Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.12.2012, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 20.12.2012, Blaðsíða 12
fimmtudagurinn 20. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR12 Jólablað II Svo virðist sem fólk sæki til Reykjanes-bæjar í auknum mæli og geri jólainn- kaupin. Hótel Keflavík hefur undanfarin 11 ár boðið upp á ókeypis gistingu á hótel- inu gegn framvísun kvittunar upp á a.m.k. 16.800 kr. í einhverri af verslunum bæjar- ins. Það er að skila sér í auknum heim- sóknum en Víkurfréttir heyrðu í ánægðum viðskiptavinum sem nutu jólastemningar- innar í bænum ásamt því að klára að versla. Einnig könnuðum við hvernig jólaverslun hefði gengið þetta árið en nú eru aðeins fjórir dagar til jóla. Hjónin Rúna Bjarnadóttir og Gísli Norð- dahl hafa undanfarin ár sótt Reykjanesbæ heim til þess að versla fyrir jólin en þau eru búsett í Kópavogi. Hjónin gista þá alltaf á Hótel Keflavík og nýta sér tilboð á gistingu. Það tilboð hófst fyrir 11 árum og þau hafa því nýtt sér það allt frá upphafi að einu ári undanskildu. Hjónakornin tóku alltaf dætur sínar tvær með þegar þær voru ungar og þrátt fyrir að þær séu nú orðnar fullorðnar þá koma þær enn með, enda þekkja þær lítið annað en þessa jólahefð sem skapast hefur hjá fjölskyldunni. Rúna sagði í samtali við Víkurfréttir að hér sé þægilegt að versla og komast burt frá ösinni á höfuðborgarsvæð- inu. Segir hún að fjölskyldan sæki í sömu verslanir og veitingastaði en þau fara t.d. alltaf á Langbest að borða. Hefur þessi hefð orðið til þess að þau sæki hingað í meira mæli og ekki einungis um jólin. Sérstaklega vildi Rúna koma því áleiðis hve veglegur og góður morgunverðurinn á Hótel Keflavík væri og líkti hún hlaðborðinu við sverustu fermingarveislu. Hún segir að hún reyni nú að benda fólki á höfuðborgarsvæðinu á að hér megi gjarnan gera góð jólainnkaup og mælir hún hiklaust með því við alla. Ragna Ívarsdóttir hótelstjóri á Hótel Glym í Hvalfirði nýtti sér tilboð Hótel Keflavíkur og ákvað að klára jólaverslunina í leiðinni. Hún var hæstánægð með allar verslanir sem hún heimsótti í Reykjanesbæ og sagði að þjónustan hafi verið frábær og persónuleg í senn. „Það var frábært að versla í róleg- heitunum og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að finna bílastæði og standa í stressinu sem oft vill verða á höfuðborgarsvæðinu í kringum jólin,“ sagði Ragna í samtali við Víkurfréttir. Hún segir að framtakið sé til fyrirmyndar og gjarnan mætti láta vita betur af þessu því margir myndu eflaust nýta sér þessa þjónustu. Jólaþorpið í Kjarna við Ice-landair Hotel í Keflavík hefur sannarlega vakið mikla lukku og hafa bæði Suðurnesjamenn og fólk hvaðanæva að heimsótt þennan skemmtilega stað þar sem jólaandinn ræður ríkjum. Í desember hafa ýmsar uppákomur verið í Kjarna og ber þar að nefna að Sirrý útvarpskona sendi þátt sinn út frá þorpinu og í kjölfarið lögðu fjölmargir leið sína til Reykjanesbæjar. Bergþóra Sigur- jónsdóttir hótelstjóri Icelandair Hotel í Keflavík sagði að sífellt fleira handverksfólk og hönnuðir skjóti upp kollinum á svæðinu og þeir eru margir hverjir að selja varning sinn á göngugötunni í Kjarna. Þar má eflaust finna jólagjöfina í ár. Leik- skólabörnin hafa verið dugleg að heimsækja þorpið og er þá gjarnan boðið upp á kakó. Framundan eru ýmsir atburðir sem vert er að skoða en m.a. ætlar Einsi Júll að koma við og syngja en opið er frá 17:00-21:00 alla virka daga og lengur á Þorláks- messu. Telur Bergþóra jafnframt að jólaþorpið sé komið til að vera og muni eflaust vaxa á komandi árum. Rúna í Gallerí KeflavíK við Hafnargötu segir að það sé að skila sér fólk inn til hennar sem komi af höfuðborgarsvæðinu og geri sér glaðan dag á Suðurnesjum. Hún segist hafa orðið vör við það að hingað hafi komið fólk sem var hér í óvissuferð og tekið jólainnkaupin í leiðinni og gist síðan á Hótel Keflavík. Það framtak er því að skila sér að hennar mati. Hún telur að hér fái fólk betri þjónustu og verðið sé oft á tíðum betra. Hún er annars sátt við jólaverslunina í ár og telur að margir séu á síðustu stundu með innkaupin eins og oft vill verða. „Það er gott hljóð í okkur. Þunginn í matvöru fór að- eins seinna af stað en það hefur líka áhrif hvernig jólin liggja, þ.e. hvaða dag í vikunni aðfangadag ber upp á. Það hefur verið aukning hjá okkur í haust þannig að við erum mjög sátt með gang mála,“ sagði Ómar Valdi- marsson, forstjóri SamKaupa hf. um jólaverslunina á Suðurnesjum en fyrirtækið rekur einnig marga tugi verslana um allt land. Björn Pálsson hjá raftækjaversluninni OmniS segir að töluvert sé um það að brottfluttir Suðurnesjamenn og þá sérstaklega þeir sem búa í Noregi séu að versla hjá Omnis. „Það er ekki verra að vera á norskum launum og versla á Íslandi“ segir Björn léttur í bragði en hann segir að jólaverslunin sé svipuð og í fyrra. Oft vilji það verða þannig að fólk sé fram á síðustu stundu að ákveða hvað og hvar skuli verslað. Hann segir spjaldtölvur vera sérstaklega vinsælar líkt og í fyrra en þær kosta frá tæplega 20 þúsund krónum. Verslunin er með mikið úrval af raftækjum og öllu mögulegu sem því tengist sem oftar en ekki eru vin- sælar jólagjafir. „Það er fremur rólegt núna en þetta er að glæðast,“ segir Sigurður Björgvinsson kaupmaður í K-SpOrt við Hafnargötu. Hann segist vera var við fólk sem komi sem gestir hingað og versli og eins eru þeir sem nýlega eru fluttir í sveitarfélagið duglegir að versla við hann og hrósa búðinni í hástert. „Það yljar manni um hjartarætur að fólk sé jákvætt í okkar garð.“ Sigurður vildi einnig koma því sérstaklega á framfæri að ekki stæði til að loka K-sport en hann segir að sögur þess efnis eigi við engin rök að styðjast. Frábær og persónuleg þjónusta n JólaverSlun í reyKJaneSbæ - segja gestir sem heimsækja jólabæinn reykjanesbæ fyrir hátíðirnar JólaþOrpið í KJarna veKur luKKu svipuð jólaverslun Úr jólaglugga bústoðar við tjarnargötu. skreytingar í glugga hárfaktorý við hafnargötu. jólaskreytingar í verslun Cabo við hafnargötu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.