKSONS JUSTIN ÚLpA Stærðir 130–170 8.990 kr. DIDRIKSONS HERMIT ÚLpA Stærðir 80–130 3.990 kr. DIDRIKSONS MONTE FLÍSpEYSA Stærðir 80–130 18.990 kr. DIDRIKSONS BAFFIN KULDAgALLI Stærðir 80–130 4.990 kr. DIDRIKSONS SHEY FLÍSBUXUR Stærðir 80–130 10.990 kr. DIDRIKSONS MELVIN KIDS SNJóBUXUR Stærðir 80–130 2.900 kr. DIDRIKSONS BIggLES LÚFFUR Stærðir 0–4 14.990 kr. DIDRIKSONS BOARDMAN REgNSETT Stærðir 80–130 14.990 kr. DIDRIKSONS JARVIS ÚLpA Stærðir 80–130. Einnig til blá og bleik. 7.990 kr. DIDRIKSONS SLASKEMAN REgNSETT Stærðir 80–130 PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 22 65 2 VALUR KETILSSON SKRIFAR FIMMTUDAGSVALS STJÖRNUBLIK Í AUGUM Þetta var svaka hvellur. Einn af þeim allra stærstu. Gúmmímotturnar, sem grafan hafði lagt yfir hálfuppgrafna götuna, lyftust í sprengingunni. Þær voru gerðar úr útflöttum risahjólbörðum og festar saman með keðjum. Við guttarnir horfðum hugfangnir á og biðum færis. Vírarnir úr dínamítinu lágu eins og hráviði um allt og nú þurftum við að hafa hraðar hendur þegar kallarnir fóru í kaffi. Aðalgatan var sem opið sár allt frá Hafnargötu upp að Hringbraut. Eins og djúpur dalur í miðju bæjarins. Tjörubornir viðar- drumbar lágu yfir ræsisdýpið á nokkrum stöðum og við lékum jafnvægislistir á þeim eins og sirkusfólkið hjá Billy Smart. Enginn hafði dottið ennþá en einn hafði fótbrotnað þegar grjót hrundi úr veggnum í miðri víratínslu. Sprengjuvírarnir voru allavega á litinn. Gulir, rauðir, grænir, bláir og jafnvel röndóttir. Þeir marglitu voru jafnan bestir. Sá guli og græni samt langbestur. Sverari en hinir. Eins og gullþráður í hendi okkar gríslinganna sem klipptum hann niður í hæfilega stubba og beygðum í löguleg lykkjuskot. Teygjubyssurnar sjálfar voru gerðar úr herðatrjám og lagaðar til af kúnstarinnar reglum. Einlitu vírarnir notaðir til þess að vefja utan um skeftið og skreyta það í öllum litbrigðum. Rauðu teygjurnar frá Matta í Bókabúðinni seldust eins og heitar lummur. Níð- sterkar. Því fleiri, því betri og því lengra drifu skotin. Ljósastaurarnir í hverfinu voru ekki ósvipaðir drumbunum sem lágu yfir dalskorninginn. Ekki alveg eins þykkir og nánast tjörulausir. Ljósakrónan eins og pottahlemmur og peran algerlega óvarin. Ómótstæðilegt skotmark. Örugglega hundrað kerta. Kannski áttatíu. Okkur fannst þær skyggja á stjörn- urnar á himninum, sem skinu skært á dimmum vetrarkvöldum. Ég átti mínar uppáhalds stjörnur. Þrjár stjörnur í næstum línulegri röð, skáhallt. Öðrum fannst stjörnuþyrpingin sem myndaði stafinn P flott- ust. Lögðumst á bakið í snævi þöktum skrúðgarð- inum, bjuggum til engla og horfðum hugfangnir á himingeiminn og óravíddir hans í rökkrinu. Hann ýtti við mér í miðjum draumi. Veiðihúsið í Miðfirðinum hafði góð áhrif á mig og umvafði mig hlýju. Ljósmengunin í lágmarki og næturhimin- inn stjörnubjartur. Hroturnar í mér höfðu vakið her- bergisfélagann af værum blundi. Eitthvað alveg nýtt að sögn. Ég ræskti mig og leit út um gluggann. Við mér blasti fögur sjón, nánast eins og úr skrúðgarð- inum. Stjörnurnar svo nálægt að mér fannst ég geta snert þær. Teygt mig í þyrpingarnar sem ég hafði aldrei augum litið áður. Sýnin var myndræn og skýr. Greyptist í hugann. Keflavík heldur sviðaveislu Körfuknattleiksdeild Kefla-víkur mun reiða fram al- vöru sviðaveislu föstudaginn 19. október nk. í félagsheimili Kefla- víkur að Sunnubraut 34. Fram- reidd verða bæði heit og köld svið ásamt dýrindis meðlæti. Látum ekki þjóðlegan herramannsmat íslenskra forfeðra vorra framhjá okkur fara! Verð: 3500 kr. á mann. Nánari upplýsingar og miðapant- anir gefa Ólafur Ásmundsson í síma 664-0375 ogBirgir Már Bragason í síma 618-5155 Kveikt í saltpétri Lögreglunni á Suðurnesjum barst nýverið tilkynning þess efnis að eitthvað undarlegt væri á seyði við inngang á húsi sem staðið hefur autt í Keflavík. Þegar að var gáð reyndist eldur hafa verið tendraður þar í saltpétri. Sem betur fer var hann svo fjarri húsinu, að hann náði ekki að læsa sig í það. Þá barst tilkynning þess efnis að einhver hefði tjaldað og væri búinn að kveikja eld í aðstöðu skógræktar neðan við Vatnsholt í Keflavík. Reyndist þar vera á ferðinni erlent par sem var að bíða eftir flugi og hafði tekið til við að hita sér mat á prímus. Féll úr fiskikari Það óhapp varð í Grindavík, að maður féll úr fiskikari og tvíhandleggsbrotnaði. Verið var að vinna að uppsetningu á flúor- ljósum í geymsluhúsnæði þegar óhappið varð. Við verkið var not- aður lyftari og hafði fiskikari verið komið fyrir á bómu hans til að auðvelda uppsetningu ljósanna. Maðurinn, sem um ræðir, fór ofan í fiskikarið og var hífður upp í um fjögurra metra hæð. Heyrðist þá öðrum, sem stjórnaði lyftaranum, að einhver væri að banka, fór út úr tækinu, en rak sig um leið í stýri- pinna fyrir bómuna. Við það fóru spaðar lyftarans niður, sturtuðu fiskikarinu af og féll maðurinn í gólfið með karinu. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þaðan á Landspítala. Gullhringur fannst við Húsasmiðjuna Gullhringur með steinum fannst á bílastæði við Húsa- smiðjuna á Fitjum í Njarðvík í síð- ustu viku. Sá sem fann hringinn hafði spurnir af því að eldri kona hafi leitað hringsins á bílastæðinu en ekki fundið. Eigandinn getur nálgast hringinn á skrifstofu Víkurfrétta með því að lýsa útliti hringsins. Víkurfréttir eru til húsa að Krossmóa 4a, 4. hæð í Reykjanesbæ. FRÉTTAVAKT VíKuRFRÉTTA eR 898 2222 VAKTSÍMI ALLAN SÓLARHRINGINN

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.